Anna Sigríður, sem er sitjandi bæjarfulltrúi, hefur verið oddviti Samfylkingarinnar síðan 2014. Annað sæti listans skipar Ólafur Óskarsson, varabæjarfulltrúi og kerfisfræðingur og í þriðja sæti situr Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt.
Samfylkingin hlaut tæplega 10% fylgi í bæjarstjórnarkosningunum í Mosfellsbæ árið 2018 og tapaði þá einum manni frá því í kosningunum árið 2014.
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir skipa meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.