Framlengingin: Er Milka í besta fimm manna liði Keflavíkur? Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 23:30 Sigurður Orri Kristjánsson, Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson fóru um víðan völl í Framlengingunni. Stöð 2 Sport Framlengingin var á sínum stað í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi þar sem stjórnandi þáttarins, Sigurður Orri Kristjánsson, og sérfræðingarnir fóru um víðan völl. Sérfræðingar þáttarins voru þeir Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson og þeir hófu leik á því að ræða um hæga miðherja Njarðvíkurliðsins. Þegar þeir höfðu lokið sér af í þeirri umræðu spurði Sigurður Orri þá félaga hvort að Dominykas Milka væri í besta fimm manna liði Keflavíkur. „Nei, ég meina, ekki í dag,“ sagði Sævar eftir langa þögn. „Bara því miður. Ég held að ég geti meira að segja snúið þessu upp í það að segja að ég er ekki einu sinni viss um að Hörður Axel sé í besta fimm manna liði Keflavíkur í dag.“ „Undir venjulegum kringumstæðum ættu þeir að vera það, en ekki í dag,“ bætti Sævar við. Matthías Orri var hins vegar ekki alveg sammála kollega sínum. „Já. Milka er alltaf í besta fimm manna liði Keflvíkinga,“ sagði Matthías. „Við vitum að hann er búinn að vera slakur. Slatti af því er örugglega á honum og slatti er kannski á Hjalta [þjálfara Keflvíkinga] og leikstíl, en hvern ætlarðu að setja inn í staðinn?“ „Ef þið ætlið að vera með Milka þá þurfið þið að nota hann eins vel og þið mögulega getið og reyna að fela hann varnarlega eins og þið getið.“ Sævar greip þá boltann á lofti og sagði að þó að hann væri sammála Matthíasi að mörgu leyti þá þyrfti Milka að sýna mun meira en hann hefur verið að gera ef Keflvíkingar ætla sér að vinna einhvern titil. „Það er bara ekki hægt að fela hann varnarlega eins og var gert í fyrra af því að það er enginn í liðinu með sprengju eins og Deane Williams var með,“ sagði Sævar. „Ef að Keflvík ætlar sér einhverntíman að vinna titil - sem að ég held að séu kannski svona tíu prósent líkur á í dag - þá þarf Milka að vera með A-leikinn sinn upp á 9,5.“ Klippa: KBK: Framlenging Eftir að þessari umræðu var lokið veltu strákarnir fyrir sér hvort að eitthvað lið væri mögulega betra í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni, þeir ræddu um Kristinn Pálsson, leikmann Grindavíkur, og að lokum hvaða lið verðandi deildarmeistarar myndu vilja mæta í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Sérfræðingar þáttarins voru þeir Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson og þeir hófu leik á því að ræða um hæga miðherja Njarðvíkurliðsins. Þegar þeir höfðu lokið sér af í þeirri umræðu spurði Sigurður Orri þá félaga hvort að Dominykas Milka væri í besta fimm manna liði Keflavíkur. „Nei, ég meina, ekki í dag,“ sagði Sævar eftir langa þögn. „Bara því miður. Ég held að ég geti meira að segja snúið þessu upp í það að segja að ég er ekki einu sinni viss um að Hörður Axel sé í besta fimm manna liði Keflavíkur í dag.“ „Undir venjulegum kringumstæðum ættu þeir að vera það, en ekki í dag,“ bætti Sævar við. Matthías Orri var hins vegar ekki alveg sammála kollega sínum. „Já. Milka er alltaf í besta fimm manna liði Keflvíkinga,“ sagði Matthías. „Við vitum að hann er búinn að vera slakur. Slatti af því er örugglega á honum og slatti er kannski á Hjalta [þjálfara Keflvíkinga] og leikstíl, en hvern ætlarðu að setja inn í staðinn?“ „Ef þið ætlið að vera með Milka þá þurfið þið að nota hann eins vel og þið mögulega getið og reyna að fela hann varnarlega eins og þið getið.“ Sævar greip þá boltann á lofti og sagði að þó að hann væri sammála Matthíasi að mörgu leyti þá þyrfti Milka að sýna mun meira en hann hefur verið að gera ef Keflvíkingar ætla sér að vinna einhvern titil. „Það er bara ekki hægt að fela hann varnarlega eins og var gert í fyrra af því að það er enginn í liðinu með sprengju eins og Deane Williams var með,“ sagði Sævar. „Ef að Keflvík ætlar sér einhverntíman að vinna titil - sem að ég held að séu kannski svona tíu prósent líkur á í dag - þá þarf Milka að vera með A-leikinn sinn upp á 9,5.“ Klippa: KBK: Framlenging Eftir að þessari umræðu var lokið veltu strákarnir fyrir sér hvort að eitthvað lið væri mögulega betra í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni, þeir ræddu um Kristinn Pálsson, leikmann Grindavíkur, og að lokum hvaða lið verðandi deildarmeistarar myndu vilja mæta í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira