Bæjarfulltrúi dregur framboð sitt skyndilega til baka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 14:23 Guðmundur Gísli Geirdal er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stefndi á áframhaldandi starf í bæjarpólitíkinni. Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, hefur ákveðið að draga framboð sitt í prófkjöri flokksins til baka. Hann vísar til persónulegra ástæðna. „Já, það er rétt,“ segir Guðmundur Gísli í samtali við fréttastofu. Aðspurður um ástæðuna segir hann ekki tímabært að greina frá því núna. Guðmundur bauð fram krafta sína í þriðja sæti listans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri en einn kvenkyns bæjarfulltrúi gert athugasemd við hegðun Guðmundar. Í kjölfar uppákomu á viðburði sem bæjarfulltrúar og starfsmenn sóttu í nóvember barst kvörtun til Sjálfstæðisflokksins. Var málið tekið til skoðunar hjá flokknum og sett í hendur ráðgjafarstofunnar Attentus samkvæmt viðbragðsáætlun flokksins. Var meðal annars rætt við Guðmund, þolanda og vitni í málinu og skilaði Attentus skýrslunni fyrir helgi. Var niðurstaðan sú að Guðmundur hefði gerst sekur um hegðun sem flokka ætti sem kynferðislega áreitni og ofbeldi. Aðspurður út í þessa úttekt segist Guðmundur ekki ætla að tjá sig um málið af tillitsemi við annað fólk. Þá segist hann ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvort hann sitji út kjörtímabilið eða ekki. „Ég á eftir að ákveða það,“ segir Guðmundur Gísli. Þá vildi Guðmundur ekki fara nákvæmlega út í það hvenær hann tók ákvörðunina eða tilkynnti hana til Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðunin hafi ekki verið tekin skyndilega heldur hafi hann velt henni fyrir sér í einhvern tíma. Helgi Magnússon er formaður fulltrúarráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ekki einu sinni staðfesta að frambjóðandi hefði dregið sig úr prófkjörinu. Hann væri í fríi erlendis og raun tilviljun að blaðamaður hefði náð í gegn til hans vegna stopuls símasambands. Hann gat ekki vísað á neinn annan hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi sem gæti svarað spurningum er varðaði prófkjörið. Hann hefði verið erlendis frá 18. febrúar en væntanlegur aftur á miðvikudagskvöld. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá flokknum hófst þann 21. febrúar og stendur til 11. mars. Kjörstaðir verða svo opnaðir á laugardaginn klukkan 10 og verður opið til klukkan 18. Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06 Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
„Já, það er rétt,“ segir Guðmundur Gísli í samtali við fréttastofu. Aðspurður um ástæðuna segir hann ekki tímabært að greina frá því núna. Guðmundur bauð fram krafta sína í þriðja sæti listans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri en einn kvenkyns bæjarfulltrúi gert athugasemd við hegðun Guðmundar. Í kjölfar uppákomu á viðburði sem bæjarfulltrúar og starfsmenn sóttu í nóvember barst kvörtun til Sjálfstæðisflokksins. Var málið tekið til skoðunar hjá flokknum og sett í hendur ráðgjafarstofunnar Attentus samkvæmt viðbragðsáætlun flokksins. Var meðal annars rætt við Guðmund, þolanda og vitni í málinu og skilaði Attentus skýrslunni fyrir helgi. Var niðurstaðan sú að Guðmundur hefði gerst sekur um hegðun sem flokka ætti sem kynferðislega áreitni og ofbeldi. Aðspurður út í þessa úttekt segist Guðmundur ekki ætla að tjá sig um málið af tillitsemi við annað fólk. Þá segist hann ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvort hann sitji út kjörtímabilið eða ekki. „Ég á eftir að ákveða það,“ segir Guðmundur Gísli. Þá vildi Guðmundur ekki fara nákvæmlega út í það hvenær hann tók ákvörðunina eða tilkynnti hana til Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðunin hafi ekki verið tekin skyndilega heldur hafi hann velt henni fyrir sér í einhvern tíma. Helgi Magnússon er formaður fulltrúarráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ekki einu sinni staðfesta að frambjóðandi hefði dregið sig úr prófkjörinu. Hann væri í fríi erlendis og raun tilviljun að blaðamaður hefði náð í gegn til hans vegna stopuls símasambands. Hann gat ekki vísað á neinn annan hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi sem gæti svarað spurningum er varðaði prófkjörið. Hann hefði verið erlendis frá 18. febrúar en væntanlegur aftur á miðvikudagskvöld. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá flokknum hófst þann 21. febrúar og stendur til 11. mars. Kjörstaðir verða svo opnaðir á laugardaginn klukkan 10 og verður opið til klukkan 18.
Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06 Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06
Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43