Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. mars 2022 12:01 Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala Vísir/Egill Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 77 liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Karlmaður á níræðisaldri lést á legudeild með Covid-19 í gær. Fjórir eru á gjörgæslu í dag og er einn þeirra í öndunarvél. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans, segir gríðarlega erfitt að manna vaktir vegna mikilla veikinda starfsfólks. „Mönnun er mjög mikil áskorun. Það vantar mikið af fólki. Við bara höfum hreinlega ekki yfirsýn yfir það lengur hvað eru margir fjarverandi vegna Covid. Við vitum að það eru mikil veikindi en af því að það fara ekki allir lengur í PCR-próf þá höfum við ekki nægilega góða yfirsýn yfir veikindi vegna Covid,“ segir Hildur. Sjúklingarnir orðnir of margir Það var þungt í henni hljóðið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þegar þetta eru orðnir svona margir þá er ákveðið hlutfall sem þarf innlögn og það hlutfall er bara orðið of mikið fyrir okkur. Við ráðum eiginlega varla við þetta,“ segir Hildur. Hún efast þó um að stjórnvöld muni grípa aftur til samkomutakmarkana. „Ég get nú ekki merkt það að það sé nein stemmning fyrir því að beita einhverjum takmörkunum. Við höfum bara reynt að biðla til fólks að reyna að gæta sín og sérstaklega gagnvart þeim ættingjum og vinum sem standa höllum fæti því við sjáum að það er það fólk sem er núna að fá Covid og þolir það ekki og þarf að leggjast inn,“ segir Hildur. Hún minnir á að spítalinn sé enn starfandi á neyðarstigi og hafi nú starfað þannig samfleytt í tæpa þrjá mánuði. „Þegar þú spyrð sko hvað ráðum við lengi við þetta? Ég veit það ekki, satt að segja. Við erum núna að vinna þetta bara klukkutíma fyrir klukkutíma og einn sjúkling í einu og eitt pláss í einu,“ segir Hildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
77 liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Karlmaður á níræðisaldri lést á legudeild með Covid-19 í gær. Fjórir eru á gjörgæslu í dag og er einn þeirra í öndunarvél. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans, segir gríðarlega erfitt að manna vaktir vegna mikilla veikinda starfsfólks. „Mönnun er mjög mikil áskorun. Það vantar mikið af fólki. Við bara höfum hreinlega ekki yfirsýn yfir það lengur hvað eru margir fjarverandi vegna Covid. Við vitum að það eru mikil veikindi en af því að það fara ekki allir lengur í PCR-próf þá höfum við ekki nægilega góða yfirsýn yfir veikindi vegna Covid,“ segir Hildur. Sjúklingarnir orðnir of margir Það var þungt í henni hljóðið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þegar þetta eru orðnir svona margir þá er ákveðið hlutfall sem þarf innlögn og það hlutfall er bara orðið of mikið fyrir okkur. Við ráðum eiginlega varla við þetta,“ segir Hildur. Hún efast þó um að stjórnvöld muni grípa aftur til samkomutakmarkana. „Ég get nú ekki merkt það að það sé nein stemmning fyrir því að beita einhverjum takmörkunum. Við höfum bara reynt að biðla til fólks að reyna að gæta sín og sérstaklega gagnvart þeim ættingjum og vinum sem standa höllum fæti því við sjáum að það er það fólk sem er núna að fá Covid og þolir það ekki og þarf að leggjast inn,“ segir Hildur. Hún minnir á að spítalinn sé enn starfandi á neyðarstigi og hafi nú starfað þannig samfleytt í tæpa þrjá mánuði. „Þegar þú spyrð sko hvað ráðum við lengi við þetta? Ég veit það ekki, satt að segja. Við erum núna að vinna þetta bara klukkutíma fyrir klukkutíma og einn sjúkling í einu og eitt pláss í einu,“ segir Hildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira