Snorri Steinn: Svakalega glaður og stoltur af liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2022 18:47 Snorri Steinn Guðjónsson hvetur sína menn áfram. vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigurinn á KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikar karla í handbolta í dag. Þetta var fjórði stóri titilinn sem Valur vinnur undir stjórn Snorra og sá þriðji á síðustu níu mánuðum. Þeir hafa allir unnist á Ásvöllum. „Þetta er nú bara tilviljun að þetta sé hér á Ásvöllum en er fínt. En við skulum passa okkur að tala ekki um þetta sem sjálfsagt mál. Það er gríðarlega erfitt að vinna alla titla og þessi var svo sannarlega erfiður,“ sagði Snorri við Vísi eftir leik. „Ég er alveg svakalega glaður og stoltur af liðinu, hvernig við höndluðum þetta.“ Leikurinn var mjög jafn allan tímann og það var ekki fyrr en undir lokin sem Valsmenn sigu fram úr. „Það er kannski erfitt fyrir mig að segja núna, svona rétt eftir leik,“ sagði Snorri, aðspurður hvað hefði skilið á milli í dag. „Þetta var leikur sóknanna eins og tölurnar gefa til kynna. Ég var ekki ánægður með okkar varnarleik sem er ekki gott þar sem hann er okkar aðall. Við fundum aldrei taktinn í vörninni en skoruðum vel og voru gríðarlega einbeittir og beittir í sókninni,“ sagði Snorri. „Svo tók Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] 2-3 svakalega bolta undir lokin og það skildi á milli þegar uppi var staðið.“ Snorri segir styrkleikaleikamerki að Valsmenn hafi náð að klára leik þar sem þeir fundu sig ekki í vörninni. „Jú, KA setti okkur undir mikla pressu og voru betri en við í fyrri hálfleik og framan af seinni. Við vorum lengi að snúa þessu við. En kannski á hárréttum tímapunkti náðum við yfirhöndinni og þeir þurftu að fara í sjö á sex. Við lönduðum þessu en þurftum svo sannarlega að hafa fyrir því,“ sagði Snorri að lokum. Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir „Búinn að bíða eftir tækifærinu og nýt þess að spila“ Arnór Snær Óskarsson var valinn besti leikmaður bikarúrslitahelgarinnar þar sem Valur stóð uppi sem sigurvegari. 12. mars 2022 19:37 „Vinna og vinna aftur, það er markmiðið þegar þú ert í Val“ Þrátt fyrir að vera svo til nýbyrjaður í meistaraflokki vann Einar Þorsteinn Ólafsson sinn þriðja stóra titil með Val þegar liðið bar sigurorð af KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í dag. 12. mars 2022 18:35 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Þetta er nú bara tilviljun að þetta sé hér á Ásvöllum en er fínt. En við skulum passa okkur að tala ekki um þetta sem sjálfsagt mál. Það er gríðarlega erfitt að vinna alla titla og þessi var svo sannarlega erfiður,“ sagði Snorri við Vísi eftir leik. „Ég er alveg svakalega glaður og stoltur af liðinu, hvernig við höndluðum þetta.“ Leikurinn var mjög jafn allan tímann og það var ekki fyrr en undir lokin sem Valsmenn sigu fram úr. „Það er kannski erfitt fyrir mig að segja núna, svona rétt eftir leik,“ sagði Snorri, aðspurður hvað hefði skilið á milli í dag. „Þetta var leikur sóknanna eins og tölurnar gefa til kynna. Ég var ekki ánægður með okkar varnarleik sem er ekki gott þar sem hann er okkar aðall. Við fundum aldrei taktinn í vörninni en skoruðum vel og voru gríðarlega einbeittir og beittir í sókninni,“ sagði Snorri. „Svo tók Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] 2-3 svakalega bolta undir lokin og það skildi á milli þegar uppi var staðið.“ Snorri segir styrkleikaleikamerki að Valsmenn hafi náð að klára leik þar sem þeir fundu sig ekki í vörninni. „Jú, KA setti okkur undir mikla pressu og voru betri en við í fyrri hálfleik og framan af seinni. Við vorum lengi að snúa þessu við. En kannski á hárréttum tímapunkti náðum við yfirhöndinni og þeir þurftu að fara í sjö á sex. Við lönduðum þessu en þurftum svo sannarlega að hafa fyrir því,“ sagði Snorri að lokum.
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir „Búinn að bíða eftir tækifærinu og nýt þess að spila“ Arnór Snær Óskarsson var valinn besti leikmaður bikarúrslitahelgarinnar þar sem Valur stóð uppi sem sigurvegari. 12. mars 2022 19:37 „Vinna og vinna aftur, það er markmiðið þegar þú ert í Val“ Þrátt fyrir að vera svo til nýbyrjaður í meistaraflokki vann Einar Þorsteinn Ólafsson sinn þriðja stóra titil með Val þegar liðið bar sigurorð af KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í dag. 12. mars 2022 18:35 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Búinn að bíða eftir tækifærinu og nýt þess að spila“ Arnór Snær Óskarsson var valinn besti leikmaður bikarúrslitahelgarinnar þar sem Valur stóð uppi sem sigurvegari. 12. mars 2022 19:37
„Vinna og vinna aftur, það er markmiðið þegar þú ert í Val“ Þrátt fyrir að vera svo til nýbyrjaður í meistaraflokki vann Einar Þorsteinn Ólafsson sinn þriðja stóra titil með Val þegar liðið bar sigurorð af KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í dag. 12. mars 2022 18:35
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni