„Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. mars 2022 18:31 Runólfur Pálsson tók nýlega við sem forstjóri Landspítalans en álagið þar hefur verið mikið síðustu vikur út af Covid-19. Vísir/Vilhelm Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinast hafa með kórónuveiruna. Þegar mest var í lok febrúar greindust nærri fimm þúsund með veiruna á sólarhring. Síðustu daga hafa frá rúmlega eitt þúsund til rúmlega tvö þúsund manns greinst með veiruna. „Ef við lítum aðeins á Covid-19 að þá hefur tilfellum aðeins fækkað. Síðustu þrír dagar held ég geti sagt hafa verið bara mjög stöðugir. Það var aðeins í upphafi síðustu viku sem að innlögnum smitaðra fjölgaði mjög og það náttúrulega olli okkur miklum erfiðleikum vegna skorts á legurými og þessari miklu manneklu sem við eigum við að stríða. En einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta og það er náttúrulega bara starfsfólkinu að þakka.“ Um áttatíu sjúklingar eru með Covid-19 á Landspítalanum en sjötíu og fjórir þeirra eru með virkt smit. Fjórir eru á gjörgæslu en þrír þeirra eru í öndunarvél. Þá hefur verið nokkuð um að börn hafi leitað á spítalann með Covid-19. „Það hefur verið mikið annríki á bráðamóttöku barn af þeim sökum og mikið um sem sagt að það sé verið að veita þjónustu en svona heilt yfir hefur það verið mjög vel viðráðanlegt. Það hefur ekki borið að neinu marki á því að börn séu mjög alvarlega veik. Það verður að teljast gott og er kannski í samræmi við það sem við hefðum kannski búist við en það er alltaf hætta á því að einn og einn einstaklingur veikist mjög alvarlega og það höfum við svo sannarlega séð jafnvel í þessari ómíkronbylgju.“ Þá segir hann álagið enn mikið en vonast til að allt sé að þokast í rétta átt. „Auðvitað vonumst við til þess að þessir síðustu dagar séu til marks um það að við séum að sjá einhverja niðursveiflu fram undan. Þetta er búið vara þetta ástand kannski lengur hjá okkur heldur en svona toppur í þessari ómíkronbylgju í sumum nágrannalandanna. Þannig við höfum verið með miklar væntingar til þess að þetta fari að koma og við vonum það en þetta er erfitt áfram og við bara gerum allt sem við getum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. 6. mars 2022 23:15 Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 10. mars 2022 12:01 Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Landspítali á neyðarstigi en unnið að afléttingu takmarkana Landspítali er á neyðarstigi og 55 sjúklingar eru inniliggjandi með Covid á spítalanum. Farsóttanefnd skoðar möguleika á afléttingum á takmörkunum innan spítalans vegna faraldursins en ólíklegt að hratt verði farið af stað. 1. mars 2022 20:51 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinast hafa með kórónuveiruna. Þegar mest var í lok febrúar greindust nærri fimm þúsund með veiruna á sólarhring. Síðustu daga hafa frá rúmlega eitt þúsund til rúmlega tvö þúsund manns greinst með veiruna. „Ef við lítum aðeins á Covid-19 að þá hefur tilfellum aðeins fækkað. Síðustu þrír dagar held ég geti sagt hafa verið bara mjög stöðugir. Það var aðeins í upphafi síðustu viku sem að innlögnum smitaðra fjölgaði mjög og það náttúrulega olli okkur miklum erfiðleikum vegna skorts á legurými og þessari miklu manneklu sem við eigum við að stríða. En einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta og það er náttúrulega bara starfsfólkinu að þakka.“ Um áttatíu sjúklingar eru með Covid-19 á Landspítalanum en sjötíu og fjórir þeirra eru með virkt smit. Fjórir eru á gjörgæslu en þrír þeirra eru í öndunarvél. Þá hefur verið nokkuð um að börn hafi leitað á spítalann með Covid-19. „Það hefur verið mikið annríki á bráðamóttöku barn af þeim sökum og mikið um sem sagt að það sé verið að veita þjónustu en svona heilt yfir hefur það verið mjög vel viðráðanlegt. Það hefur ekki borið að neinu marki á því að börn séu mjög alvarlega veik. Það verður að teljast gott og er kannski í samræmi við það sem við hefðum kannski búist við en það er alltaf hætta á því að einn og einn einstaklingur veikist mjög alvarlega og það höfum við svo sannarlega séð jafnvel í þessari ómíkronbylgju.“ Þá segir hann álagið enn mikið en vonast til að allt sé að þokast í rétta átt. „Auðvitað vonumst við til þess að þessir síðustu dagar séu til marks um það að við séum að sjá einhverja niðursveiflu fram undan. Þetta er búið vara þetta ástand kannski lengur hjá okkur heldur en svona toppur í þessari ómíkronbylgju í sumum nágrannalandanna. Þannig við höfum verið með miklar væntingar til þess að þetta fari að koma og við vonum það en þetta er erfitt áfram og við bara gerum allt sem við getum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. 6. mars 2022 23:15 Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 10. mars 2022 12:01 Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Landspítali á neyðarstigi en unnið að afléttingu takmarkana Landspítali er á neyðarstigi og 55 sjúklingar eru inniliggjandi með Covid á spítalanum. Farsóttanefnd skoðar möguleika á afléttingum á takmörkunum innan spítalans vegna faraldursins en ólíklegt að hratt verði farið af stað. 1. mars 2022 20:51 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. 6. mars 2022 23:15
Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 10. mars 2022 12:01
Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11
Landspítali á neyðarstigi en unnið að afléttingu takmarkana Landspítali er á neyðarstigi og 55 sjúklingar eru inniliggjandi með Covid á spítalanum. Farsóttanefnd skoðar möguleika á afléttingum á takmörkunum innan spítalans vegna faraldursins en ólíklegt að hratt verði farið af stað. 1. mars 2022 20:51