Fótbolti

Viðar kom inn af bekknum í góðum sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viðar Ari Jónsson í landsleik Íslands og Síle 2017.
Viðar Ari Jónsson í landsleik Íslands og Síle 2017. Vísir/Getty

Viðar Ari Jónsson og félagar hans í Honvéd unnu góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Debrecen í ungversku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Viðar lék seinustu tíu mínútur leiksins, en það var Dominik Nagy sem kom Honvéd yfir eftir tuttugu mínútna leik. Bence Batik bætti öðru marki liðsins við stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Gestirnir jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik með mörkum frá Roland Ugrai og Dorian Babunski áður en Marko Petkovic kom Honvéd yfir á ný stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Það var svo Boubacar Traore sem gulltryggði sigur Honvéd með marki á lokamínútu leiksins. Lokatölur urðu því 4-2.

Honvéd og Debrecen eru nú hlið við hlið í sjöunda og áttunda sæti ungversku deildarinnar með 28 stig eftir 23 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×