Roland sleppir ekki símanum og vonar að leikmennirnir hans lifi þetta af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2022 08:31 Roland Eradze við hlið dóttur sinnar Mariam og með símann sinn í höndinni. S2 Sport Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er kominn heim til Íslands en hann þurfti að skilja við leikmenn sína úti í Úkraínu. Eradze er aðstoðarþjálfari HC Motor sem kemur frá borginni Zaporizhzhia í Úkraínu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Roland og dóttur hans Mariam og spurði hann meðal annars út í liðið hans og leikmennina sem flestir eru enn í Úkraínu. Mjög góðir náungar í liðinu „Við erum með mjög góða náunga í liðinu og ég er mjög stoltur að vera hluti af þessu liði. Það eru menn frá mörgum þjóðum í liðinu. Ég er Georgíumaður, það eru Rússar, Hvít-Rússar, Spánverjar og Króatar í liðinu en við höfum staðið saman allan þennan tíma,“ sagði Roland Eradze. „Það var enginn að segja: Þú ert Rússi og herinn ykkar er að senda sprengja sínar hingað eða að þú ert Hvít-Rússi. Þetta eru bara ótrúlega kringumstæður,“ sagði Eradze en hvernig var þetta fyrir Rússana í liðinu? Klippa: Roland Eradze um leikmennina og liðið sitt Ég sá hvað þeim leið illa „Það var mjög slæmt. Ég sá á þeim hvað þeim leið illa eins og þeir hefðu gert eitthvað slæmt. Þeir voru að reyna að sýna öllum að þeir stæðu með okkur og þetta væri bara Pútín. Þetta var því mjög erfitt fyrir þá,“ sagði Roland. „Þeir voru að reyna að veita hverjum öðrum stuðning. Menn voru að hringjast á og minna menn á það að þessi hópur stæði saman,“ sagði Roland sem vill að þeim sökum líta af símanum sínum því það væri alltaf von á skilaboðum. „Já, síminn er alltaf við höndina og hefur verið þannig síðustu tíu daga. Maður er alltaf með símann að bíða eftir nýjustu upplýsingunum,“ sagði Roland. Leikmenn hans í úkraínska hernum „Í sambandi við leikmennina í liðinu þá eru einhverjir farnir til sín heima en einhverjir eru enn á landamærunum við Pólland. Úkraínsku leikmennirnir eru enn í Zaporizhzhia að hjálpa hernum eða fólkinu sem sjálfboðaliðar,“ sagði Roland. „Ég er ekki mikið að hugsa um þá í hernum en ég óska þess að það sé í lagi með þá og að þeir lifi þetta af. Síðustu tvö árin þá hefur þessi hópur verið meira en bara lið heldur meira eins og fjölskylda. Við vorum saman í sex tíma á hverjum degi,“ sagði Roland. Þekkir börn og jafnvel foreldra leikmanna vel „Ég þekki fjölskyldur og börn allra leikmannanna. Ég líka foreldra sumra. Við í þessu liði erum mjög nánir. Núna óttast ég að eitthvað muni gerast fyrir suma þeirra en ég vil helst ekki hugsa um slíkt,“ sagði Roland. „Ég vona bara að það verði friður,“ sagði Roland en dóttir hans Mariam Eradze sagði aðeins frá því hvernig pabbi hennar er búinn að vera síðan hann kom þeim. Var lengi í faðmi föður síns „Þungur en þótt að hann sé kannski ekki í eins góðu skapi og hann myndi annars vera þá vorum við mjög glöð að sjá hvort annað. Það var einhver tími þar sem maður var bara í fanginu á honum,“ sagði Mariam. „Ég veit að hann er að reyna að vera glaður og ánægður með að vera hérna en hann dettur alveg inn í það að vera í símanum og fylgjast með fréttunum. Vitandi af því að strákarnir hans eru þarna. Þetta er ákveðin fjölskylda sem er búið að búa til þarna. Þetta liggur þungt á honum,“ sagði Mariam. Innrás Rússa í Úkraínu Handbolti Tengdar fréttir Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 19:15 „Þeim er alveg sama hvað þeir sprengja, þetta eru villimenn“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi þjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 16:01 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Roland og dóttur hans Mariam og spurði hann meðal annars út í liðið hans og leikmennina sem flestir eru enn í Úkraínu. Mjög góðir náungar í liðinu „Við erum með mjög góða náunga í liðinu og ég er mjög stoltur að vera hluti af þessu liði. Það eru menn frá mörgum þjóðum í liðinu. Ég er Georgíumaður, það eru Rússar, Hvít-Rússar, Spánverjar og Króatar í liðinu en við höfum staðið saman allan þennan tíma,“ sagði Roland Eradze. „Það var enginn að segja: Þú ert Rússi og herinn ykkar er að senda sprengja sínar hingað eða að þú ert Hvít-Rússi. Þetta eru bara ótrúlega kringumstæður,“ sagði Eradze en hvernig var þetta fyrir Rússana í liðinu? Klippa: Roland Eradze um leikmennina og liðið sitt Ég sá hvað þeim leið illa „Það var mjög slæmt. Ég sá á þeim hvað þeim leið illa eins og þeir hefðu gert eitthvað slæmt. Þeir voru að reyna að sýna öllum að þeir stæðu með okkur og þetta væri bara Pútín. Þetta var því mjög erfitt fyrir þá,“ sagði Roland. „Þeir voru að reyna að veita hverjum öðrum stuðning. Menn voru að hringjast á og minna menn á það að þessi hópur stæði saman,“ sagði Roland sem vill að þeim sökum líta af símanum sínum því það væri alltaf von á skilaboðum. „Já, síminn er alltaf við höndina og hefur verið þannig síðustu tíu daga. Maður er alltaf með símann að bíða eftir nýjustu upplýsingunum,“ sagði Roland. Leikmenn hans í úkraínska hernum „Í sambandi við leikmennina í liðinu þá eru einhverjir farnir til sín heima en einhverjir eru enn á landamærunum við Pólland. Úkraínsku leikmennirnir eru enn í Zaporizhzhia að hjálpa hernum eða fólkinu sem sjálfboðaliðar,“ sagði Roland. „Ég er ekki mikið að hugsa um þá í hernum en ég óska þess að það sé í lagi með þá og að þeir lifi þetta af. Síðustu tvö árin þá hefur þessi hópur verið meira en bara lið heldur meira eins og fjölskylda. Við vorum saman í sex tíma á hverjum degi,“ sagði Roland. Þekkir börn og jafnvel foreldra leikmanna vel „Ég þekki fjölskyldur og börn allra leikmannanna. Ég líka foreldra sumra. Við í þessu liði erum mjög nánir. Núna óttast ég að eitthvað muni gerast fyrir suma þeirra en ég vil helst ekki hugsa um slíkt,“ sagði Roland. „Ég vona bara að það verði friður,“ sagði Roland en dóttir hans Mariam Eradze sagði aðeins frá því hvernig pabbi hennar er búinn að vera síðan hann kom þeim. Var lengi í faðmi föður síns „Þungur en þótt að hann sé kannski ekki í eins góðu skapi og hann myndi annars vera þá vorum við mjög glöð að sjá hvort annað. Það var einhver tími þar sem maður var bara í fanginu á honum,“ sagði Mariam. „Ég veit að hann er að reyna að vera glaður og ánægður með að vera hérna en hann dettur alveg inn í það að vera í símanum og fylgjast með fréttunum. Vitandi af því að strákarnir hans eru þarna. Þetta er ákveðin fjölskylda sem er búið að búa til þarna. Þetta liggur þungt á honum,“ sagði Mariam.
Innrás Rússa í Úkraínu Handbolti Tengdar fréttir Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 19:15 „Þeim er alveg sama hvað þeir sprengja, þetta eru villimenn“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi þjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 16:01 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Sjá meira
Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 19:15
„Þeim er alveg sama hvað þeir sprengja, þetta eru villimenn“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi þjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 16:01