Diljá kveður borgarpólitíkina ósátt við kosningafyrirkomulag Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2022 14:00 Diljá hefur ákveðið að þiggja ekki 5. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar en þær fara fram eftir tvo mánuði. Hún segir að prófkjörið og niðurstöðuna þar hafa reynst sér þungbær. Vísir/Vilhelm Diljá Ámundadóttir Zoëga hefur ákveðið að þiggja ekki fimmta sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Síðast liðnu dagar hafa tekið á. Ég ætla ekki að þykjast að vera annað en miður mín og sorgmædd yfir því að vera að kveðja störf mín, samstarfsfólk úr öllum flokkum og stjórnkerfinu öllu í vor,“ segir Diljá í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni. Sér sér ekki annan kost en hætta Þar greinir hún frá ákvörðun sinni og skýrir hvað býr þar að baki. Hún segist sjá fyrir sér að þátttaka í stjórnmálum, við svo búið, eftir niðurstöðu úr prófkjöri, að hún muni tryggja sér fulla atvinnu. „Ég er því miður ekki í aðstöðu til að geta tekið áhættu um að það tiltekna sæti geti boðið mér fullt starf eftir kosningar. Ég er einstæð móðir og er líka með langveikt og fatlað barn sem ég vil tryggja allt heimsins öryggi og stöðugleika.“ Fjölmargir félagar í Viðreisn og fleiri lýsa því yfir að þeim þyki mikil eftirsjá af henni en Diljá fer yfir feril sinn í stjórnmálum í pistlinum. Umdeilanlegt fyrirkomulag Þá setur hún spurningarmerki við fyrirkomulagið en svo virðist sem fléttulistar og kynjakvótar séu farnar að bíta í skottið á sér; farið að standa framgangi kvenna í stjórnmálum fyrir þrifum. Dilja lýsir því að hún hafi fengið virkilega góða kosningu í prófkjörinu. Af þeim sem greiddu atkvæði hlaut hún 73 prósent kosningu eða næst mestan fjölda atkvæða frambjóðenda sem voru sjö. Og afgerandi kosningu í þriðja sætið, sem er það sæti sem Diljá sóttist eftir. „En það dugði því miður ekki til. Talningarkerfið virkar þannig að sá frambjóðandi, sem bauð sig fram í oddvitasætið, en náði ekki kjöri þar er þó með 9 atkvæðum fleiri en ég í 1. - 3. Sætið. Og hlýtur þá það sæti og ég það fjórða. Vegna reglu um kynjafléttu á lista dett ég svo niður í 5. sætið.“ Diljá segir að svona séu reglurnar og hún virði þær að sjálfsögðu. En vert sé að upplýsa fólk um, ekki síst þá 855 sem greiddu henni atkvæði, að hún ætlaði að láta gott heita að sinni. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Síðast liðnu dagar hafa tekið á. Ég ætla ekki að þykjast að vera annað en miður mín og sorgmædd yfir því að vera að kveðja störf mín, samstarfsfólk úr öllum flokkum og stjórnkerfinu öllu í vor,“ segir Diljá í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni. Sér sér ekki annan kost en hætta Þar greinir hún frá ákvörðun sinni og skýrir hvað býr þar að baki. Hún segist sjá fyrir sér að þátttaka í stjórnmálum, við svo búið, eftir niðurstöðu úr prófkjöri, að hún muni tryggja sér fulla atvinnu. „Ég er því miður ekki í aðstöðu til að geta tekið áhættu um að það tiltekna sæti geti boðið mér fullt starf eftir kosningar. Ég er einstæð móðir og er líka með langveikt og fatlað barn sem ég vil tryggja allt heimsins öryggi og stöðugleika.“ Fjölmargir félagar í Viðreisn og fleiri lýsa því yfir að þeim þyki mikil eftirsjá af henni en Diljá fer yfir feril sinn í stjórnmálum í pistlinum. Umdeilanlegt fyrirkomulag Þá setur hún spurningarmerki við fyrirkomulagið en svo virðist sem fléttulistar og kynjakvótar séu farnar að bíta í skottið á sér; farið að standa framgangi kvenna í stjórnmálum fyrir þrifum. Dilja lýsir því að hún hafi fengið virkilega góða kosningu í prófkjörinu. Af þeim sem greiddu atkvæði hlaut hún 73 prósent kosningu eða næst mestan fjölda atkvæða frambjóðenda sem voru sjö. Og afgerandi kosningu í þriðja sætið, sem er það sæti sem Diljá sóttist eftir. „En það dugði því miður ekki til. Talningarkerfið virkar þannig að sá frambjóðandi, sem bauð sig fram í oddvitasætið, en náði ekki kjöri þar er þó með 9 atkvæðum fleiri en ég í 1. - 3. Sætið. Og hlýtur þá það sæti og ég það fjórða. Vegna reglu um kynjafléttu á lista dett ég svo niður í 5. sætið.“ Diljá segir að svona séu reglurnar og hún virði þær að sjálfsögðu. En vert sé að upplýsa fólk um, ekki síst þá 855 sem greiddu henni atkvæði, að hún ætlaði að láta gott heita að sinni.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira