Umdeild ákvörðun og vanhæfi kjörins fulltrúa gætu kostað Dalabyggð skildinginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2022 16:28 Fallegur sumardagur á Búðardal í Dalabyggð. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Dalabyggð hefur verið dæmt til að greiða skólabílstjóra 800 þúsund krónur í miskabætur. Bílstjórinn var starfsmaður fyrirtækis sem tók að sér skólaakstur í sveitarfélaginu en sagði starfsmanninum upp vegna sjö ára ásökunar um kynferðislega áreitni. Þá var skaðabótaábyrgð Dalabyggðar í málinu viðurkennd. Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms Vesturlands frá því í janúar í fyrra sem sýknaði sveitarfélagið af kröfu mannsins. Í samantekt Landsréttar um málið kemur fram að eftir útboð Ríkiskaupa á skólaakstri í Dalabyggð var tilboði eins fyrirtækis tekið. Í kjölfarið gerði félagið ráðningarsamning við bílstjórann. Sveitarstjórnarfulltrúi hafði samband við Eyjólf Ingva Bjarnason, sveitarstjóra Dalabyggðar, og tjáði honum að sér litist ekki á að umræddur bílstjóri annaðist skólaakstur. Ástæðan var sú að sjö árum áður hefði sá verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni sveitarstjórnarfulltrúans, en málið var fellt niður. Skömmu síðar var sú ákvörðun bókuð í trúnaðarbók sveitarstjórnar að hún samþykkti ekki karlmanninn sem skólabílstjóra og var ákvörðunin tilkynnt fyrirtækinu sem hafði ráðið hann til starfa. Fyrirtækið sagði bílstjóranum upp störfum. Fyrir dómi krafðist bílstjórinn miskabóta og viðurkenningar á skaðabótaábyrgð Dalabyggðar vegna ákvörðunar sveitarstjórnarinnar. Landsréttur sagði að ákvörðun Dalabyggðar um að samþykkja karlmanninn ekki sem skólabílstjóra hefði verið stjórnvaldsákvörðun í máli sem karlmaðurinn hefði átt aðild að. Ákvörðunin hefði verið tekin án viðhlítandi rannsóknar og bílstjóranum ekki gefið færi á að koma athugasemdum að eða bregðast við ásökunum. Auk þess hefði sveitarstjórnarfulltrúinn verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og úrlausn málsins. Dalabyggð yrði að bera hallann af óvissu um hver niðurstaða málsins hefði orðið ef meðferð þess hefði verið fullnægjandi. Var Dalabyggð gert að greiða karlmanninum miskabætur upp á 800 þúsund krónur og viðurkennt að sveitarfélagið bæri skaðabótaábyrgð á tjóni bílstjórans vegna tekjumissis. Dómur Landsréttar. Dalabyggð Dómsmál Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms Vesturlands frá því í janúar í fyrra sem sýknaði sveitarfélagið af kröfu mannsins. Í samantekt Landsréttar um málið kemur fram að eftir útboð Ríkiskaupa á skólaakstri í Dalabyggð var tilboði eins fyrirtækis tekið. Í kjölfarið gerði félagið ráðningarsamning við bílstjórann. Sveitarstjórnarfulltrúi hafði samband við Eyjólf Ingva Bjarnason, sveitarstjóra Dalabyggðar, og tjáði honum að sér litist ekki á að umræddur bílstjóri annaðist skólaakstur. Ástæðan var sú að sjö árum áður hefði sá verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni sveitarstjórnarfulltrúans, en málið var fellt niður. Skömmu síðar var sú ákvörðun bókuð í trúnaðarbók sveitarstjórnar að hún samþykkti ekki karlmanninn sem skólabílstjóra og var ákvörðunin tilkynnt fyrirtækinu sem hafði ráðið hann til starfa. Fyrirtækið sagði bílstjóranum upp störfum. Fyrir dómi krafðist bílstjórinn miskabóta og viðurkenningar á skaðabótaábyrgð Dalabyggðar vegna ákvörðunar sveitarstjórnarinnar. Landsréttur sagði að ákvörðun Dalabyggðar um að samþykkja karlmanninn ekki sem skólabílstjóra hefði verið stjórnvaldsákvörðun í máli sem karlmaðurinn hefði átt aðild að. Ákvörðunin hefði verið tekin án viðhlítandi rannsóknar og bílstjóranum ekki gefið færi á að koma athugasemdum að eða bregðast við ásökunum. Auk þess hefði sveitarstjórnarfulltrúinn verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og úrlausn málsins. Dalabyggð yrði að bera hallann af óvissu um hver niðurstaða málsins hefði orðið ef meðferð þess hefði verið fullnægjandi. Var Dalabyggð gert að greiða karlmanninum miskabætur upp á 800 þúsund krónur og viðurkennt að sveitarfélagið bæri skaðabótaábyrgð á tjóni bílstjórans vegna tekjumissis. Dómur Landsréttar.
Dalabyggð Dómsmál Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira