Segir alla tapa á nýju skipulagi Útlendingastofnunar Smári Jökull Jónsson skrifar 5. mars 2022 20:38 Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir að nýtt skipulag talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, muni leiða til minni gæða, aukins kostnaðar, verri þjónustu og lengri málsmeðferðar. Vísir/Ernir Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir harðlega nýtt skipulag Útlendingastofnunar og dómsmálaráðuneytisins um talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hún segir alla tapa á nýju skipulagi. Í færslu sem Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, birtir á Facebook tjáir hún sig um auglýsingu um nýtt skipulag á talsmannaþjónustunni. Auglýsingin var birt á vef Útlendingastofnunar í gær. Guðríður Lára, sem er teymisstjóri teymis Rauða krossins um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að skipulagið sem kynnt var í gær sé í raun nákvæmlega sama skipulag og var við lýði áður en Rauði krossinn tók við málefninu árið 2014. Segir hún að það skipulag hafi ekki þótt gott. Hún segir að tímagjaldið hafi hækkað um 1000 krónur frá 2014 og sé enn það lægsta sem ríkið greiði fyrir vinnu lögfræðinga. „Þarna er líka hámark á tímafjölda sem ekki er í nokkrum takti við raunveruleikann en ekki var leitað til RKÍ, sem hefur sinnt þessu í bráðum sjö ár, þegar umræddur tímafjöldi var reiknaður út,“ skrifar Guðríður Lára. Þá segir hún að ekki virðist sem svo að gert sé ráð fyrir greiðslu á útlögðum kostnaði vegna túlkaþjónustu. „Þetta afhjúpar viðhorf þeirra sem ráða til verkefnisins og fólksins sem á allt sitt undir hér. Þessi tímamót eru dapurleg. Þetta skipulag mun að mínu mati leiða til minni gæða, stóraukins kostnaðar, verri þjónustu og lengri málsmeðferðar. Það tapa allir á þessu.“ Í febrúar kom fram að öllum lögfræðingum Rauða krossins hafi verið sagt upp störfum þar sem ekki væri búið að framlengja samning við dómsmálaráðuneytið. Þá sagði Guðríður Lára að það stæði til að Rauði krossinn tæki þátt í hugsanlegu útboði en það ylti á skilmálum útboðsins. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira
Í færslu sem Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, birtir á Facebook tjáir hún sig um auglýsingu um nýtt skipulag á talsmannaþjónustunni. Auglýsingin var birt á vef Útlendingastofnunar í gær. Guðríður Lára, sem er teymisstjóri teymis Rauða krossins um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að skipulagið sem kynnt var í gær sé í raun nákvæmlega sama skipulag og var við lýði áður en Rauði krossinn tók við málefninu árið 2014. Segir hún að það skipulag hafi ekki þótt gott. Hún segir að tímagjaldið hafi hækkað um 1000 krónur frá 2014 og sé enn það lægsta sem ríkið greiði fyrir vinnu lögfræðinga. „Þarna er líka hámark á tímafjölda sem ekki er í nokkrum takti við raunveruleikann en ekki var leitað til RKÍ, sem hefur sinnt þessu í bráðum sjö ár, þegar umræddur tímafjöldi var reiknaður út,“ skrifar Guðríður Lára. Þá segir hún að ekki virðist sem svo að gert sé ráð fyrir greiðslu á útlögðum kostnaði vegna túlkaþjónustu. „Þetta afhjúpar viðhorf þeirra sem ráða til verkefnisins og fólksins sem á allt sitt undir hér. Þessi tímamót eru dapurleg. Þetta skipulag mun að mínu mati leiða til minni gæða, stóraukins kostnaðar, verri þjónustu og lengri málsmeðferðar. Það tapa allir á þessu.“ Í febrúar kom fram að öllum lögfræðingum Rauða krossins hafi verið sagt upp störfum þar sem ekki væri búið að framlengja samning við dómsmálaráðuneytið. Þá sagði Guðríður Lára að það stæði til að Rauði krossinn tæki þátt í hugsanlegu útboði en það ylti á skilmálum útboðsins.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira