Hraunuðu yfir Simmons en enduðu á að baula á eigið lið Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 07:30 James Harden og Kevin Durant voru liðsfélagar þar til í febrúar að Harden skipti yfir til Philadelphia. Durant var frábær í gærkvöld en Harden náði sér engan veginn á strik. AP/Matt Slocum Það er óhætt að segja að það hafi verið fjandsamlegt andrúmsloft og hiti í áhorfendum og leikmönnum í Philadelphiu í gærkvöld þegar heimamenn í 76ers mættu Brooklyn Nets í fyrsta leik liðanna eftir að þau skiptu á stórstjörnum. Stuðningsmenn 76ers hreyttu fúkyrðum í Ben Simmons þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll, bauluðu á hann og kyrjuðu allir saman „til fjandans með Ben Simmons“. F--k Ben Simmons chants in Philly pic.twitter.com/lficDU2pOw— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Þegar leið á leikinn voru stuðningsmennirnir hins vegar farnir að baula á eigið lið sem átti ekki möguleika gegn Brooklyn og tapaði 129-100. Gestirnir höfðu komist í 72-51 í fyrri hálfleik og náðu mest 32 stiga forskoti í þriðja leikhluta. „Við lítum allir á Ben sem bróður okkar,“ sagði Kevin Durant sem skoraði 34 stig fyrir Brooklyn. „Við vissum að hér yrði fjandsamlegt andrúmsloft. Það er hins vegar erfitt að baula á Ben Simmons þegar þú ert að tapa svona stórt,“ sagði Durant sem sjálfur átti orðastað við Joel Embiid eftir átök þeirra á milli. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Simmons tók engan þátt í leiknum en hann er enn að jafna sig af bakmeiðslum og hefur ekki spilað fyrir Brooklyn eftir að hafa verið skipt þangað fyrir James Harden í febrúar. Brooklyn fékk Seth Curry með í skiptunum og hann bætti við 24 stigum gegn sínu gamla liði, og Kyrie Irving skoraði 22 stig. James Harden klikkaði á 14 af 17 skotum sínum úr opnum leik og skoraði aðeins 11 stig. Þetta var fyrsta tap Philadelphia í þeim sex leikjum sem liðið hefur spilað með Harden innanborðs. Brooklyn er eftir sigurinn í 8. sæti austurdeildar með 34 sigra og 33 töp en miðað við leikinn í gær vill ekkert af liðunum í efri hlutanum lenda gegn liðinu í úrslitakeppninni. Philadelphia er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. Curry komst yfir 20.000 stiga múrinn Stephen Curry náði enn einum áfanganum í gærkvöld þegar hann rauf 20.000 stiga múrinn í NBA-deildinni, með einum af sínum fallegu þristum í 113-102 sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets. Curry er í 49. sæti yfir flest stig frá upphafi í NBA-deildinni en mun eflaust færa sig upp um tvö sæti á næstunni og gæti vel átt eftir að komast lengra upp. Hann skoraði alls 34 stig í gær og tók 9 fráköst en Nikola Jokic skoraði 23 fyrir Denver, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Golden State er með sigrinum jafnt Memphis Grizzlies í 2.-3. sæti vesturdeildarinnar en Denver er í 6. sæti. NBA Körfubolti Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Stuðningsmenn 76ers hreyttu fúkyrðum í Ben Simmons þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll, bauluðu á hann og kyrjuðu allir saman „til fjandans með Ben Simmons“. F--k Ben Simmons chants in Philly pic.twitter.com/lficDU2pOw— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Þegar leið á leikinn voru stuðningsmennirnir hins vegar farnir að baula á eigið lið sem átti ekki möguleika gegn Brooklyn og tapaði 129-100. Gestirnir höfðu komist í 72-51 í fyrri hálfleik og náðu mest 32 stiga forskoti í þriðja leikhluta. „Við lítum allir á Ben sem bróður okkar,“ sagði Kevin Durant sem skoraði 34 stig fyrir Brooklyn. „Við vissum að hér yrði fjandsamlegt andrúmsloft. Það er hins vegar erfitt að baula á Ben Simmons þegar þú ert að tapa svona stórt,“ sagði Durant sem sjálfur átti orðastað við Joel Embiid eftir átök þeirra á milli. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Simmons tók engan þátt í leiknum en hann er enn að jafna sig af bakmeiðslum og hefur ekki spilað fyrir Brooklyn eftir að hafa verið skipt þangað fyrir James Harden í febrúar. Brooklyn fékk Seth Curry með í skiptunum og hann bætti við 24 stigum gegn sínu gamla liði, og Kyrie Irving skoraði 22 stig. James Harden klikkaði á 14 af 17 skotum sínum úr opnum leik og skoraði aðeins 11 stig. Þetta var fyrsta tap Philadelphia í þeim sex leikjum sem liðið hefur spilað með Harden innanborðs. Brooklyn er eftir sigurinn í 8. sæti austurdeildar með 34 sigra og 33 töp en miðað við leikinn í gær vill ekkert af liðunum í efri hlutanum lenda gegn liðinu í úrslitakeppninni. Philadelphia er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. Curry komst yfir 20.000 stiga múrinn Stephen Curry náði enn einum áfanganum í gærkvöld þegar hann rauf 20.000 stiga múrinn í NBA-deildinni, með einum af sínum fallegu þristum í 113-102 sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets. Curry er í 49. sæti yfir flest stig frá upphafi í NBA-deildinni en mun eflaust færa sig upp um tvö sæti á næstunni og gæti vel átt eftir að komast lengra upp. Hann skoraði alls 34 stig í gær og tók 9 fráköst en Nikola Jokic skoraði 23 fyrir Denver, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Golden State er með sigrinum jafnt Memphis Grizzlies í 2.-3. sæti vesturdeildarinnar en Denver er í 6. sæti.
NBA Körfubolti Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli