Bjóða fundarlaun í leitinni að hinum belgíska Theo Hayez Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 11:45 Hinn belgíski Theo Hayez hvarf sporlaust í Byron Bay síðasta dag maímánaðar 2019. Lögregla í Ástralíu Þremur árum eftir að tilkynnt var um hvarf hins belgíska Theo Hayez í Ástralíu hafa yfirvöld í Nýju Suður-Wales boðið þeim sem kemur með upplýsingar sem leiðir til að málið upplýsist 500 þúsund ástralskra dala, um 50 milljónir króna. Sydney Morning Herald segir frá því að hinn átján ára Theo Hayez hafi horfið sporlaust í bakpokaferðalagi árið 2019, en síðast sást til hans fyrir utan næturklúbbinn Cheeky Monkey's í ástralska strandbænum Byron Bay. Hann klæddist þá svartri hettupeysu, ljósum buxum og svörtum skóm. Hayez hafði dvalið á farfuglaheimilinu WakeUp!, en starfsmenn þess tilkynntu um hvarfið í júní þegar hann hafði ekki tékkað út úr herberginu á settum tíma. Síðast sást til Theo Hayez fyrir utan næturklúbblinn Cheeky Monkey's í Byron Bay.EPA „Það eru nú liðin nærri þrjú ár frá hvarfi Theos og við teljum að þessi fundarlaun kunni að vera einn af síðustu möguleikum okkar til að fá svör við því hvað kom fyrir Theo,“ sagði Laurent Hayez í yfirlýsingu til blaðsins. Hann vonast til að hægt verði að fá upplýsingar um hvort Theo hafi verið með einhverjum aðfararnótt 31. maí 2019. Ein af þeim kenningum sem lögregla í Ástralíu hefur unnið eftir er að Theo Hayez hafi misst símann sinn í sjóinn og runnið til þar sem hann reyni að ná í hann. Honum hafi svo skolað á haf út. Sú kenning byggir á símarakningu frá Google, sem sýnir fram á að Hayez hafi farið óvenjulega leið eftir heimsóknina á næturklúbbinn. Eftir að hafa fylgt illa troðinni leið í gegnum gróðurvaxið svæði að Tallow Beach í austurhluta Cape Byron þá fór hann að bröttu og grónu svæði norður af ströndinni. Fjölskylda Hayez telur þó ólíklegt að hann hafi farið þessa leið einn síns liðs. Telur fjölskyldan að hann hafi verið í fylgd með einhverjum öðrum. Laurent Hayez, faðir Theo Hayez, ræðir við fjölmiðla.EPA Rannsókn lögreglu á málinu hefur einnig sætt nokkurri gagnrýni, en sama dag og tilkynnt var um fundarlaunin þá var birt úttekt á rannsókninni. Er þar bent á að lögreglumaðurinn sem hafi farið fyrir rannsókninni í upphafi, hafi verið mjög reynslulitill. Fyrstu tvo daga leitarinnar hafi hann leitt rannsóknina án þess að hafa fengið nauðsynlega þjálfun á tæki sem gátu hlaðið inn korta- og GPS-staðsetningargögn til að hægt væri að skipuleggja leit á réttum stöðum. Frá leitinni að Theo Hayez árið 2019.EPA Sjálfboðaliðar, sem þátt tóku í leitinni í upphafi, höfðu heldur engar upplýsingar um nákvæmt útlit þess sem leitað var að, höfðu ekki séð myndir af Hayez, og höfðu einungis fengið óljósar upplýsingar um útlit mannsins. Paul Toole, dómsmálaráðherra Nýju Suður-Wales, vonast til að hægt verði að leysa málið, nú þegar búið er að bjóða fundarlaun. „Sársaukinn að missa ástvin er nógu slæmur, en óvissan í tengslum við hvarfið eykur bara þann sársauka.“ Ástralía Belgía Erlend sakamál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sydney Morning Herald segir frá því að hinn átján ára Theo Hayez hafi horfið sporlaust í bakpokaferðalagi árið 2019, en síðast sást til hans fyrir utan næturklúbbinn Cheeky Monkey's í ástralska strandbænum Byron Bay. Hann klæddist þá svartri hettupeysu, ljósum buxum og svörtum skóm. Hayez hafði dvalið á farfuglaheimilinu WakeUp!, en starfsmenn þess tilkynntu um hvarfið í júní þegar hann hafði ekki tékkað út úr herberginu á settum tíma. Síðast sást til Theo Hayez fyrir utan næturklúbblinn Cheeky Monkey's í Byron Bay.EPA „Það eru nú liðin nærri þrjú ár frá hvarfi Theos og við teljum að þessi fundarlaun kunni að vera einn af síðustu möguleikum okkar til að fá svör við því hvað kom fyrir Theo,“ sagði Laurent Hayez í yfirlýsingu til blaðsins. Hann vonast til að hægt verði að fá upplýsingar um hvort Theo hafi verið með einhverjum aðfararnótt 31. maí 2019. Ein af þeim kenningum sem lögregla í Ástralíu hefur unnið eftir er að Theo Hayez hafi misst símann sinn í sjóinn og runnið til þar sem hann reyni að ná í hann. Honum hafi svo skolað á haf út. Sú kenning byggir á símarakningu frá Google, sem sýnir fram á að Hayez hafi farið óvenjulega leið eftir heimsóknina á næturklúbbinn. Eftir að hafa fylgt illa troðinni leið í gegnum gróðurvaxið svæði að Tallow Beach í austurhluta Cape Byron þá fór hann að bröttu og grónu svæði norður af ströndinni. Fjölskylda Hayez telur þó ólíklegt að hann hafi farið þessa leið einn síns liðs. Telur fjölskyldan að hann hafi verið í fylgd með einhverjum öðrum. Laurent Hayez, faðir Theo Hayez, ræðir við fjölmiðla.EPA Rannsókn lögreglu á málinu hefur einnig sætt nokkurri gagnrýni, en sama dag og tilkynnt var um fundarlaunin þá var birt úttekt á rannsókninni. Er þar bent á að lögreglumaðurinn sem hafi farið fyrir rannsókninni í upphafi, hafi verið mjög reynslulitill. Fyrstu tvo daga leitarinnar hafi hann leitt rannsóknina án þess að hafa fengið nauðsynlega þjálfun á tæki sem gátu hlaðið inn korta- og GPS-staðsetningargögn til að hægt væri að skipuleggja leit á réttum stöðum. Frá leitinni að Theo Hayez árið 2019.EPA Sjálfboðaliðar, sem þátt tóku í leitinni í upphafi, höfðu heldur engar upplýsingar um nákvæmt útlit þess sem leitað var að, höfðu ekki séð myndir af Hayez, og höfðu einungis fengið óljósar upplýsingar um útlit mannsins. Paul Toole, dómsmálaráðherra Nýju Suður-Wales, vonast til að hægt verði að leysa málið, nú þegar búið er að bjóða fundarlaun. „Sársaukinn að missa ástvin er nógu slæmur, en óvissan í tengslum við hvarfið eykur bara þann sársauka.“
Ástralía Belgía Erlend sakamál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira