Úkraínuforseti segir Rússa reisa múr milli frjálsra og ófrjálsra ríkja Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2022 19:42 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu var hylltur að lokonu ávarpi sínu til þýska þingsins í dag þótt hann hafi gagnrýnt Þjóðverja töluvert í ávarpi sínu. AP/Markus Schreiber Forseti Úkraínu biðlar til Vesturlanda að auka hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning sinn við landið. Rússar væru að reisa múr á milli frjálsra þjóða og ófrjálsra í Evrópu sem stækkaði með hverjum deginum sem liði í stríðinu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þýska þingið í dag og minnti þingmenn á að stríðið Úkraínu hefði ekki byrjað fyrir þremur vikum heldur árið 2014 með innlimun Rússa á Krímskaga og þátttöku þeirra í stríði uppreisnarmanna í Dobashéraði í austurhluta landsins. Hann gagnrýndi Þjóðverja fyrir andvaraleysi gagnvart Putin sem hefði gert evrópuríki og þá Þýskaland sérstaklega háð gasi og olíu frá Rússlandi. „Þegar við sögðum ykkur að Nord Stream væri vopn og undirbúningur undir stórt stríð fengum við það svar að þetta væru efnahagsmál. Efnahagsmál. Efnahagsmál. En þetta var sement í nýjan múr," sagði Zelenskyy. Þegar Úkraínumenn hafi spurt hvað þeir þyrftu að gera til að tryggja öryggi sitt með aðild að NATO hafi Þýskaland og önnur NATO ríki sagt að málið væri ekki á dagskrá. Eftir að stríð hófst hafi Þjóðverjar síðan hikað þegar Úkraínumenn óskuðu eftir hörðum refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússum. „Og nú eru viðskiptaleiðirnar á milli ykkar og landsins sem hefur einu sinni enn hafið hrottalegt stríð í Evrópu gaddavír ofan á múrnum. Ofan á nýja múrnum sem skiptir Evrópu," sagði forsetinn við þýska þingmenn sem ólust upp við Berlínamúrinn. Skoraði hann á Evrópuþjóðir að auka enn við hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning við Úkraínu. Enn væri mikil þörf á loftvarnabúnaði og öðrum vopnum til að verjast innrás Rússa. Þá þyrfti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum sem í þetta skiptið væru ekki að reisa múr í gegnum Berlín, heldur þvert í gegnum miðja Evrópu á milli frjálsra þjóða og hertekinna. Í ávörpum sínum til breska þingsins í síðustu viku, Bandaríkjaþings í gær og þýska þingsins í morgun hefur Zelenskyy verið fundvís á sögulegar tilvitnanir í fyrrverandi leiðtoga á krísutímum. Eins og Churchill, Roosevelt og í dag í Ronald Reagan sem snerta sögulegar taugar þessara þjóða. „Fyrrverandi leikari og forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, sagði einu sinni: Rífið niður þennan múr. Nú vil ég segja við þig, Scholz kanslari: Rífðu niður þennan múr," sagði Zelenskyy. Hvað sem þessu líður á Evrópa erfitt með að skúfa fyrir orkukaup frá Rússlandi á einni nóttu. Stríðið hefur nú þegar valdið gríðarlegum hækkunum á verði jarðgass og olíu. Mathias Cormann framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) segir litlar birgðir til af gasi í Evrópu og aðgangur að birgðum annars staðar en í Rússlandi væri mjög takmarkaður. „Mörg ríki Evrópusambandsins eru mjög háð Rússlandi hvað varðar orkuframboð. 27% innflutrar hráolíu, 41% innflutts jarðgass og 47% innflutts eldsneytis koma frá Rússlandi," sagði Cormann í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Tengdar fréttir OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43 Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þýska þingið í dag og minnti þingmenn á að stríðið Úkraínu hefði ekki byrjað fyrir þremur vikum heldur árið 2014 með innlimun Rússa á Krímskaga og þátttöku þeirra í stríði uppreisnarmanna í Dobashéraði í austurhluta landsins. Hann gagnrýndi Þjóðverja fyrir andvaraleysi gagnvart Putin sem hefði gert evrópuríki og þá Þýskaland sérstaklega háð gasi og olíu frá Rússlandi. „Þegar við sögðum ykkur að Nord Stream væri vopn og undirbúningur undir stórt stríð fengum við það svar að þetta væru efnahagsmál. Efnahagsmál. Efnahagsmál. En þetta var sement í nýjan múr," sagði Zelenskyy. Þegar Úkraínumenn hafi spurt hvað þeir þyrftu að gera til að tryggja öryggi sitt með aðild að NATO hafi Þýskaland og önnur NATO ríki sagt að málið væri ekki á dagskrá. Eftir að stríð hófst hafi Þjóðverjar síðan hikað þegar Úkraínumenn óskuðu eftir hörðum refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússum. „Og nú eru viðskiptaleiðirnar á milli ykkar og landsins sem hefur einu sinni enn hafið hrottalegt stríð í Evrópu gaddavír ofan á múrnum. Ofan á nýja múrnum sem skiptir Evrópu," sagði forsetinn við þýska þingmenn sem ólust upp við Berlínamúrinn. Skoraði hann á Evrópuþjóðir að auka enn við hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning við Úkraínu. Enn væri mikil þörf á loftvarnabúnaði og öðrum vopnum til að verjast innrás Rússa. Þá þyrfti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum sem í þetta skiptið væru ekki að reisa múr í gegnum Berlín, heldur þvert í gegnum miðja Evrópu á milli frjálsra þjóða og hertekinna. Í ávörpum sínum til breska þingsins í síðustu viku, Bandaríkjaþings í gær og þýska þingsins í morgun hefur Zelenskyy verið fundvís á sögulegar tilvitnanir í fyrrverandi leiðtoga á krísutímum. Eins og Churchill, Roosevelt og í dag í Ronald Reagan sem snerta sögulegar taugar þessara þjóða. „Fyrrverandi leikari og forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, sagði einu sinni: Rífið niður þennan múr. Nú vil ég segja við þig, Scholz kanslari: Rífðu niður þennan múr," sagði Zelenskyy. Hvað sem þessu líður á Evrópa erfitt með að skúfa fyrir orkukaup frá Rússlandi á einni nóttu. Stríðið hefur nú þegar valdið gríðarlegum hækkunum á verði jarðgass og olíu. Mathias Cormann framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) segir litlar birgðir til af gasi í Evrópu og aðgangur að birgðum annars staðar en í Rússlandi væri mjög takmarkaður. „Mörg ríki Evrópusambandsins eru mjög háð Rússlandi hvað varðar orkuframboð. 27% innflutrar hráolíu, 41% innflutts jarðgass og 47% innflutts eldsneytis koma frá Rússlandi," sagði Cormann í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Tengdar fréttir OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43 Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43
Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“