Sverrir: Markmiðið er að fá stöðugleika í Grindavík Andri Már Eggertsson skrifar 4. mars 2022 22:20 Sverrir Þór Sverrisson er mættur aftur í Grindavík Facebook/Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Grindavík vann sextán stiga sigur á Vestra í HS-Orku höllinni í kvöld. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var afar ánægður með að byrja á sigri í sínum fyrsta leik sem nýr þjálfari Grindavíkur. „Það er mjög gaman að vera mættur aftur og er afar mikilvægt að byrja á sigri,“ sagði Sverrir um endurkomuna í Grindavík. Vestri byrjaði leikinn betur en Grindavík vann sig inn í leikinn og missti aldrei forskotið lengra niður en sex stig sem Sverrir var þó svekktur með. „Við vorum slakir varnarlega í fyrsta leikhluta en við spiluðum betur í öðrum leikhluta. Eftir góða byrjun í seinni hálfleik fannst mér við vera kærulausir og misstum forskotið niður í sex stig sem ég var ekki ánægður með.“ Grindavík lék afar vel sóknarlega í þriðja leikhluta sem endaði með að heimamenn skoruðu 30 stig á tíu mínútum. „Mér fannst vörnin góð, það var gott flæði á boltanum og allir voru með á nótunum. Þeir dekkuðu Ivan Aurrecoechea vel en hann náði að koma boltanum frá sér sem skilaði sér í góðum skotum.“ „Vestri er líklegast á leiðinni niður í næst efstu deild og var þetta einfaldlega leikur sem við áttum að vinna en þeir eru með góða leikmenn og létu okkur hafa fyrir þessu í kvöld.“ Sverrir taldi sig vera með gott lið í höndunum en vildi þó ekki gefa út miklar yfirlýsingar heldur tekur hann einn leik í einu. „Grindavík hefur sýnt það í vetur að það eru fullt af góðum einstaklingum í liðinu og þegar skipulagið hefur verið að ganga upp þá hefur Grindavík verið að vinna toppliðin en svo hefur Grindavík einnig tapað fyrir Vestra og Þór Akureyri sem sýnir hversu slæma og góða daga þetta lið getur átt,“ sagði Sverrir um þakið á liðinu og hélt áfram. „Það er markmiðið hjá okkur þjálfarateyminu að reyna fá meiri stöðugleika í Grindavík og ef við náum því eigum við að geta tryggt okkur í úrslitakeppnina og gott sæti í deildinni. En ég ætla samt bara að taka einn leik í einu og er ég bara að velta fyrir mér næsta leik gegn Stjörnunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson að lokum. UMF Grindavík Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
„Það er mjög gaman að vera mættur aftur og er afar mikilvægt að byrja á sigri,“ sagði Sverrir um endurkomuna í Grindavík. Vestri byrjaði leikinn betur en Grindavík vann sig inn í leikinn og missti aldrei forskotið lengra niður en sex stig sem Sverrir var þó svekktur með. „Við vorum slakir varnarlega í fyrsta leikhluta en við spiluðum betur í öðrum leikhluta. Eftir góða byrjun í seinni hálfleik fannst mér við vera kærulausir og misstum forskotið niður í sex stig sem ég var ekki ánægður með.“ Grindavík lék afar vel sóknarlega í þriðja leikhluta sem endaði með að heimamenn skoruðu 30 stig á tíu mínútum. „Mér fannst vörnin góð, það var gott flæði á boltanum og allir voru með á nótunum. Þeir dekkuðu Ivan Aurrecoechea vel en hann náði að koma boltanum frá sér sem skilaði sér í góðum skotum.“ „Vestri er líklegast á leiðinni niður í næst efstu deild og var þetta einfaldlega leikur sem við áttum að vinna en þeir eru með góða leikmenn og létu okkur hafa fyrir þessu í kvöld.“ Sverrir taldi sig vera með gott lið í höndunum en vildi þó ekki gefa út miklar yfirlýsingar heldur tekur hann einn leik í einu. „Grindavík hefur sýnt það í vetur að það eru fullt af góðum einstaklingum í liðinu og þegar skipulagið hefur verið að ganga upp þá hefur Grindavík verið að vinna toppliðin en svo hefur Grindavík einnig tapað fyrir Vestra og Þór Akureyri sem sýnir hversu slæma og góða daga þetta lið getur átt,“ sagði Sverrir um þakið á liðinu og hélt áfram. „Það er markmiðið hjá okkur þjálfarateyminu að reyna fá meiri stöðugleika í Grindavík og ef við náum því eigum við að geta tryggt okkur í úrslitakeppnina og gott sæti í deildinni. En ég ætla samt bara að taka einn leik í einu og er ég bara að velta fyrir mér næsta leik gegn Stjörnunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson að lokum.
UMF Grindavík Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira