Starfsmaður rússneska ríkissjónvarpsins mótmælti stríðinu í beinni útsendingu Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2022 22:16 Ovsyannikova náði að koma skilaboðum sínum á framfæri á þessari aðalsjónvarpsstöð rússneskra yfirvalda áður en klippt var í burtu og hún fjarlægð. Kona truflaði fréttaútsendingu rússnesku ríkisstöðvarinnar Channel One Russia um klukkan 21:30 að staðartíma í kvöld til að mótmæla stríðinu í Úkraínu. Konan starfar hjá sjónvarpsstöðinni að sögn mannréttindalögfræðingsins Pavels Chikov og OVD-Info, sjálfstæðs mannréttindahóps sem vaktar mótmæli í Rússlandi. Í myndskeiði sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum sést Marina Ovsyannikova standa fyrir aftan fréttaþul hrópandi „nei við stríði“ og “stöðvum stríðið.“ Á skilti sem hún heldur á má lesa „Ekkert stríð. Stöðvum stríðið. Ekki trúa áróðrinum sem þau eru að ljúga að ykkur hér“ og er það undirritað „Rússar gegn stríðinu.“ pic.twitter.com/3EMbhSdIGU— (@YaroslavConway) March 14, 2022 Max Seddon, fréttamaður Financial Times í Moskvu, segir að Ovsyannikova sé komin á lögreglustöð og muni njóta aðstoðar málsvarnarsjóðs Pavels Chikov. Rússneska ríkisfréttastofan TASS greinir frá því að Channel One sé með málið til rannsóknar. Í myndskeiði sem Ovsyannikova virðist hafa tekið upp í tengslum við atvikið segir hún stríðið í Úkraínu vera glæp sem sé einungis á ábyrgð Vladimirs Pútín Rússlandsforseta. Hún segir að faðir hennar sé úkraínskur og móðir rússnesk en þau hafi aldrei verið óvinir. Ovsyannikova biðst afsökunar á því að hafa starfað fyrir ríkisfréttastofuna þar sem hún hafi flutt áróður rússneskra stjórnvalda. Hún skammist sín fyrir að eiga þátt í því að stöðin hafi logið að landsmönnum. Marina Ovsyannikova, the woman who ran onto a live state TV news broadcast, even recorded a message beforehand. In it, she says her father is Ukrainian. She calls for anti-war protests, says she s ashamed about working for Kremlin propaganda, and she denounces the war absolutely. pic.twitter.com/nOpUY9bH74— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 14, 2022 „Við sögðum ekkert árið 2014 þegar þetta byrjaði. Við mótmæltum því ekki þegar ráðamenn í Kreml eitruðu fyrir Navalny. Við bara sátum og horfðum þögul á þessa ómanneskjulegu stjórnarhætti. Nú hefur allur heimurinn snúið baki við okkur og tíu kynslóðir afkomenda munu ekki hreinsa skömm þessa frændvígastríðs af sér.“ Innan við tveimur klukkustundum eftir að Ovsyannikova birtist á skjáum landsmanna höfðu yfir 4.600 manns skilið eftir athugasemdir á Facebook-síðu hennar og þakka margir henni fyrir hugrekkið. Mannréttindalögfræðingurinn Pavel Chikov segir að Ovsyannikova hafi verið handtekin og sé komin í hendur innanríkisráðuneytisins. Gerir hann ráð fyrir því að hún hafi verið ákærð fyrir brot á nýrri löggjöf sem er ætlað að koma í veg fyrir fólk komi óorði á aðgerðir rússneskra hermanna, dreifi „fölskum upplýsingum“ um rússneskar hersveitir eða kalli eftir að bundinn verði endi á hernaðaraðgerðir. Fólk sem hlýtur dóm fyrir brot á lögunum getur átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Fjölmiðlar Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Í myndskeiði sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum sést Marina Ovsyannikova standa fyrir aftan fréttaþul hrópandi „nei við stríði“ og “stöðvum stríðið.“ Á skilti sem hún heldur á má lesa „Ekkert stríð. Stöðvum stríðið. Ekki trúa áróðrinum sem þau eru að ljúga að ykkur hér“ og er það undirritað „Rússar gegn stríðinu.“ pic.twitter.com/3EMbhSdIGU— (@YaroslavConway) March 14, 2022 Max Seddon, fréttamaður Financial Times í Moskvu, segir að Ovsyannikova sé komin á lögreglustöð og muni njóta aðstoðar málsvarnarsjóðs Pavels Chikov. Rússneska ríkisfréttastofan TASS greinir frá því að Channel One sé með málið til rannsóknar. Í myndskeiði sem Ovsyannikova virðist hafa tekið upp í tengslum við atvikið segir hún stríðið í Úkraínu vera glæp sem sé einungis á ábyrgð Vladimirs Pútín Rússlandsforseta. Hún segir að faðir hennar sé úkraínskur og móðir rússnesk en þau hafi aldrei verið óvinir. Ovsyannikova biðst afsökunar á því að hafa starfað fyrir ríkisfréttastofuna þar sem hún hafi flutt áróður rússneskra stjórnvalda. Hún skammist sín fyrir að eiga þátt í því að stöðin hafi logið að landsmönnum. Marina Ovsyannikova, the woman who ran onto a live state TV news broadcast, even recorded a message beforehand. In it, she says her father is Ukrainian. She calls for anti-war protests, says she s ashamed about working for Kremlin propaganda, and she denounces the war absolutely. pic.twitter.com/nOpUY9bH74— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 14, 2022 „Við sögðum ekkert árið 2014 þegar þetta byrjaði. Við mótmæltum því ekki þegar ráðamenn í Kreml eitruðu fyrir Navalny. Við bara sátum og horfðum þögul á þessa ómanneskjulegu stjórnarhætti. Nú hefur allur heimurinn snúið baki við okkur og tíu kynslóðir afkomenda munu ekki hreinsa skömm þessa frændvígastríðs af sér.“ Innan við tveimur klukkustundum eftir að Ovsyannikova birtist á skjáum landsmanna höfðu yfir 4.600 manns skilið eftir athugasemdir á Facebook-síðu hennar og þakka margir henni fyrir hugrekkið. Mannréttindalögfræðingurinn Pavel Chikov segir að Ovsyannikova hafi verið handtekin og sé komin í hendur innanríkisráðuneytisins. Gerir hann ráð fyrir því að hún hafi verið ákærð fyrir brot á nýrri löggjöf sem er ætlað að koma í veg fyrir fólk komi óorði á aðgerðir rússneskra hermanna, dreifi „fölskum upplýsingum“ um rússneskar hersveitir eða kalli eftir að bundinn verði endi á hernaðaraðgerðir. Fólk sem hlýtur dóm fyrir brot á lögunum getur átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Fjölmiðlar Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent