Breyttist úr innipúka í útivistarmann og hreindýraskyttu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. mars 2022 13:31 Kári Egilsson flutti tólf ára til Grænlands Hvar er best að búa Hjónin Ingunn Ásgeirsdóttir og Egill Þorri Steingrímsson fluttu ásamt yngri syni sínum, Kára Egilssyni, til Grænlands árið 2018, eftir fimm ára dvöl í Brussel. Kári hóf framhaldsskólanám síðastliðið haust í Danmörku en þau segja hann hafa blómstrað þessi ár sem þau bjuggu í höfuðstað Grænlands, Nuuk. Þau segja að hann hafi verið innipúki á meðan þau bjuggu í Brussel og alls ekki hneigður til íþrótta. „Hann sóttist ekkert í neinn hasar eða neitt,“ segir Egill enda tilveran í stórborginni Brussel órafjarri lífinu á Grænlandi. Í Brussel þurfti að skipuleggja samveru við vini með góðum fyrirvara og skólinn strangur. En líf hans gjörbreyttist þegar þau fluttu með hann tólf ára gamlan úr aganum í Brussel í frelsið á Grænlandi. Þar æfði hann box undir handleiðslu þjálfara frá Íran, varð hreindýraskytta kornungur og naut frelsisins sem fylgir því að búa í víðáttunni á Grænlandi - eins og sjá má í myndbrotinu sem hér fylgir úr þættinum Hvar er best að búa? sem sýndur var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Klippa: Sonurinn Made in Greenland Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Egil og Ingunni og Kára til Nuuk á Grænlandi en í þáttaröðinni heimsækir hún alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Ferðalög Hvar er best að búa? Grænland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lífið þarf að vera spennandi áskorun „Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju. 14. mars 2022 15:30 Þurfum ekki að vera föst í hlekkjum fasteignalána og endalausum veðurviðvörunum „Það var náttúrlega ekki alveg einfalt að vera sjónvarpsþáttaframleiðandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir Lóa Pind, sem fer í kvöld aftur af stað með þætti sína Hvar er best að búa? 6. mars 2022 13:31 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Kári hóf framhaldsskólanám síðastliðið haust í Danmörku en þau segja hann hafa blómstrað þessi ár sem þau bjuggu í höfuðstað Grænlands, Nuuk. Þau segja að hann hafi verið innipúki á meðan þau bjuggu í Brussel og alls ekki hneigður til íþrótta. „Hann sóttist ekkert í neinn hasar eða neitt,“ segir Egill enda tilveran í stórborginni Brussel órafjarri lífinu á Grænlandi. Í Brussel þurfti að skipuleggja samveru við vini með góðum fyrirvara og skólinn strangur. En líf hans gjörbreyttist þegar þau fluttu með hann tólf ára gamlan úr aganum í Brussel í frelsið á Grænlandi. Þar æfði hann box undir handleiðslu þjálfara frá Íran, varð hreindýraskytta kornungur og naut frelsisins sem fylgir því að búa í víðáttunni á Grænlandi - eins og sjá má í myndbrotinu sem hér fylgir úr þættinum Hvar er best að búa? sem sýndur var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Klippa: Sonurinn Made in Greenland Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Egil og Ingunni og Kára til Nuuk á Grænlandi en í þáttaröðinni heimsækir hún alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Ferðalög Hvar er best að búa? Grænland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lífið þarf að vera spennandi áskorun „Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju. 14. mars 2022 15:30 Þurfum ekki að vera föst í hlekkjum fasteignalána og endalausum veðurviðvörunum „Það var náttúrlega ekki alveg einfalt að vera sjónvarpsþáttaframleiðandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir Lóa Pind, sem fer í kvöld aftur af stað með þætti sína Hvar er best að búa? 6. mars 2022 13:31 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Lífið þarf að vera spennandi áskorun „Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju. 14. mars 2022 15:30
Þurfum ekki að vera föst í hlekkjum fasteignalána og endalausum veðurviðvörunum „Það var náttúrlega ekki alveg einfalt að vera sjónvarpsþáttaframleiðandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir Lóa Pind, sem fer í kvöld aftur af stað með þætti sína Hvar er best að búa? 6. mars 2022 13:31