Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum Siggeir Ævarsson skrifar 6. mars 2022 21:50 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, segir að liðið hafi þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. Vísir/Bára Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. „Já, Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum. Þær voru að hitta skotunum sínum vel og notuðu spjaldið vel í þristunum [Jenný Geirdal setti tvo þrista spjaldið ofan í kvöld, innsk. blm]. En ég er fyrst og fremst ánægður með að við höfum náð sigri. Margt þó sem við vorum ekki að gera vel, sérstaklega varnarlega, og þurfum að bæta í næsta leik.“ Sóknarlega gat Bjarni þó ekki kvartað, þá sérstaklega þegar litið er til þáttar Helenu Sverrisdóttur, sem setti 27 stig í kvöld og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ég spurði Bjarna hvort hann gæti reiknað með svona frammistöðu frá henni í hverjum leik. „Jú jú. Hún er bara frábær skotmaður“ – sagði Bjarni og var augljóslega skemmt. „Nei nei. Ég er líka með aðra leikmenn sem geta tekið góða skotleiki en hún átti góðan skotleik í dag og hélt okkur eiginlega inni í leiknum á löngum köflum. Svo tóku aðrir við. Keira tók aðeins við í seinni hálfleik. Hún var nú hálf veik í dag en fann orku í seinni hálfleik til að hjálpa okkur og setti niður mikilvæg skot. En við erum með fullt af leikmönnum sem geta átt góða skotleiki þannig að það þarf ekki alltaf að vera sami leikmaðurinn.“ Það má kannski segja að þessi breidd sem Bjarni nefndi hér að ofan hafi skipt sköpum í lokin þegar Haukar keyrðu Grindvíkinga í kaf. „Já við svo sem leiddum allan tímann, þær náðu aldrei að komast yfir þó þær hafi minnkað þetta í fjögur stig. Við náðum svo forskoti aftur en þær náðu alltaf að koma til baka, sem er bara vel gert hjá þeim. En svo fundum við lausnir í lokin og náðum að klára þetta vel.“ Það hefur verið töluvert leikjaálag á Haukana síðustu vikur og Bjarni sagði að hópurinn væri vel stemmdur en eflaust feginn að eiga ekki leik aftur fyrr en á laugardaginn. „Ég held að það sé bara smá tilhlökkun í hópnum núna að við eigum ekki að spila leik aftur fyrr en á laugardaginn. Það hefur ekki gerst lengi. Við tökum okkur bara frí núna í 2-3 daga. Hvílum okkur og gerum eitthvað annað en að spila og hugsa um körfubolta. Svo er leikur við Fjölni á laugardaginn, stórleikur, og við hlökkum til þess verkefnis.“ Subway-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
„Já, Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum. Þær voru að hitta skotunum sínum vel og notuðu spjaldið vel í þristunum [Jenný Geirdal setti tvo þrista spjaldið ofan í kvöld, innsk. blm]. En ég er fyrst og fremst ánægður með að við höfum náð sigri. Margt þó sem við vorum ekki að gera vel, sérstaklega varnarlega, og þurfum að bæta í næsta leik.“ Sóknarlega gat Bjarni þó ekki kvartað, þá sérstaklega þegar litið er til þáttar Helenu Sverrisdóttur, sem setti 27 stig í kvöld og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ég spurði Bjarna hvort hann gæti reiknað með svona frammistöðu frá henni í hverjum leik. „Jú jú. Hún er bara frábær skotmaður“ – sagði Bjarni og var augljóslega skemmt. „Nei nei. Ég er líka með aðra leikmenn sem geta tekið góða skotleiki en hún átti góðan skotleik í dag og hélt okkur eiginlega inni í leiknum á löngum köflum. Svo tóku aðrir við. Keira tók aðeins við í seinni hálfleik. Hún var nú hálf veik í dag en fann orku í seinni hálfleik til að hjálpa okkur og setti niður mikilvæg skot. En við erum með fullt af leikmönnum sem geta átt góða skotleiki þannig að það þarf ekki alltaf að vera sami leikmaðurinn.“ Það má kannski segja að þessi breidd sem Bjarni nefndi hér að ofan hafi skipt sköpum í lokin þegar Haukar keyrðu Grindvíkinga í kaf. „Já við svo sem leiddum allan tímann, þær náðu aldrei að komast yfir þó þær hafi minnkað þetta í fjögur stig. Við náðum svo forskoti aftur en þær náðu alltaf að koma til baka, sem er bara vel gert hjá þeim. En svo fundum við lausnir í lokin og náðum að klára þetta vel.“ Það hefur verið töluvert leikjaálag á Haukana síðustu vikur og Bjarni sagði að hópurinn væri vel stemmdur en eflaust feginn að eiga ekki leik aftur fyrr en á laugardaginn. „Ég held að það sé bara smá tilhlökkun í hópnum núna að við eigum ekki að spila leik aftur fyrr en á laugardaginn. Það hefur ekki gerst lengi. Við tökum okkur bara frí núna í 2-3 daga. Hvílum okkur og gerum eitthvað annað en að spila og hugsa um körfubolta. Svo er leikur við Fjölni á laugardaginn, stórleikur, og við hlökkum til þess verkefnis.“
Subway-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03