Samdi lög um ástarsorg áður en hún upplifði hana sjálf Elísabet Hanna skrifar 18. mars 2022 13:31 Una Torfadóttir semur um mannlegar tilfinningar sem við þekkjum öll. Aðsend Una Torfadóttir var að gefa út sitt fyrsta lag í dag en sem barn skrifaði hún dramatíska texta um ástarsorg sem hún hafði aldrei upplifað. Í dag býr hún yfir mikilli lífsreynslu sem hún vinnur meðal annars úr með því að semja tónlist. Hefur farið í gegnum meira en flestir Unga tónlistarkonan gaf út sitt fyrsta lag Ekkert að í dag en lagið er það fyrsta af væntanlegri EP-plötu sem ber heitir Flækt og týnd og einmana. Þegar hún var yngri samdi hún á ensku en í dag heldur hún sig við móðurmálið íslensku. „Mér finnst viðeigandi að þetta sé fyrsta lagið sem fólk fær að heyra frá mér. Hér er ég berskjölduð að gefa út tónlist í fyrsta skipti og í þessu lagi legg ég öll spilin á borðið“ segir hún. Una hefur þrátt fyrir ungan aldur farið í gegnum meira en flestir. Barátta hennar við krabbamein í heila var mikið í fréttum hér um árið þegar móðir hennar Svandís Svavarsdóttir endurskipulagði störf sín sem ráðherra til að vera til staðar fyrir dóttur sína. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Lögin eins og að lesa dagbókina hennar Una segir hvert lag vera eins og dagbókarfærslu eða bréf sem geymi allar hugsanirnar og allt sem hún vildi geta sagt. Hún segir þau bera með sér viðkvæmar vangaveltur um tilfinningar sem er oft erfitt að tjá. Hún semur flest lögin á gítar inni í herberginu sínu með dagbókina opna fyrir framan sig. Hér að neðan má heyra fyrsta lagið sem Una gefur frá sér. „Það er svo fyndið ferli að semja lag, ég hef enga stjórn á laginu, mitt verkefni er bara að leita og prófa, hlusta á það sem kemur og skrifa niður áður en það gleymist“ Væntanleg plata Á væntanlegri plötu sem er gefin út í nánu samstarfi við Sony Music Iceland er einvala lið fagmanna með Unu í verkefninu. Hildur Kristín Stefánsdóttir pródúserar, Hafsteinn Þráinsson hljóðblandar og Kári Ísleifsson masterar. Tumi Torfason, bróðir Unu, spilar á bassa, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur og Una spilar sjálf á gítar og píanó. Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Una dóttir Svandísar heilbrigðisráðherra alvarlega veik Svandís Svavarsdóttir greinir frá veikindum dóttur sinnar á Facebook. 10. júlí 2020 09:37 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Hefur farið í gegnum meira en flestir Unga tónlistarkonan gaf út sitt fyrsta lag Ekkert að í dag en lagið er það fyrsta af væntanlegri EP-plötu sem ber heitir Flækt og týnd og einmana. Þegar hún var yngri samdi hún á ensku en í dag heldur hún sig við móðurmálið íslensku. „Mér finnst viðeigandi að þetta sé fyrsta lagið sem fólk fær að heyra frá mér. Hér er ég berskjölduð að gefa út tónlist í fyrsta skipti og í þessu lagi legg ég öll spilin á borðið“ segir hún. Una hefur þrátt fyrir ungan aldur farið í gegnum meira en flestir. Barátta hennar við krabbamein í heila var mikið í fréttum hér um árið þegar móðir hennar Svandís Svavarsdóttir endurskipulagði störf sín sem ráðherra til að vera til staðar fyrir dóttur sína. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Lögin eins og að lesa dagbókina hennar Una segir hvert lag vera eins og dagbókarfærslu eða bréf sem geymi allar hugsanirnar og allt sem hún vildi geta sagt. Hún segir þau bera með sér viðkvæmar vangaveltur um tilfinningar sem er oft erfitt að tjá. Hún semur flest lögin á gítar inni í herberginu sínu með dagbókina opna fyrir framan sig. Hér að neðan má heyra fyrsta lagið sem Una gefur frá sér. „Það er svo fyndið ferli að semja lag, ég hef enga stjórn á laginu, mitt verkefni er bara að leita og prófa, hlusta á það sem kemur og skrifa niður áður en það gleymist“ Væntanleg plata Á væntanlegri plötu sem er gefin út í nánu samstarfi við Sony Music Iceland er einvala lið fagmanna með Unu í verkefninu. Hildur Kristín Stefánsdóttir pródúserar, Hafsteinn Þráinsson hljóðblandar og Kári Ísleifsson masterar. Tumi Torfason, bróðir Unu, spilar á bassa, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur og Una spilar sjálf á gítar og píanó.
Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Una dóttir Svandísar heilbrigðisráðherra alvarlega veik Svandís Svavarsdóttir greinir frá veikindum dóttur sinnar á Facebook. 10. júlí 2020 09:37 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Una dóttir Svandísar heilbrigðisráðherra alvarlega veik Svandís Svavarsdóttir greinir frá veikindum dóttur sinnar á Facebook. 10. júlí 2020 09:37