Myndir þú berjast fyrir Ísland? Sveinn Kristjánsson skrifar 9. mars 2022 17:00 Sem ungur maður eftir átta mánaða endurhæfingu, vegna heilaæxlis í annað sinn, þá hefur það vakið áhuga minn að sjá samstöðuna í Úkraínu og hve miklu fólk er tilbúið að fórna fyrir hvert annað. Án þess að fara of langt aftur í tíma er upphaf Covid það næsta sem mér dettur í hug sem nærtækt dæm um samstöðuna hérlendis. Þið munið eftir óvissunni, fjölda dauðsfalla og hugsanlegra langtímaáhrifa. Ég er ekki að tala um Omicron. Ég hef haft sæti í fremstu röð til að sjá það hugrekki og fórnir sem íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, þið vitið, fólkið sem fékk 7.000kr inneign í skechers í jólagjöf, hefur fært gegnum faraldurinn og í gegnum mína sjúkragöngu. Stríðið í Úkraínu hefur vafalaust ekki farið fram hjá nokkrum manni. Það sem vakið hefur áhuga minn síðustu daga er fjöldi brottfluttra sem er að snúa aftur til að berjast með löndum sínum ásamt þeim tugum ef ekki hundruðum þúsunda sem hafa og eru í þann mund að taka upp vopn fyrir land og þjóð. Samstaðan sem þarna birtist er meiri en ég hef áður séð. Myndum við gera slíkt hið sama? Hvað myndar þá samstöðu sem við finnum hér á Íslandi? Eru það landsliðin okkar í hinum ýmsu íþróttum? Er það sameiginlegt tungumál? Er það sjúkraliðinn sem er tilbúinn að mæta í vinnuna á laugardegi fyrir laun sem eru fín fyrir framfærslu barnlauss námsmanns sem býr í foreldrahúsum, til að hjálpa þeim okkar sem ekki geta hjálpað sér sjálf? Ég kynntist þessu ansi vel er ég greindist með heilaæxli síðasta sumar og á líf mitt að þakka íslensku heilbrigðiskerfi. Ég er nú í endurhæfingu sem snýr að því að koma mér aftur út í atvinnulífið svo ég geti lagt lóð mín á vogarskálarnar og greitt mína skatta eins og aðrir Íslendingar, með brosi (kannski ekki allir), því leikurinn má ekki fara að snúast um það að fá eins mikið út úr kerfinu og láta í það minna en okkur ber. Samtrygging okkar sem hér búum er eitt það sterkasta sem sameinar okkur, skólar fyrir börnin okkar, sjúkrahús fyrir þau veikustu okkar, lögregla fyrir allan andskotann os.frv. Getum við gert betur? Svo sannarlega, það sem auðvelt væri að bæta eru ákvarðanir nokkurra af helstu fyrirmönnum þjóðarinnar sem reglulega slíta þessa samstöðu. Hún er tærð með aðgerðum sem oft virðast drifnar af eigin hagsmunum eða hégóma á kostnað heildarinnar. Hvort sem við erum að tala um tugmilljóna styrki vegna aksturskostnaðar, skammarlaust. Ráðherrar sem hringja í vini sína á þannig augnablikum að manni fallast hendur eða ráðherrar sem eru staðnir að lögbroti við að skipa dómara, lögum sem m.a eru til að minnka vafa á pólitískum vina ráðningum. Sýndi ráðherra auðmýkt eða hroka er mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi honum í óhag? Aðilar sem lifa og búa á Íslandi og nýta hér ýmsa þjónustu en geyma fjármuni sína í skattaskjólum erlendis. Listinn er það langur að við erum hætt að kippa okkur upp við siðlausa hegðun okkar fremsta fólks. Ég nefni engin nöfn því þetta er mál sem er stærra en einn maður, hópur eða atburður. Þegar við tökum ákvörðun fyrir hagsmuni fárra fram yfir heildarinnar þá rjúfum við okkar samstöðu. Hvað gerir þig stoltann af að vera íslendingur? Myndir þú berjast fyrir Ísland? Svari hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Heilbrigðismál Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Sem ungur maður eftir átta mánaða endurhæfingu, vegna heilaæxlis í annað sinn, þá hefur það vakið áhuga minn að sjá samstöðuna í Úkraínu og hve miklu fólk er tilbúið að fórna fyrir hvert annað. Án þess að fara of langt aftur í tíma er upphaf Covid það næsta sem mér dettur í hug sem nærtækt dæm um samstöðuna hérlendis. Þið munið eftir óvissunni, fjölda dauðsfalla og hugsanlegra langtímaáhrifa. Ég er ekki að tala um Omicron. Ég hef haft sæti í fremstu röð til að sjá það hugrekki og fórnir sem íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, þið vitið, fólkið sem fékk 7.000kr inneign í skechers í jólagjöf, hefur fært gegnum faraldurinn og í gegnum mína sjúkragöngu. Stríðið í Úkraínu hefur vafalaust ekki farið fram hjá nokkrum manni. Það sem vakið hefur áhuga minn síðustu daga er fjöldi brottfluttra sem er að snúa aftur til að berjast með löndum sínum ásamt þeim tugum ef ekki hundruðum þúsunda sem hafa og eru í þann mund að taka upp vopn fyrir land og þjóð. Samstaðan sem þarna birtist er meiri en ég hef áður séð. Myndum við gera slíkt hið sama? Hvað myndar þá samstöðu sem við finnum hér á Íslandi? Eru það landsliðin okkar í hinum ýmsu íþróttum? Er það sameiginlegt tungumál? Er það sjúkraliðinn sem er tilbúinn að mæta í vinnuna á laugardegi fyrir laun sem eru fín fyrir framfærslu barnlauss námsmanns sem býr í foreldrahúsum, til að hjálpa þeim okkar sem ekki geta hjálpað sér sjálf? Ég kynntist þessu ansi vel er ég greindist með heilaæxli síðasta sumar og á líf mitt að þakka íslensku heilbrigðiskerfi. Ég er nú í endurhæfingu sem snýr að því að koma mér aftur út í atvinnulífið svo ég geti lagt lóð mín á vogarskálarnar og greitt mína skatta eins og aðrir Íslendingar, með brosi (kannski ekki allir), því leikurinn má ekki fara að snúast um það að fá eins mikið út úr kerfinu og láta í það minna en okkur ber. Samtrygging okkar sem hér búum er eitt það sterkasta sem sameinar okkur, skólar fyrir börnin okkar, sjúkrahús fyrir þau veikustu okkar, lögregla fyrir allan andskotann os.frv. Getum við gert betur? Svo sannarlega, það sem auðvelt væri að bæta eru ákvarðanir nokkurra af helstu fyrirmönnum þjóðarinnar sem reglulega slíta þessa samstöðu. Hún er tærð með aðgerðum sem oft virðast drifnar af eigin hagsmunum eða hégóma á kostnað heildarinnar. Hvort sem við erum að tala um tugmilljóna styrki vegna aksturskostnaðar, skammarlaust. Ráðherrar sem hringja í vini sína á þannig augnablikum að manni fallast hendur eða ráðherrar sem eru staðnir að lögbroti við að skipa dómara, lögum sem m.a eru til að minnka vafa á pólitískum vina ráðningum. Sýndi ráðherra auðmýkt eða hroka er mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi honum í óhag? Aðilar sem lifa og búa á Íslandi og nýta hér ýmsa þjónustu en geyma fjármuni sína í skattaskjólum erlendis. Listinn er það langur að við erum hætt að kippa okkur upp við siðlausa hegðun okkar fremsta fólks. Ég nefni engin nöfn því þetta er mál sem er stærra en einn maður, hópur eða atburður. Þegar við tökum ákvörðun fyrir hagsmuni fárra fram yfir heildarinnar þá rjúfum við okkar samstöðu. Hvað gerir þig stoltann af að vera íslendingur? Myndir þú berjast fyrir Ísland? Svari hver fyrir sig.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun