„Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Snorri Másson, Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 6. mars 2022 22:00 Tvo daga í röð hefur ekki gengið að flytja íbúa frá hafnarborginni Mariupol. Hér sjást íbúar Irpin í úthverfi Kænugarðs yfirgefa borgina. Vísir/EPA Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. Lífið í Úkraínu er ógnvekjandi enda blasa sprengingar, angist og vosbúð við mörg hundruð þúsund íbúum þessa dagana. Og enginn er óhultur - ekki einu sinni fólk sem særst hefur í árásunum og dvelur á sjúkrahúsi í Maríupol og biður þess að árásunum fari að linna. Nóttin hafði, líkt og undanfarnar nætur, í för með sér enn frekari árásir og nú á nokkrar heilbrigðisstofnanir í Úkraínu, sem allar eru yfirfullar. Rétt er að vara við myndefni sem fylgir fréttinni hér fyrir neðan. Gerð var önnur tilraun til vopnahlés í Maríupol í dag með það að markmiði að forða allt að 200 þúsund íbúum úr borginni. Sú tilraun fór út um þúfur líkt og í gær og aðeins tókst að forða um 300 manns. Þá hafa harðar árásir geisað víðar en úkraínskar hersveitir telja Kænugarð vera aðalskotmark Rússa. „Það er rosaleg brunalykt í loftinu alls staðar þar sem þú kemur, hér inni í lestarstöðinni og allt í kring,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem býr í Kænugarði en rætt var við hann í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 Forseti Úkraínu hefur kallað eftir algjöru flugbanni yfir landinu. „Ef þið gerið það ekki, ef þið afhendið okkur að minnsta kosti ekki flugvélar svo við getum varið okkur drögum við aðeins eina ályktun af því: Þið viljið að við verðum drepin hægt og bítandi. Þetta er á ábyrgð stjórnmálamanna heimsins, vestrænna leiðtoga í dag og um alla framtíð,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, þar sem hann biðlaði eftir frekari aðstoð. Friðarviðræðum hefur ekkert miðað áfram og á meðan geisa hörmungarnar áfram. Þúsundir hafa verið lagðir til hinstu hvílu síðustu daga. „Fólk í Rússlandi trúir ekki hvað er í gangi“ Vladimír Pútín hefur sett lög í Rússlandi er varðar birtingu, það sem Rússar kalla, falsfrétta um stríðið í Úkraínu. Brot á þessum lögum getur varðað allt að fimmtán ára fangelsi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fái um stríðið séu mjög takmarkaðar. „Það hefur verið bent á að þær upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fær er í raun og veru það sem kemur frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. Strax í upphafi stríðs voru sett um það lög í landinu að það mætti eingöngu fjalla um þetta stríð með ákveðnum orðum. Það mætti ekki nota orðið árás, innrás eða stríð,“ sagði Sigríður Dögg í samtali við Snorra Másson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir „Fólk í Rússlandi margt hvert veit ekki einu sinni að það er stríð í gangi í Úkraínu og neitar að trúa því sem kemur fram í þeim fáu erlendu miðlum sem það hefur aðgang að. Nú hafa verið sett lög að það varðar fimmtán ára fangelsi að segja fréttir af stríðinu sem væru ekki þóknanlegar stjórnvöldum og þeim upplýsingum sem þær veita. Þar af leiðandi er ekki hægt að segja í Rússlandi hvað er í gangi,“ sagði Sigríður Dögg. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Lífið í Úkraínu er ógnvekjandi enda blasa sprengingar, angist og vosbúð við mörg hundruð þúsund íbúum þessa dagana. Og enginn er óhultur - ekki einu sinni fólk sem særst hefur í árásunum og dvelur á sjúkrahúsi í Maríupol og biður þess að árásunum fari að linna. Nóttin hafði, líkt og undanfarnar nætur, í för með sér enn frekari árásir og nú á nokkrar heilbrigðisstofnanir í Úkraínu, sem allar eru yfirfullar. Rétt er að vara við myndefni sem fylgir fréttinni hér fyrir neðan. Gerð var önnur tilraun til vopnahlés í Maríupol í dag með það að markmiði að forða allt að 200 þúsund íbúum úr borginni. Sú tilraun fór út um þúfur líkt og í gær og aðeins tókst að forða um 300 manns. Þá hafa harðar árásir geisað víðar en úkraínskar hersveitir telja Kænugarð vera aðalskotmark Rússa. „Það er rosaleg brunalykt í loftinu alls staðar þar sem þú kemur, hér inni í lestarstöðinni og allt í kring,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem býr í Kænugarði en rætt var við hann í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 Forseti Úkraínu hefur kallað eftir algjöru flugbanni yfir landinu. „Ef þið gerið það ekki, ef þið afhendið okkur að minnsta kosti ekki flugvélar svo við getum varið okkur drögum við aðeins eina ályktun af því: Þið viljið að við verðum drepin hægt og bítandi. Þetta er á ábyrgð stjórnmálamanna heimsins, vestrænna leiðtoga í dag og um alla framtíð,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, þar sem hann biðlaði eftir frekari aðstoð. Friðarviðræðum hefur ekkert miðað áfram og á meðan geisa hörmungarnar áfram. Þúsundir hafa verið lagðir til hinstu hvílu síðustu daga. „Fólk í Rússlandi trúir ekki hvað er í gangi“ Vladimír Pútín hefur sett lög í Rússlandi er varðar birtingu, það sem Rússar kalla, falsfrétta um stríðið í Úkraínu. Brot á þessum lögum getur varðað allt að fimmtán ára fangelsi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fái um stríðið séu mjög takmarkaðar. „Það hefur verið bent á að þær upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fær er í raun og veru það sem kemur frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. Strax í upphafi stríðs voru sett um það lög í landinu að það mætti eingöngu fjalla um þetta stríð með ákveðnum orðum. Það mætti ekki nota orðið árás, innrás eða stríð,“ sagði Sigríður Dögg í samtali við Snorra Másson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir „Fólk í Rússlandi margt hvert veit ekki einu sinni að það er stríð í gangi í Úkraínu og neitar að trúa því sem kemur fram í þeim fáu erlendu miðlum sem það hefur aðgang að. Nú hafa verið sett lög að það varðar fimmtán ára fangelsi að segja fréttir af stríðinu sem væru ekki þóknanlegar stjórnvöldum og þeim upplýsingum sem þær veita. Þar af leiðandi er ekki hægt að segja í Rússlandi hvað er í gangi,“ sagði Sigríður Dögg.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira