Adda Bára Sigfúsdóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2022 08:29 Adda Bára Sigfúsdóttir lést að morgni laugardagsins 5. mars. Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur, fyrrverandi borgarfulltrúi og varaformaður Alþýðubandalagsins er látin, 95 ára að aldri. Hún lést að morgni 5. mars á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Frá þessu segir í tilkynningu frá aðstandendum Öddu Báru. „Adda Bára var fædd í Reykjavík 30. desember árið 1926. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1946, önnur tveggja kvenna úr stærðfræðideild. Veturinn 1946 til 47 las hún eðlisfræði og stærðfræði við Háskóla Íslands en hélt síðan til Óslóar og lauk þar embættisprófi í veðurfræði 1953. Að námi loknu hóf hún störf við Veðurstofu Íslands og var deildarstjóri veðurfarsdeildar frá 1953 til 1988. Síðan vann hún að rannsóknum og úrvinnslu veðurfarsgagna við Veðurstofuna til 1998, og sá meðal annars lengi um útgáfu tímaritsins Veðursins. Rannsóknir hennar á úrkomu og úrkomudreifingu eru þekktar og Íslandskort hennar af meðalúrkomu áranna 1931 til 1960 var fyrsta heildstæða úrkomukortið sem gert var af landinu öllu. Adda Bára haslaði sér snemma völl á hinum pólitíska vettvangi. Hún var formaður Æskulýðsfylkingarinnar 1955 til 1956 og varaþingmaður Reykvíkinga 1957. Hún sat í borgarstjórn frá 1962 til 1966 og aftur frá 1970 til 1986 og tók þátt í sögulegum sigri vinstri flokkanna í kosningum 1978. Adda Bára var varaformaður Alþýðubandalagsins frá því að flokkurinn var stofnaður með því nafni árið 1968 og allt til 1974. Adda Bára sat í ótal nefndum og ráðum sem verða ekki talin upp hér. Hún varð fyrst til að gegna formlegu starfi aðstoðarmanns ráðherra á Íslandi þegar Magnús Kjartansson heilbrigðisráðherra réði hana sér til aðstoðar haustið 1971. Þá höfðu lög sem heimiluðu ráðningu aðstoðarmanna verið í gildi í eitt og hálft ár. Þessu starfi gegndi hún til 1974. Adda Bára tók þátt í stofnun Félags einstæðra foreldra árið 1969 og sat í fyrstu stjórn þess. Hún lét jafnréttismál alltaf til sín taka og beitti áhrifum sínum i þágu kvenna bæði í heilbrigðisráðuneytinu og borgarstjórn, auk þess að sitja í stjórn Kvenréttindafélagsins um tíma. Adda Bára giftist Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi, rithöfundi og blaðamanni árið 1956. Bjarni lést árið 1968. Þau eignuðust tvo syni; Sigfús og Kolbein. Adda Bára á sjö barnabörn og barnabarnabörnin eru orðin fimm.“ Andlát Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá aðstandendum Öddu Báru. „Adda Bára var fædd í Reykjavík 30. desember árið 1926. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1946, önnur tveggja kvenna úr stærðfræðideild. Veturinn 1946 til 47 las hún eðlisfræði og stærðfræði við Háskóla Íslands en hélt síðan til Óslóar og lauk þar embættisprófi í veðurfræði 1953. Að námi loknu hóf hún störf við Veðurstofu Íslands og var deildarstjóri veðurfarsdeildar frá 1953 til 1988. Síðan vann hún að rannsóknum og úrvinnslu veðurfarsgagna við Veðurstofuna til 1998, og sá meðal annars lengi um útgáfu tímaritsins Veðursins. Rannsóknir hennar á úrkomu og úrkomudreifingu eru þekktar og Íslandskort hennar af meðalúrkomu áranna 1931 til 1960 var fyrsta heildstæða úrkomukortið sem gert var af landinu öllu. Adda Bára haslaði sér snemma völl á hinum pólitíska vettvangi. Hún var formaður Æskulýðsfylkingarinnar 1955 til 1956 og varaþingmaður Reykvíkinga 1957. Hún sat í borgarstjórn frá 1962 til 1966 og aftur frá 1970 til 1986 og tók þátt í sögulegum sigri vinstri flokkanna í kosningum 1978. Adda Bára var varaformaður Alþýðubandalagsins frá því að flokkurinn var stofnaður með því nafni árið 1968 og allt til 1974. Adda Bára sat í ótal nefndum og ráðum sem verða ekki talin upp hér. Hún varð fyrst til að gegna formlegu starfi aðstoðarmanns ráðherra á Íslandi þegar Magnús Kjartansson heilbrigðisráðherra réði hana sér til aðstoðar haustið 1971. Þá höfðu lög sem heimiluðu ráðningu aðstoðarmanna verið í gildi í eitt og hálft ár. Þessu starfi gegndi hún til 1974. Adda Bára tók þátt í stofnun Félags einstæðra foreldra árið 1969 og sat í fyrstu stjórn þess. Hún lét jafnréttismál alltaf til sín taka og beitti áhrifum sínum i þágu kvenna bæði í heilbrigðisráðuneytinu og borgarstjórn, auk þess að sitja í stjórn Kvenréttindafélagsins um tíma. Adda Bára giftist Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi, rithöfundi og blaðamanni árið 1956. Bjarni lést árið 1968. Þau eignuðust tvo syni; Sigfús og Kolbein. Adda Bára á sjö barnabörn og barnabarnabörnin eru orðin fimm.“
Andlát Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira