Stokkseyringar og Eyrbekkingar fá ljósleiðara í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2022 16:45 Hér halda Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg (t.v), Elísabet E. Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Ljósleiðaranum og Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, á ídráttarröri Ljósleiðarans sem rúmar þúsund slíka þræði. Aðsend Í sumar mun Ljósleiðarinn leggja ljósleiðara til allra heimila og fyrirtækja á Stokkseyri og Eyrarbakka. Framkvæmdirnar hefjast með hækkandi sól og lokið verður við að tengja öll heimili á Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir árslok 2022. Nú þegar er hafin svokölluð húsaskoðun á Stokkseyri og Eyrarbakka, en hún er liður í vali á lagnaleiðum Ljósleiðarans í þorpunum. Það verkefni er unnið í samstarfi við Mílu eins og önnur uppbyggingarverkefni Ljósleiðarans undanfarin ár. Með framkvæmdunum mun heimilum í þessum byggðakjörnum standa til boða Eitt gíg gæðasamband Ljósleiðarans, sem gefur kost á 1.000 megabita gagnaflutningi til hvers heimilis og frá því. Flest fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um Ljósleiðarann og viðskiptavinum stendur til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða Nova, Vodafone, Símans, Hringdu, Kapalvæðingar og Hringiðunnar. „Við fundum vel fyrir því á tímum COVID hvað góðar nettengingar skipta vinnustaði og heimili í sveitarfélaginu miklu máli, tækifærin sem fylgja eru stórkostleg svo sem möguleikar til fjarfunda, heimavinnu og móttöku háskerpu sjónvarpsefnis. Á Selfossi hafa íbúar tekið framkvæmdum Ljósleiðarans fagnandi og íbúar nær ströndinni hafa beðið með eftirvæntingu eftir að slíkt átak líti dagsins ljós þar. Það er því sérstakt fagnaðarefni að sjá Ljósleiðarann taka af skarið og leggja þennan kraft í ljósleiðaravæðingu á Stokkseyri og Eyrarbakka,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Loftmynd af EyrarbakkaAðsend Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans segir fyrir tækið hafa fundið upp á síðkastið alveg nýja eftirspurn eftir gæðasambandi Ljósleiðarans, en það er frá fólki sem vinnur núorðið að verulegu leyti heima hjá sér. „Já, fólk er óhræddara við að flytja lengra frá vinnustaðnum, vitandi að það getur sinnt starfinu sínu heiman frá sér. Það er þess vegna frábært að geta svarað kalli íbúa eftir ljósleiðara og fjölgað enn frekar þeim heimilum í landinu sem geta tengst Ljósleiðaranum. Með þessu fækkum við þeim byggðakjörnum sem ekki hafa kost á ljósleiðara og höldum áfram að stuðla að ljósleiðaravæðingu landsins,“ segir Erling Freyr. Um er að ræða 460 heimili, sem geta tengst. Loftmynd af Stokkseyri Árborg Fjarskipti Fjarvinna Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Nú þegar er hafin svokölluð húsaskoðun á Stokkseyri og Eyrarbakka, en hún er liður í vali á lagnaleiðum Ljósleiðarans í þorpunum. Það verkefni er unnið í samstarfi við Mílu eins og önnur uppbyggingarverkefni Ljósleiðarans undanfarin ár. Með framkvæmdunum mun heimilum í þessum byggðakjörnum standa til boða Eitt gíg gæðasamband Ljósleiðarans, sem gefur kost á 1.000 megabita gagnaflutningi til hvers heimilis og frá því. Flest fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um Ljósleiðarann og viðskiptavinum stendur til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða Nova, Vodafone, Símans, Hringdu, Kapalvæðingar og Hringiðunnar. „Við fundum vel fyrir því á tímum COVID hvað góðar nettengingar skipta vinnustaði og heimili í sveitarfélaginu miklu máli, tækifærin sem fylgja eru stórkostleg svo sem möguleikar til fjarfunda, heimavinnu og móttöku háskerpu sjónvarpsefnis. Á Selfossi hafa íbúar tekið framkvæmdum Ljósleiðarans fagnandi og íbúar nær ströndinni hafa beðið með eftirvæntingu eftir að slíkt átak líti dagsins ljós þar. Það er því sérstakt fagnaðarefni að sjá Ljósleiðarann taka af skarið og leggja þennan kraft í ljósleiðaravæðingu á Stokkseyri og Eyrarbakka,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Loftmynd af EyrarbakkaAðsend Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans segir fyrir tækið hafa fundið upp á síðkastið alveg nýja eftirspurn eftir gæðasambandi Ljósleiðarans, en það er frá fólki sem vinnur núorðið að verulegu leyti heima hjá sér. „Já, fólk er óhræddara við að flytja lengra frá vinnustaðnum, vitandi að það getur sinnt starfinu sínu heiman frá sér. Það er þess vegna frábært að geta svarað kalli íbúa eftir ljósleiðara og fjölgað enn frekar þeim heimilum í landinu sem geta tengst Ljósleiðaranum. Með þessu fækkum við þeim byggðakjörnum sem ekki hafa kost á ljósleiðara og höldum áfram að stuðla að ljósleiðaravæðingu landsins,“ segir Erling Freyr. Um er að ræða 460 heimili, sem geta tengst. Loftmynd af Stokkseyri
Árborg Fjarskipti Fjarvinna Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira