„Við viljum bara hefna fyrir þann leik“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 12:30 Hildur Þorgeirsdóttir fagnar marki með Fram í síðustu bikarúrslitaviku sem fór fram síðastliðið haust. Vísir/Vilhelm Hildur Þorgeirsdóttir og félagar í Fram ætla að reyna að stöðva sigurgöngu Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta í kvöld. Framkonur eiga harma að hefna eftir að hafa tapað á móti KA/Þór í síðasta bikarúrslitaleik sem fór fram síðastliðið haust. „Það er ólýsanlegt að fá að vera með í þessu og það eru í raun smá forréttindi að fá að taka þátt í þessum leikjum. Við ætlum að byggja upp með það að njóta,“ sagði Hildur Þorgeirsdóttir. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við hana og forvitnaðist um það hvort liðið gerði eitthvað sérstakt eða öðruvísi fyrir svona leiki. Klippa: Viðtal við Hildi hjá Fram „Eftir að fyrirkomulaginu var breytt og að þetta séu tveir leikir þá er það massíft að spila á fimmtudegi og strax aftur á laugardegi. Það er því ekki pláss fyrir eitthvað mikið aukalega en reynum að setja á mikinn fókus og það er mikil stemmning á æfingum. Svo erum við með einhvern mat saman eða eitthvað slíkt,“ sagði Hildur. Fram mætir KA/Þór en þessi lið hafa spilað marga stóra leiki á síðustu árum. „Þessi leikur leggst bara mjög vel í mig og okkur. Þessir leikir okkar hafa farið á báða vegu. Þær hafa unnið okkur í vetur og við þær. Þær tóku okkur síðast í úrslitaleik í bikar fyrir áramót,“ sagði Hildur og það er komið að stund hefndarinnar. „Við viljum bara hefna fyrir þann leik en þær eru gífurlega sterkar og með góðan hóp,“ sagði Hildur en hvað þarf að ganga upp hjá Fram til að þær vinni þennan leik og komist í bikarúrslitin. „Við þurfum að ná upp góðum varnarleik og setjum aðalfókusinn okkar á það. Þá kemur markvarslan og í kjölfarið fáum við þessi auðveldu mörk með hraðaupphlaupum. Það er svona okkar upplegg. Þetta týpíska Fram-upplegg,“ sagði Hildur. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Leikur Fram og KA/Þór hefst klukkan 18.00 á Ásvöllum í Hafnarfirði. Olís-deild kvenna Fram KA Þór Akureyri Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Framkonur eiga harma að hefna eftir að hafa tapað á móti KA/Þór í síðasta bikarúrslitaleik sem fór fram síðastliðið haust. „Það er ólýsanlegt að fá að vera með í þessu og það eru í raun smá forréttindi að fá að taka þátt í þessum leikjum. Við ætlum að byggja upp með það að njóta,“ sagði Hildur Þorgeirsdóttir. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við hana og forvitnaðist um það hvort liðið gerði eitthvað sérstakt eða öðruvísi fyrir svona leiki. Klippa: Viðtal við Hildi hjá Fram „Eftir að fyrirkomulaginu var breytt og að þetta séu tveir leikir þá er það massíft að spila á fimmtudegi og strax aftur á laugardegi. Það er því ekki pláss fyrir eitthvað mikið aukalega en reynum að setja á mikinn fókus og það er mikil stemmning á æfingum. Svo erum við með einhvern mat saman eða eitthvað slíkt,“ sagði Hildur. Fram mætir KA/Þór en þessi lið hafa spilað marga stóra leiki á síðustu árum. „Þessi leikur leggst bara mjög vel í mig og okkur. Þessir leikir okkar hafa farið á báða vegu. Þær hafa unnið okkur í vetur og við þær. Þær tóku okkur síðast í úrslitaleik í bikar fyrir áramót,“ sagði Hildur og það er komið að stund hefndarinnar. „Við viljum bara hefna fyrir þann leik en þær eru gífurlega sterkar og með góðan hóp,“ sagði Hildur en hvað þarf að ganga upp hjá Fram til að þær vinni þennan leik og komist í bikarúrslitin. „Við þurfum að ná upp góðum varnarleik og setjum aðalfókusinn okkar á það. Þá kemur markvarslan og í kjölfarið fáum við þessi auðveldu mörk með hraðaupphlaupum. Það er svona okkar upplegg. Þetta týpíska Fram-upplegg,“ sagði Hildur. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Leikur Fram og KA/Þór hefst klukkan 18.00 á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Olís-deild kvenna Fram KA Þór Akureyri Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira