Unga fólkið aftur heim í Múlaþing Guðný Lára Guðrúnardóttir skrifar 7. mars 2022 09:01 Nú horfum við á þá staðreynd að ungt fólk er ekki endilega að koma aftur heim eftir að námi þeirra líkur. Fólk flyst suður til höfuðborgarinnar til að ná sér í menntun sem passar þeirra áhugasviði en kemur ekki endilega heim með þá menntun. Hver er ástæðan? Maður gerir sér í hugarlund hvað stendur í vegi fyrir því að unga fólkið okkar komi aftur heim, mögulega erum við að horfa á of lítið framboð atvunnutækifæra eða fjölbreytni í atvinnulífinu. Við vitum nú að það er alltaf eitt stórt verkefni að námi loknu að afla sér reynslu í atvinnulífinu í tengslum við það nám sem varð fyrir valinu. Eru það kannski óstöðugir innviðir eða ekki nægilegt framboð í þjónustu á svæðinu. Ég tel að allt þetta haldist fast í hendur, innviðir og atvinnumálin. Það er Múlaþingi til hagsbóta að finna lausn á málinu og að laða unga fólkið aftur heim. Með unga fólkinu kemur kraftur og nýsköpun sem þannig gætu ýtt undir fleiri tækifæri í atvinnulífinu. Ein lausn hefur verið það samstarf sem verið er að setja á laggirnar við háskóla í Skotlandi sem ber nafnið University of Highlands and Islands, það mun bæta við námsúrval á háskólastigi á svæðinu, en það verður að halda rétt á spilunum og passa að menntunin nýtist atvinnulífinu , þannig að samstarf á milli skólans og sveitarfélagsins skili sér í því að einstaklingar geti nýtt námið á svæðinu að námstíma loknum. Rannsóknir sýna að einn af lykilþáttum í vexti og viðgangi landssvæða í nútímasamfélögum er samstarf háskóla og atvinnulífs. Með auknu samstarfi háskólans og sveitarfélagsins getum við náð að auka hagvöxt á svæðinu og nýta sóknarfærin. Í Múlaþingi er gott að búa, það er stutt í útivistar paradísar úr öllum áttum og menningin og umhverfið er ákveðin sérstaða hjá okkur. Margt gott er hægt að segja um ágæti þess að búa hér og eflaust eru fleiri sem myndu kjósa að búa hér ef tækifærin væru fleiri. Foreldrar, afar, ömmur og ættingjar vilja allir sjá fólkið sitt nær sér. Að það sé eitthvað sem standi í vegi fyrir því að fólk kjósi að koma aftur heim og setjast hér niður er þróun sem við viljum snúa við. Ég brenn fyrir þessu málefni, því ég sem móðir vil að börnin mín fái sömu tækifæri og annarstaðar þar sem framboð er meira, hvað varðar menntaveg, atvinnutækifæri og fleira. Við þurfum að eyða þessari óvissu með metnaðarfullri framtíðarsýn og skýrri stefnumótun sveitarfélagsins í heild. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og sækist eftir 3. sæti listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Múlaþing Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Nú horfum við á þá staðreynd að ungt fólk er ekki endilega að koma aftur heim eftir að námi þeirra líkur. Fólk flyst suður til höfuðborgarinnar til að ná sér í menntun sem passar þeirra áhugasviði en kemur ekki endilega heim með þá menntun. Hver er ástæðan? Maður gerir sér í hugarlund hvað stendur í vegi fyrir því að unga fólkið okkar komi aftur heim, mögulega erum við að horfa á of lítið framboð atvunnutækifæra eða fjölbreytni í atvinnulífinu. Við vitum nú að það er alltaf eitt stórt verkefni að námi loknu að afla sér reynslu í atvinnulífinu í tengslum við það nám sem varð fyrir valinu. Eru það kannski óstöðugir innviðir eða ekki nægilegt framboð í þjónustu á svæðinu. Ég tel að allt þetta haldist fast í hendur, innviðir og atvinnumálin. Það er Múlaþingi til hagsbóta að finna lausn á málinu og að laða unga fólkið aftur heim. Með unga fólkinu kemur kraftur og nýsköpun sem þannig gætu ýtt undir fleiri tækifæri í atvinnulífinu. Ein lausn hefur verið það samstarf sem verið er að setja á laggirnar við háskóla í Skotlandi sem ber nafnið University of Highlands and Islands, það mun bæta við námsúrval á háskólastigi á svæðinu, en það verður að halda rétt á spilunum og passa að menntunin nýtist atvinnulífinu , þannig að samstarf á milli skólans og sveitarfélagsins skili sér í því að einstaklingar geti nýtt námið á svæðinu að námstíma loknum. Rannsóknir sýna að einn af lykilþáttum í vexti og viðgangi landssvæða í nútímasamfélögum er samstarf háskóla og atvinnulífs. Með auknu samstarfi háskólans og sveitarfélagsins getum við náð að auka hagvöxt á svæðinu og nýta sóknarfærin. Í Múlaþingi er gott að búa, það er stutt í útivistar paradísar úr öllum áttum og menningin og umhverfið er ákveðin sérstaða hjá okkur. Margt gott er hægt að segja um ágæti þess að búa hér og eflaust eru fleiri sem myndu kjósa að búa hér ef tækifærin væru fleiri. Foreldrar, afar, ömmur og ættingjar vilja allir sjá fólkið sitt nær sér. Að það sé eitthvað sem standi í vegi fyrir því að fólk kjósi að koma aftur heim og setjast hér niður er þróun sem við viljum snúa við. Ég brenn fyrir þessu málefni, því ég sem móðir vil að börnin mín fái sömu tækifæri og annarstaðar þar sem framboð er meira, hvað varðar menntaveg, atvinnutækifæri og fleira. Við þurfum að eyða þessari óvissu með metnaðarfullri framtíðarsýn og skýrri stefnumótun sveitarfélagsins í heild. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og sækist eftir 3. sæti listans.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar