Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan nú hækkað um 6,1% og um 9,6% síðastliðna sex mánuði. Hún hefur hækkað um 22,5% síðastliðið ár.
Þetta kemur fram í uppfærðum tölum Þjóðskrár Íslands en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma.

Að sögn Þjóðskrár er íbúðarhúsnæði skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis og er niðurstaðan vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði.