Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Fram 23-31| Fram í úrslit Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. mars 2022 17:16 vísir/Hulda Margrét Fram er komið í úrslit Coca-cola bikarins eftir 8 marka sigur á KA/Þór. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútunum en Fram keyrði framúr undir miðbik fyrri hálfleik og leit aldrei til baka. Lokatölur 23-31. Búist var við spennandi leik þar sem KA/Þór tók þrennuna í fyrra og Fram árið á undan, bikaróð lið ef svo má að orði komast. En það var hinsvegar ekki raunin. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og voru markverðir beggja liða í aðalhlutverki og vörðu hvert skotið á fætur öðru. Emma Olsson fagnar einu af sínum mörkum í kvöldVísir: Hulda Margrét Þegar um stundarfjórðungur var liðin af leiknum var Fram hinsvegar komið í 3 marka forystu 5-8. Þá tók Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, leikhlé til að fara yfir hlutina með sínum konum. Þetta leikhlé virtist kveikja enn meira í Fram sem jók forystuna hægt og rólega alveg fram að lokum fyrri hálfleiks. Staðan 11-17 fyrir Fram þegar liðin gengu til klefa. Fram hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og þrátt fyrir mismunandi varnarútfærslur KA/Þórs virtist lítið ganga. Um miðbik seinni hálfleiks var Fram sjö mörkum yfir, 17-24. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs tekur þá tvö leikhlé með einungis þriggja mínútna millibili en það skilaði litlu. Fram hélt áfram að auka forystu sína og sigruðu að lokum með 8 mörkum, 23-31. Hafdís fagnar vörslu með bláa stúku í bakrunnVísir: Hulda Margrét Afhverju vann Fram? Þær mættu ákveðnar til leiks og ætluðu líklega ekki að lúta lægri haldi fyrir KA/Þór í bikarnum eins og í fyrra. Varnarleikurinn þeirra var þéttur og markvarslan eftir því. Sóknarlega voru þær klókar og náðu að opna vörn KA/Þórs og fá góð færi. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Fram var Emma Olsson atkvæðamest með 7 mörk. Perla Ruth Albertsdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir og Karen Knútsdóttir voru með 6 mörk. Hafdís Renötudóttir fór á kostum í marki Fram í kvöld og var með 15 bolta varða, 46% markvarsla. Varnarleikur Fram var frábær í dag og skilaði það sér svo sannalega í markvörslunni. Hjá KA/Þór voru Rut Jónsdóttir og Martha Hermansdóttir með 5 mörk hvor. Hvað gekk illa? KA/Þór liðið virtist orðið þreytt þegar einungis stundarfjórðungur var liðin af leiknum. Varnarleikurinn og markvarslan var ekki upp á marka fiska þrátt fyrir þó nokkrar varnarútfærslur og svo áttu þær erfitt með að koma boltanum framhjá Hafdísi í marki Fram. Hvað gerist næst? Fram er komið í úrslit og mæti annað hvort ÍBV eða Val á laugardaginn kl. 13:30. Andri Snær Stefánsson: Þetta er fyrst og fremst ofboðslega súrt og svekkjandi Andri Snær, þjálfari KA/Þórs, fer yfir málin með sínum konum. Vísir: Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var svekktur eftir að hafa dottið út úr bikarnum er liðið mætti Fram í undanúrslitum. „Þetta er fyrst og fremst ofboðslega súrt og svekkjandi. Fyrstu viðbrögð eru bara það að vera hundfúll. Það er vont að tapa svona. Við ætluðum okkur svo miklu meira í þessum leik. Við spiluðum afar illa og Fram verðskuldaði sigurinn, þær voru miklu betri en við í dag.“ KA/Þór náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum og voru í fullri vinnu við að elta Framara. „Varnarlega vorum við alls ekki nógu góðar og það voru bara of fá fríköst og þar af leiðandi erfitt að fá markvörslu. Eins og sóknarlega þá vorum við að fara alltof mikið inn á miðju í hávaxna vörn Framara og gerðum þeim auðvelt fyrir með það. Þær fengu hraðaupphlaupin sem þær vilja fá og við ætluðum að útfæra það öðruvísi.“ „Það var erfitt að vinna upp þetta forskot og við reyndum ýmislegt. Við fórum í allskonar varnarútfærslur og vorum að reyna allan tímann. Þetta var orðið brekka og við náðum því miður ekki að snúa til baka.“ Þrátt fyrir tap í dag er Andri bjartsýn um framhaldið. „Það er nóg eftir af þessu tímabili og við ætlum klárlega að þjappa okkur meira saman. Það er fullt af leikjum eftir í deildinni og úrslitakeppnin þannig við verðum að halda áfram og vinna í því að bæta okkur.“ Íslenski handboltinn Fram KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Stefán Arnarson: Markmiðið var að fara í úrslit Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var mjög sáttur með leik sinna kvenna þegar liðið lagði KA/Þór af velli í undanúrslitum Coca-cola bikarsins í handbolta í kvöld. 10. mars 2022 20:35
Fram er komið í úrslit Coca-cola bikarins eftir 8 marka sigur á KA/Þór. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútunum en Fram keyrði framúr undir miðbik fyrri hálfleik og leit aldrei til baka. Lokatölur 23-31. Búist var við spennandi leik þar sem KA/Þór tók þrennuna í fyrra og Fram árið á undan, bikaróð lið ef svo má að orði komast. En það var hinsvegar ekki raunin. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og voru markverðir beggja liða í aðalhlutverki og vörðu hvert skotið á fætur öðru. Emma Olsson fagnar einu af sínum mörkum í kvöldVísir: Hulda Margrét Þegar um stundarfjórðungur var liðin af leiknum var Fram hinsvegar komið í 3 marka forystu 5-8. Þá tók Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, leikhlé til að fara yfir hlutina með sínum konum. Þetta leikhlé virtist kveikja enn meira í Fram sem jók forystuna hægt og rólega alveg fram að lokum fyrri hálfleiks. Staðan 11-17 fyrir Fram þegar liðin gengu til klefa. Fram hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og þrátt fyrir mismunandi varnarútfærslur KA/Þórs virtist lítið ganga. Um miðbik seinni hálfleiks var Fram sjö mörkum yfir, 17-24. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs tekur þá tvö leikhlé með einungis þriggja mínútna millibili en það skilaði litlu. Fram hélt áfram að auka forystu sína og sigruðu að lokum með 8 mörkum, 23-31. Hafdís fagnar vörslu með bláa stúku í bakrunnVísir: Hulda Margrét Afhverju vann Fram? Þær mættu ákveðnar til leiks og ætluðu líklega ekki að lúta lægri haldi fyrir KA/Þór í bikarnum eins og í fyrra. Varnarleikurinn þeirra var þéttur og markvarslan eftir því. Sóknarlega voru þær klókar og náðu að opna vörn KA/Þórs og fá góð færi. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Fram var Emma Olsson atkvæðamest með 7 mörk. Perla Ruth Albertsdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir og Karen Knútsdóttir voru með 6 mörk. Hafdís Renötudóttir fór á kostum í marki Fram í kvöld og var með 15 bolta varða, 46% markvarsla. Varnarleikur Fram var frábær í dag og skilaði það sér svo sannalega í markvörslunni. Hjá KA/Þór voru Rut Jónsdóttir og Martha Hermansdóttir með 5 mörk hvor. Hvað gekk illa? KA/Þór liðið virtist orðið þreytt þegar einungis stundarfjórðungur var liðin af leiknum. Varnarleikurinn og markvarslan var ekki upp á marka fiska þrátt fyrir þó nokkrar varnarútfærslur og svo áttu þær erfitt með að koma boltanum framhjá Hafdísi í marki Fram. Hvað gerist næst? Fram er komið í úrslit og mæti annað hvort ÍBV eða Val á laugardaginn kl. 13:30. Andri Snær Stefánsson: Þetta er fyrst og fremst ofboðslega súrt og svekkjandi Andri Snær, þjálfari KA/Þórs, fer yfir málin með sínum konum. Vísir: Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var svekktur eftir að hafa dottið út úr bikarnum er liðið mætti Fram í undanúrslitum. „Þetta er fyrst og fremst ofboðslega súrt og svekkjandi. Fyrstu viðbrögð eru bara það að vera hundfúll. Það er vont að tapa svona. Við ætluðum okkur svo miklu meira í þessum leik. Við spiluðum afar illa og Fram verðskuldaði sigurinn, þær voru miklu betri en við í dag.“ KA/Þór náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum og voru í fullri vinnu við að elta Framara. „Varnarlega vorum við alls ekki nógu góðar og það voru bara of fá fríköst og þar af leiðandi erfitt að fá markvörslu. Eins og sóknarlega þá vorum við að fara alltof mikið inn á miðju í hávaxna vörn Framara og gerðum þeim auðvelt fyrir með það. Þær fengu hraðaupphlaupin sem þær vilja fá og við ætluðum að útfæra það öðruvísi.“ „Það var erfitt að vinna upp þetta forskot og við reyndum ýmislegt. Við fórum í allskonar varnarútfærslur og vorum að reyna allan tímann. Þetta var orðið brekka og við náðum því miður ekki að snúa til baka.“ Þrátt fyrir tap í dag er Andri bjartsýn um framhaldið. „Það er nóg eftir af þessu tímabili og við ætlum klárlega að þjappa okkur meira saman. Það er fullt af leikjum eftir í deildinni og úrslitakeppnin þannig við verðum að halda áfram og vinna í því að bæta okkur.“
Íslenski handboltinn Fram KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Stefán Arnarson: Markmiðið var að fara í úrslit Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var mjög sáttur með leik sinna kvenna þegar liðið lagði KA/Þór af velli í undanúrslitum Coca-cola bikarsins í handbolta í kvöld. 10. mars 2022 20:35
Stefán Arnarson: Markmiðið var að fara í úrslit Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var mjög sáttur með leik sinna kvenna þegar liðið lagði KA/Þór af velli í undanúrslitum Coca-cola bikarsins í handbolta í kvöld. 10. mars 2022 20:35
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti