Kevin Geniets var þó eins óheppinn og hægt var að vera þegar hann var að gera sig kláran að leggja í dagleið laugardagsins.
Hann er lúxemborgski meistarinn og ætlaði sér eflaust að sýna sig og sanna í þessari hjólreiðakeppni sem er á milli frönsku borganna París og Nice á suðurströndinni.
Rétt áður en keppnin átti að hefjast þá varð hinn óheppni Kevin hins vegar undir auglýsingaskilti þannig að hann skall illa í malbikinu.
Geniets ætlaði að harka þetta af sér og reyna sig við þess 155,2 kílómetra dagleið en varð fljótlega að gefast upp vegna verkja.
Hér fyrir neðan má sjá þetta furðulega atvik.
Kevin Geniets had to abandon from #ParisNice. This happened just before the start of Paris-Nice stage 7 @GenietsKevin. pic.twitter.com/xmmUp1yZqV
— TV 2 SPORT (@TV2SPORTdk) March 12, 2022