Alþjóðlegi óráðsdagurinn Elfa Þöll Grétarsdóttir skrifar 16. mars 2022 07:01 Í dag er alþjóðlegi óráðsdagurinn haldinn hátíðlega víða um heim. Af þessu tilefni verður haldið málþing um óráð á Landspítalanum og það verður á opnu streymi á facebook síðu Landspítalans og öllum velkomið að fylgjast með. En hvað er óráð? Óráð (e.delirium) er skyndilegt ruglástand sem einkennist af truflun á athygli, meðvitund, skyntúlkun og vitrænni getu. Óráð er oft fyrstu merki um alvarleg veikindi eins og blæðingar, líffærabilanir og sýkingar. Sjúklingar sem fara í óráð liggja að jafnaði lengur á spítala, hafa verri horfur, fá fleiri fylgikvilla sjúkrahúslegu og útskrifast frekar á hærra þjónustustig (Sillner ofl. 2019, Marcantonio, 2017). Óráð er óráð Óráð er langalgengasta orsök fyrir byltum samkvæmt rannsóknum, 96% bylta hjá skurðsjúklingum tengdist óráði (Lakatos ofl.,2009), 72% sjúklinga á lyflækningadeild (Babine of.,2016) og 50% gjörgæsluskjúklinga (Trumble ofl.,2017). Talið er að hægt sé að koma í veg fyrir að minnsta 30% óráðstilfella með því að þekkja áhættuþætti og bregðast rétt við. Þeir sem þekkja sjúklinginn best eru í lykilstöðu til að greina óráð og því mikilvægt að sem flestir þekki einkenni og áhættuþætti óráðs. Með hækkandi aldri eykst áhætta fyrir óráði samfara veikindum. Til að bæta horfur þeirra þurfum við öll að taka höndum saman og standa vörð um okkar elsta fólk þegar það veikist. Nánari upplýsingar um óráð má nálgast á fræðsluvef Landspítala: www.landspitali.is/orad Höfundur er sérfræðingur í hjúkrun aldraðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi óráðsdagurinn haldinn hátíðlega víða um heim. Af þessu tilefni verður haldið málþing um óráð á Landspítalanum og það verður á opnu streymi á facebook síðu Landspítalans og öllum velkomið að fylgjast með. En hvað er óráð? Óráð (e.delirium) er skyndilegt ruglástand sem einkennist af truflun á athygli, meðvitund, skyntúlkun og vitrænni getu. Óráð er oft fyrstu merki um alvarleg veikindi eins og blæðingar, líffærabilanir og sýkingar. Sjúklingar sem fara í óráð liggja að jafnaði lengur á spítala, hafa verri horfur, fá fleiri fylgikvilla sjúkrahúslegu og útskrifast frekar á hærra þjónustustig (Sillner ofl. 2019, Marcantonio, 2017). Óráð er óráð Óráð er langalgengasta orsök fyrir byltum samkvæmt rannsóknum, 96% bylta hjá skurðsjúklingum tengdist óráði (Lakatos ofl.,2009), 72% sjúklinga á lyflækningadeild (Babine of.,2016) og 50% gjörgæsluskjúklinga (Trumble ofl.,2017). Talið er að hægt sé að koma í veg fyrir að minnsta 30% óráðstilfella með því að þekkja áhættuþætti og bregðast rétt við. Þeir sem þekkja sjúklinginn best eru í lykilstöðu til að greina óráð og því mikilvægt að sem flestir þekki einkenni og áhættuþætti óráðs. Með hækkandi aldri eykst áhætta fyrir óráði samfara veikindum. Til að bæta horfur þeirra þurfum við öll að taka höndum saman og standa vörð um okkar elsta fólk þegar það veikist. Nánari upplýsingar um óráð má nálgast á fræðsluvef Landspítala: www.landspitali.is/orad Höfundur er sérfræðingur í hjúkrun aldraðra.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar