Engin bilun á símkerfum sem hafði áhrif á úrslitin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. mars 2022 13:26 Óalgengt er að allir séu á eitt sáttir með framlag Íslands til Eurovision. Vísir/Hulda Margrét Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi komu mörgum á óvart en þær Eyþórsdætur lögðu Reykjavíkurdætur að velli í lokaeinvígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að atkvæði hafi ekki skilað sér til Reykjavíkurdætra en forsvarsmenn keppninnar vísa því á bug. Það eru systurnar Sigga, Beta og Elín, Eyþórsdætur, sem fara út til Tórínó á Ítalíu eftir tvo mánuði til að keppa þar í Eurovision fyrir hönd Íslands. Lag þeirra heitir Með hækkandi sól. Úrslitin komu kannski mörgum á óvart en atriði Reykjavíkurdætra hafði verið spáð afgerandi sigri af veðbönkum. Þetta kom vinningsatriðinu sjálfu meira að segja á óvart eins og þær systur viðurkenndu fúslega uppi á sviði á keppninni í gær. Í kjölfar keppninnar skapaðist umræða á netinu þar sem margir kvörtuðu yfir því að hafa ekki náð í gegn um símkerfið til að kjósa atriði Reykjavíkurdætra. Reykjavíkurdætur í einvíginu margumtalaða.Hulda Margrét Þar virðast margir halda því staðfastlega fram að það hafi verið bilun í kerfinu sem olli því að atriði Siggu, Betu og Elínar sigraði í gærkvöldi. Margir einfaldlega inneignalausir Samkvæmt upplýsingum frá Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra keppninnar var Vodafone beðið um að kanna hvort eitthvað væri til í þessu. Rúnar Freyr Gíslason segir marga einfaldlega hafa verið inneignalausa og talið að um bilun hafi verið að ræða í símkerfinu þegar þeir gátu ekki kosið.Stöð 2 Og svo virðist alls ekki vera. Um 99,6 prósent þeirra sem reyndu að kjósa í gær náðu í gegn um kerfið og hinir sem náðu því ekki höfðu kosið mismunandi atriði. Hvert einasta ár séu einhverjar truflanir á kosningakerfinu, 0,4 prósent í ár, sem sé ekki mikið. Þó bendir Rúnar á að þeir sem séu í frelsisleið með farsímann sinn og hafi ekki átt inneign á símanum hafi auðvitað ekki getað kosið. Þetta hafi kannski ruglað marga. Því virðist ljóst að þær Sigga, Beta og Elín því réttmætir sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins. Eurovision Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Það eru systurnar Sigga, Beta og Elín, Eyþórsdætur, sem fara út til Tórínó á Ítalíu eftir tvo mánuði til að keppa þar í Eurovision fyrir hönd Íslands. Lag þeirra heitir Með hækkandi sól. Úrslitin komu kannski mörgum á óvart en atriði Reykjavíkurdætra hafði verið spáð afgerandi sigri af veðbönkum. Þetta kom vinningsatriðinu sjálfu meira að segja á óvart eins og þær systur viðurkenndu fúslega uppi á sviði á keppninni í gær. Í kjölfar keppninnar skapaðist umræða á netinu þar sem margir kvörtuðu yfir því að hafa ekki náð í gegn um símkerfið til að kjósa atriði Reykjavíkurdætra. Reykjavíkurdætur í einvíginu margumtalaða.Hulda Margrét Þar virðast margir halda því staðfastlega fram að það hafi verið bilun í kerfinu sem olli því að atriði Siggu, Betu og Elínar sigraði í gærkvöldi. Margir einfaldlega inneignalausir Samkvæmt upplýsingum frá Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra keppninnar var Vodafone beðið um að kanna hvort eitthvað væri til í þessu. Rúnar Freyr Gíslason segir marga einfaldlega hafa verið inneignalausa og talið að um bilun hafi verið að ræða í símkerfinu þegar þeir gátu ekki kosið.Stöð 2 Og svo virðist alls ekki vera. Um 99,6 prósent þeirra sem reyndu að kjósa í gær náðu í gegn um kerfið og hinir sem náðu því ekki höfðu kosið mismunandi atriði. Hvert einasta ár séu einhverjar truflanir á kosningakerfinu, 0,4 prósent í ár, sem sé ekki mikið. Þó bendir Rúnar á að þeir sem séu í frelsisleið með farsímann sinn og hafi ekki átt inneign á símanum hafi auðvitað ekki getað kosið. Þetta hafi kannski ruglað marga. Því virðist ljóst að þær Sigga, Beta og Elín því réttmætir sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins.
Eurovision Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira