Blóðugt ofbeldi í mexíkóskum fótbolta Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. mars 2022 14:30 Frá slagsmálum stuðningsmanna Querétaro og Atlas. MANUEL VELASQUEZ/GETTY IMAGES Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í blóðugum átökum sem brutust út á fótboltaleik þar í landi um síðustu helgi. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Óvíða í heiminum er að finna aðra eins óöld og ofbeldi eins og í Mexíkó. Eiturlyfjabarónar berast á banaspjótum og oftar en ekki eru almennir borgarar hin saklausu fórnarlömb þessa hildarleiks. Banvæn slagsmál á milli stuðningsmanna Um síðustu helgi má segja að hið gegnumsýrða ofbeldi samfélagsins hafi teygt anga sína inn í heim íþróttanna. Þá kom til blóðugra átaka á milli stuðningsmanna tveggja fótboltaliða sem áttust við, Querétaro og Atlas, með þeim afleiðingum að 26 áhorfendur lágu sárir eftir, nokkrir í lífshættu. Mexíkóskir fjölmiðlar fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í átökunum, en stjórnvöld neita að staðfesta þær upplýsingar. Átökin brutust út þegar um 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Hundruð áhangenda hlupu niður á völlinn til þess að flýja átökin á áhorfendapöllunum sem breiddust út um allt og niður á völlinn. Leikmenn beggja liða flýðu inn í búningsherbergi og fótboltavöllurinn breyttist á svipstundu í blóðugan vígvöll. Enginn veit fyrir víst af hverju átökin brutust út og engin forsaga er til um erjur á milli stuðningsmanna þessara liða. Hér má sjá myndskeið frá slagsmálunum Átökin héldu svo áfram utan við leikvanginn þar sem stuðningsmenn Querétaro tættu fötin utan af andstæðingum sínum og létu höggin og hnífana dynja á þeim. Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að aldrei hafi annað eins ofbeldi sést á fótboltaleik þar í landi. Verða eftirmál af ofbeldinu? Formaður úrvalsdeildarinnar fordæmdi ofbeldið og sagði að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar. Um það má þó efast því átökin endurspegla algeran vanmátt lögreglunnar til að kljást við óeirðaseggina, fjölmargar myndir og myndbönd voru teknar af slagsmálunum og slagsmálahundunum, þar sést ekki einn einasti lögregluþjónn, auk þess sem ekki einn einasti maður hefur enn verið handtekinn. Á nýlegum lista yfir 50 hættulegustu borgir heims, það er að segja þar sem flest morð eru framin miðað við íbúa, tróna átta borgir í Mexíkó í átta efstu sætunum. Alls eru 18 mexíkóskar borgir á listanum. Í Mexíkó hafa menn enn fremur áhyggjur af því að þessi þróun kunni að koma í veg fyrir að Mexíkó fái að halda Heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir fjögur ár, ásamt Bandaríkjunum og Kanada, eins og til stendur. Mexíkó Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Óvíða í heiminum er að finna aðra eins óöld og ofbeldi eins og í Mexíkó. Eiturlyfjabarónar berast á banaspjótum og oftar en ekki eru almennir borgarar hin saklausu fórnarlömb þessa hildarleiks. Banvæn slagsmál á milli stuðningsmanna Um síðustu helgi má segja að hið gegnumsýrða ofbeldi samfélagsins hafi teygt anga sína inn í heim íþróttanna. Þá kom til blóðugra átaka á milli stuðningsmanna tveggja fótboltaliða sem áttust við, Querétaro og Atlas, með þeim afleiðingum að 26 áhorfendur lágu sárir eftir, nokkrir í lífshættu. Mexíkóskir fjölmiðlar fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í átökunum, en stjórnvöld neita að staðfesta þær upplýsingar. Átökin brutust út þegar um 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Hundruð áhangenda hlupu niður á völlinn til þess að flýja átökin á áhorfendapöllunum sem breiddust út um allt og niður á völlinn. Leikmenn beggja liða flýðu inn í búningsherbergi og fótboltavöllurinn breyttist á svipstundu í blóðugan vígvöll. Enginn veit fyrir víst af hverju átökin brutust út og engin forsaga er til um erjur á milli stuðningsmanna þessara liða. Hér má sjá myndskeið frá slagsmálunum Átökin héldu svo áfram utan við leikvanginn þar sem stuðningsmenn Querétaro tættu fötin utan af andstæðingum sínum og létu höggin og hnífana dynja á þeim. Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að aldrei hafi annað eins ofbeldi sést á fótboltaleik þar í landi. Verða eftirmál af ofbeldinu? Formaður úrvalsdeildarinnar fordæmdi ofbeldið og sagði að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar. Um það má þó efast því átökin endurspegla algeran vanmátt lögreglunnar til að kljást við óeirðaseggina, fjölmargar myndir og myndbönd voru teknar af slagsmálunum og slagsmálahundunum, þar sést ekki einn einasti lögregluþjónn, auk þess sem ekki einn einasti maður hefur enn verið handtekinn. Á nýlegum lista yfir 50 hættulegustu borgir heims, það er að segja þar sem flest morð eru framin miðað við íbúa, tróna átta borgir í Mexíkó í átta efstu sætunum. Alls eru 18 mexíkóskar borgir á listanum. Í Mexíkó hafa menn enn fremur áhyggjur af því að þessi þróun kunni að koma í veg fyrir að Mexíkó fái að halda Heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir fjögur ár, ásamt Bandaríkjunum og Kanada, eins og til stendur.
Mexíkó Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira