Fregnir um dauða Sukhovetsky hafa verið á kreiki í morgun en blaðamaður Radio Free Europe segist hafa fengið þær staðfestar frá samstarfsmanni herforingjans. Newsweek greinir sömuleiðis frá falli herforingjans og byggir á fréttum úkraínskra miðla sem vísa í færslu frá Sergei Chipilev, samstarfsmanni Sukhovetsky, á samfélagsmiðlinum VKontakte.
Þar segist hann hafa frétt af því að vinur sinn Andrei Aleksandrovich Sukhovetsky hafi fallið á úkraínsku landsvæði þar sem hann tók þátt í sérstakri hernaðaraðgerð.
Just spoke with one of his comrades who confirmed me they received info about his death. Just look at his awards list, including the one "For the Return of Crimea". pic.twitter.com/3fx4PrZErQ
— Mark Krutov (@kromark) March 3, 2022
Sérfræðingar segja að ef þetta reynist rétt sé um gífurlegt högg fyrir rússneska herinn að ræða enda hafi Sukhovetsky verið mjög reynslumikill og margsinnis verið heiðraður fyrir störf sín í hernum. Meðal annars fékk hann eina orðu fyrir „endurheimtu Krímskaga.“
Rússneskir miðlar á borð við Lenta.ru og Komsomolskaya Pravda hafa sömuleiðis greint frá dauða Sukhovetsky.
Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í stríði Rússa og Úkraínu í vaktinni á Vísi.