Vaktin: Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og fleiri loka í Rússlandi Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 8. mars 2022 23:00 Rússar gæða sér á McDonalds í Moskvu. EPA/MAXIM SHIPENKOV Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn nokkurra stórra alþjóðlegra fyrirtækja tilkynntu að starfsemi fyrirtækanna yrði stöðvuð eða takmörkuð í Rússlandi. Þar á meðal eru Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og Starbucks. Vladimír Pútín er ekki klikkaður. Það er samkvæmt William J. Burns, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Burns ræddi við meðlimi leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag um hugarástand Pútíns. Pólverjar ætla að senda orrustuþotur til Þýskalands en þaðan munu Bandaríkjamenn koma þeim til Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði breska þingmenn í þingsal í dag, fyrstur erlendra þjóðarleiðtoga og hét því að berjast til hins síðasta. Þá óskaði hann eftir frekari aðstoð Breta. Úkraínski herinn segir að verulega hafi hægt á sókn rússneskra hersveita. Harðir bardagar standi þó enn yfir víða í landinu. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 474 almennir borgarar hafi farist frá því að innrásin hófst 24. febrúar. Fjölgar þeim látnu um 68 milli daga. Þá er talið að minnst 861 almennur borgari hafi særst í átökunum. Bandaríkjaforseti kynnti í dag innflutningsbann á olíu frá Rússlandi. Bretar hyggjast fasa út olíuinnflutningi frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Ríki Evrópusambandsins stefna að því að minnka gasinnflutning frá ríkinu um 66% fyrir lok 2022. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi misst tvö til fjögur þúsund hermenn í stríðinu í Úkraínu. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War spáir því að Rússar muni láta til skarar skríða gegn Kænugarði einhvern tímann á næstu fjórum dögum. Rússneskar hersveitir hafi safnast saman austur, norðvestur og vestur af borginni. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Helstu tíðindi: Forsvarsmenn nokkurra stórra alþjóðlegra fyrirtækja tilkynntu að starfsemi fyrirtækanna yrði stöðvuð eða takmörkuð í Rússlandi. Þar á meðal eru Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og Starbucks. Vladimír Pútín er ekki klikkaður. Það er samkvæmt William J. Burns, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Burns ræddi við meðlimi leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag um hugarástand Pútíns. Pólverjar ætla að senda orrustuþotur til Þýskalands en þaðan munu Bandaríkjamenn koma þeim til Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði breska þingmenn í þingsal í dag, fyrstur erlendra þjóðarleiðtoga og hét því að berjast til hins síðasta. Þá óskaði hann eftir frekari aðstoð Breta. Úkraínski herinn segir að verulega hafi hægt á sókn rússneskra hersveita. Harðir bardagar standi þó enn yfir víða í landinu. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 474 almennir borgarar hafi farist frá því að innrásin hófst 24. febrúar. Fjölgar þeim látnu um 68 milli daga. Þá er talið að minnst 861 almennur borgari hafi særst í átökunum. Bandaríkjaforseti kynnti í dag innflutningsbann á olíu frá Rússlandi. Bretar hyggjast fasa út olíuinnflutningi frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Ríki Evrópusambandsins stefna að því að minnka gasinnflutning frá ríkinu um 66% fyrir lok 2022. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi misst tvö til fjögur þúsund hermenn í stríðinu í Úkraínu. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War spáir því að Rússar muni láta til skarar skríða gegn Kænugarði einhvern tímann á næstu fjórum dögum. Rússneskar hersveitir hafi safnast saman austur, norðvestur og vestur af borginni. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira