„Hryllingur að þetta sé að gerast 2022“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2022 18:31 Flóttinn reynist mörgum erfiður og óvissan um hvað taki við er mikil. Páll Stefánsson Mikið mæðir á sjálfboðaliðum við landamæri Póllands og Úkraínu sem taka á hverjum degi á móti þúsundum flóttafólks. Ríflega tvær milljónir Úkraínumanna hafa nú flúið stríðið við Rússa. Flestir hafa farið til Póllands en þangað hefur meira ein milljón flóttamanna komið. Páll Stefánsson ljósmyndari hefur síðustu daga verið á ferð við landamærin að Úkraínu en hann vinnur að bók um flóttafólk. Sem stendur er hann staddur í Hrebenne í Póllandi þar sem komið hefur verið upp sérstökum móttökubúðum fyrir flóttafólk. „Þetta er bara hryllingur að þetta sé að gerast 2022. Maður hefði aldrei trúað þessu,“ segir Páll. Nokkuð kalt er enn í veðri sem gerir flóttann fyrir ung börn og gamalmenni erfiðari. „Það er voðalega kalt og hérna það er rétt við frostmark og fólk er að koma hérna gangandi yfir landamærin í stríðum straumi.“ Flestir koma með lítið með sér, jafnvel aðeins einn bakpoka. Hópurinn samanstendur af konum, börnum og eldri mönnum en karlmönnum á aldrinum 18-60 ára hefur verið gert að vera áfram í Úkraínu og berjast í stríðinu. Á móttökustöðinni í Hrebenne hefur verið sett upp súpueldhús og tjöld þar sem fólk getur sest og fengið sér að borða. Þá má líka finna þar hlý föt. Frá Hrebenne er fólkinu, sem kom gangandi yfir landamærin, ekið til höfuðborgar Póllands. „Það eru rútur sem eru að koma þeim til Varsjár og það eru um 450 kílómetrar héðan.“ Flestir þeirra sem sjá um að taka á móti fólkinu og aðstoða það eru sjálfboðaliðar. Páll segir suma þeirra óttast að stríðið geti breiðst út til Póllands ef Pútín Rússlandsforseti verður ekki stöðvaður „Þeim finnst þetta bara bræðraþjóð og svo er líka fólk er bara hrætt við að Rússarnir haldi áfram.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Pólland Tengdar fréttir Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35 Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. 7. mars 2022 20:59 Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22 Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Ríflega tvær milljónir Úkraínumanna hafa nú flúið stríðið við Rússa. Flestir hafa farið til Póllands en þangað hefur meira ein milljón flóttamanna komið. Páll Stefánsson ljósmyndari hefur síðustu daga verið á ferð við landamærin að Úkraínu en hann vinnur að bók um flóttafólk. Sem stendur er hann staddur í Hrebenne í Póllandi þar sem komið hefur verið upp sérstökum móttökubúðum fyrir flóttafólk. „Þetta er bara hryllingur að þetta sé að gerast 2022. Maður hefði aldrei trúað þessu,“ segir Páll. Nokkuð kalt er enn í veðri sem gerir flóttann fyrir ung börn og gamalmenni erfiðari. „Það er voðalega kalt og hérna það er rétt við frostmark og fólk er að koma hérna gangandi yfir landamærin í stríðum straumi.“ Flestir koma með lítið með sér, jafnvel aðeins einn bakpoka. Hópurinn samanstendur af konum, börnum og eldri mönnum en karlmönnum á aldrinum 18-60 ára hefur verið gert að vera áfram í Úkraínu og berjast í stríðinu. Á móttökustöðinni í Hrebenne hefur verið sett upp súpueldhús og tjöld þar sem fólk getur sest og fengið sér að borða. Þá má líka finna þar hlý föt. Frá Hrebenne er fólkinu, sem kom gangandi yfir landamærin, ekið til höfuðborgar Póllands. „Það eru rútur sem eru að koma þeim til Varsjár og það eru um 450 kílómetrar héðan.“ Flestir þeirra sem sjá um að taka á móti fólkinu og aðstoða það eru sjálfboðaliðar. Páll segir suma þeirra óttast að stríðið geti breiðst út til Póllands ef Pútín Rússlandsforseti verður ekki stöðvaður „Þeim finnst þetta bara bræðraþjóð og svo er líka fólk er bara hrætt við að Rússarnir haldi áfram.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Pólland Tengdar fréttir Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35 Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. 7. mars 2022 20:59 Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22 Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35
Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. 7. mars 2022 20:59
Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33
Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22
Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20