Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Roland og dóttur hans Mariam og spurði hann meðal annars út í liðið hans og leikmennina sem flestir eru enn í Úkraínu.
Mjög góðir náungar í liðinu
„Við erum með mjög góða náunga í liðinu og ég er mjög stoltur að vera hluti af þessu liði. Það eru menn frá mörgum þjóðum í liðinu. Ég er Georgíumaður, það eru Rússar, Hvít-Rússar, Spánverjar og Króatar í liðinu en við höfum staðið saman allan þennan tíma,“ sagði Roland Eradze.
„Það var enginn að segja: Þú ert Rússi og herinn ykkar er að senda sprengja sínar hingað eða að þú ert Hvít-Rússi. Þetta eru bara ótrúlega kringumstæður,“ sagði Eradze en hvernig var þetta fyrir Rússana í liðinu?
Ég sá hvað þeim leið illa
„Það var mjög slæmt. Ég sá á þeim hvað þeim leið illa eins og þeir hefðu gert eitthvað slæmt. Þeir voru að reyna að sýna öllum að þeir stæðu með okkur og þetta væri bara Pútín. Þetta var því mjög erfitt fyrir þá,“ sagði Roland.
„Þeir voru að reyna að veita hverjum öðrum stuðning. Menn voru að hringjast á og minna menn á það að þessi hópur stæði saman,“ sagði Roland sem vill að þeim sökum líta af símanum sínum því það væri alltaf von á skilaboðum.
„Já, síminn er alltaf við höndina og hefur verið þannig síðustu tíu daga. Maður er alltaf með símann að bíða eftir nýjustu upplýsingunum,“ sagði Roland.
Leikmenn hans í úkraínska hernum
„Í sambandi við leikmennina í liðinu þá eru einhverjir farnir til sín heima en einhverjir eru enn á landamærunum við Pólland. Úkraínsku leikmennirnir eru enn í Zaporizhzhia að hjálpa hernum eða fólkinu sem sjálfboðaliðar,“ sagði Roland.
„Ég er ekki mikið að hugsa um þá í hernum en ég óska þess að það sé í lagi með þá og að þeir lifi þetta af. Síðustu tvö árin þá hefur þessi hópur verið meira en bara lið heldur meira eins og fjölskylda. Við vorum saman í sex tíma á hverjum degi,“ sagði Roland.
Þekkir börn og jafnvel foreldra leikmanna vel
„Ég þekki fjölskyldur og börn allra leikmannanna. Ég líka foreldra sumra. Við í þessu liði erum mjög nánir. Núna óttast ég að eitthvað muni gerast fyrir suma þeirra en ég vil helst ekki hugsa um slíkt,“ sagði Roland.
„Ég vona bara að það verði friður,“ sagði Roland en dóttir hans Mariam Eradze sagði aðeins frá því hvernig pabbi hennar er búinn að vera síðan hann kom þeim.
Var lengi í faðmi föður síns
„Þungur en þótt að hann sé kannski ekki í eins góðu skapi og hann myndi annars vera þá vorum við mjög glöð að sjá hvort annað. Það var einhver tími þar sem maður var bara í fanginu á honum,“ sagði Mariam.
„Ég veit að hann er að reyna að vera glaður og ánægður með að vera hérna en hann dettur alveg inn í það að vera í símanum og fylgjast með fréttunum. Vitandi af því að strákarnir hans eru þarna. Þetta er ákveðin fjölskylda sem er búið að búa til þarna. Þetta liggur þungt á honum,“ sagði Mariam.