„Ekki vera aumingi“ Þorsteinn V. Einarsson skrifar 16. mars 2022 11:00 Skaðleg karlmennska bitnar ekki einungis á konum eða jaðarsettum hópum heldur getur hún bitnað einnig á strákum, körlum og þeim eintaklingum sem tengja við karlmennsku. Þessi stutta teiknaða hreyfimynd er eitt dæmi um hvernig skaðleg karlmennska getur orðið til hjá ungum strákum. Sumum strákum er kennt að harka allt af sér og gráta ekki þegar þeir meiða sig, vera ekki aumingjar. Slíkt getur stuðlað að skömm og því að strákar læra að hunsa eigin tilfinningar, því þeir vilja ekki vera aumingjar. Mikilvægt er að við, sérstaklega pabbar, yfirfærum þetta viðhorf (sem við kunnum að hafa lært) ekki á okkar stráka heldur styðjum þá með samkennd, hlýju og ást. Það gerir hvorki okkur né strákana okkar að aumingjum heldur nærir þrautseygju, skapar sterk tengsl og jákvæða karlmennsku. Menningarmein Sumir hafa átt erfitt með að tengja kvenfyrirlitningu við karlmennsku. Ef við lítum á viðteknar hugmyndir um konur og kvenleika og karla og karlmennsku, ættum við að sjá hvernig tilfinningar, umhyggjusemi, hlýja og næmni hefur verið tengd við konur og kvenleika. Á meðan harka, rökhyggja og dugnaður sama hvað, hefur verið tengt við karla og karlmennsku. Þar sem kvenleikinn (hlýja, næmni og umhyggjusemi) er talinn síður eftirsóknarverður fyrir karla að tileinka sér. Þetta er augljóst dæmi um hvernig karlmennska, einkum þessi skaðlega, er lituð af kvenfyrirlitningu. Karlar og drengir eru ekkert síður umhyggjusamari en konur eða stúlkur. Meðvitað og ómeðvitað er þeim hins vegar kennt að vera ekki kellingar og aumingjar. Inræddir af kvenfyrirlitningu og á sama tíma sjálfsfyrirlitningu. Þeir læra að fyrirlíta sjálfa sig fyrir að vera of næmir, of mjúkir, of tilfinningaríkir, of miklar kellingar og aumingjar. Það er skaðleg karlmennska og hún bitnar á okkur öllum. Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar, af því það er jákvæð karlmennska. Höfundur er kynjafræðingur og forsprakki karlmennskan.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn V. Einarsson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skaðleg karlmennska bitnar ekki einungis á konum eða jaðarsettum hópum heldur getur hún bitnað einnig á strákum, körlum og þeim eintaklingum sem tengja við karlmennsku. Þessi stutta teiknaða hreyfimynd er eitt dæmi um hvernig skaðleg karlmennska getur orðið til hjá ungum strákum. Sumum strákum er kennt að harka allt af sér og gráta ekki þegar þeir meiða sig, vera ekki aumingjar. Slíkt getur stuðlað að skömm og því að strákar læra að hunsa eigin tilfinningar, því þeir vilja ekki vera aumingjar. Mikilvægt er að við, sérstaklega pabbar, yfirfærum þetta viðhorf (sem við kunnum að hafa lært) ekki á okkar stráka heldur styðjum þá með samkennd, hlýju og ást. Það gerir hvorki okkur né strákana okkar að aumingjum heldur nærir þrautseygju, skapar sterk tengsl og jákvæða karlmennsku. Menningarmein Sumir hafa átt erfitt með að tengja kvenfyrirlitningu við karlmennsku. Ef við lítum á viðteknar hugmyndir um konur og kvenleika og karla og karlmennsku, ættum við að sjá hvernig tilfinningar, umhyggjusemi, hlýja og næmni hefur verið tengd við konur og kvenleika. Á meðan harka, rökhyggja og dugnaður sama hvað, hefur verið tengt við karla og karlmennsku. Þar sem kvenleikinn (hlýja, næmni og umhyggjusemi) er talinn síður eftirsóknarverður fyrir karla að tileinka sér. Þetta er augljóst dæmi um hvernig karlmennska, einkum þessi skaðlega, er lituð af kvenfyrirlitningu. Karlar og drengir eru ekkert síður umhyggjusamari en konur eða stúlkur. Meðvitað og ómeðvitað er þeim hins vegar kennt að vera ekki kellingar og aumingjar. Inræddir af kvenfyrirlitningu og á sama tíma sjálfsfyrirlitningu. Þeir læra að fyrirlíta sjálfa sig fyrir að vera of næmir, of mjúkir, of tilfinningaríkir, of miklar kellingar og aumingjar. Það er skaðleg karlmennska og hún bitnar á okkur öllum. Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar, af því það er jákvæð karlmennska. Höfundur er kynjafræðingur og forsprakki karlmennskan.is.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun