Segja Rússa halda mörg hundruð manns í gíslingu á spítala í Mariupol Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2022 21:27 Staðan versnar dag frá degi í Mariupol. Hér sést lögreglumaður standa fyrir framan lík á öðrum spítala í borginni. Fólkið fórst í sprengjuárásum. Ap/Evgeniy Maloletka Rússneskir hermenn eru sagðir halda um fjögur hundruð manns í gíslingu á sjúkrahúsi í Mariupol. Sergei Orlov aðstoðarborgarstjóri segir hermennina hafa rutt sér leið inn í sjúkrahúsið og tekið fólk þar og íbúa í nærliggjandi húsum í gíslingu. Héraðsstjórinn Pavlo Kyrylenko segir að spítalinn, sem er staðsettur utarlega í vesturhluta borgarinnar, hafi meira og minna verið lagður í rúst á seinustu dögum en að heilbrigðisstarfsfólk hafi haldið áfram að meðhöndla sjúklinga í kjallaranum. Um er að ræða einn stærsta spítala borgarinnar. Í færslu sem Kyrylenko birti á Facebook-síðu sinni um klukkan 14:30 að íslenskum tíma hefur hann eftir einum starfsmanni sjúkrahússins að Rússar hafi neytt 400 manns úr nærliggjandi húsum til að koma á spítalann og enginn fái að yfirgefa svæðið. Litlar fregnir hafa borist af aðstæðum á spítalanum síðar í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst 2.400 almennir borgarar hafi farist frá því að rússneski herinn hóf sprengjuárásir á Mariupol. Margir íbúar reyni nú að lifa af í neðanjarðarbyrgjum. Orlov sagði í samtali við CNN fyrr í dag að Rússar haldi áfram að rústa borginni og í gær hafi minnst 22 loftför varpað allavega 100 sprengjum á borgina. Hann segir eyðilegginguna vera gríðarlega. Hann bætti við að rússneskir hermenn hafi tekið lækna og sjúklinga í gíslingu á sjúkrahúsinu og kallaði gjörninginn stríðsglæp. Orlov telur að 350 til 400 þúsund íbúar séu eftir í borginni en um tvö þúsund bílar yfirgáfu hana í dag. Aðstoðarborgarstjórinn bætti við að vatns- og fæðuskortur væri ríkjandi í Mariupol en bílalest með neyðaraðstoð sem átti að koma á sunnudag hafði ekki enn skilað sér síðdegis í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Héraðsstjórinn Pavlo Kyrylenko segir að spítalinn, sem er staðsettur utarlega í vesturhluta borgarinnar, hafi meira og minna verið lagður í rúst á seinustu dögum en að heilbrigðisstarfsfólk hafi haldið áfram að meðhöndla sjúklinga í kjallaranum. Um er að ræða einn stærsta spítala borgarinnar. Í færslu sem Kyrylenko birti á Facebook-síðu sinni um klukkan 14:30 að íslenskum tíma hefur hann eftir einum starfsmanni sjúkrahússins að Rússar hafi neytt 400 manns úr nærliggjandi húsum til að koma á spítalann og enginn fái að yfirgefa svæðið. Litlar fregnir hafa borist af aðstæðum á spítalanum síðar í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst 2.400 almennir borgarar hafi farist frá því að rússneski herinn hóf sprengjuárásir á Mariupol. Margir íbúar reyni nú að lifa af í neðanjarðarbyrgjum. Orlov sagði í samtali við CNN fyrr í dag að Rússar haldi áfram að rústa borginni og í gær hafi minnst 22 loftför varpað allavega 100 sprengjum á borgina. Hann segir eyðilegginguna vera gríðarlega. Hann bætti við að rússneskir hermenn hafi tekið lækna og sjúklinga í gíslingu á sjúkrahúsinu og kallaði gjörninginn stríðsglæp. Orlov telur að 350 til 400 þúsund íbúar séu eftir í borginni en um tvö þúsund bílar yfirgáfu hana í dag. Aðstoðarborgarstjórinn bætti við að vatns- og fæðuskortur væri ríkjandi í Mariupol en bílalest með neyðaraðstoð sem átti að koma á sunnudag hafði ekki enn skilað sér síðdegis í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira