Misnotuðu rafræn skilríki og tæmdu tugi milljóna af reikningum eldri borgara Eiður Þór Árnason skrifar 18. mars 2022 08:00 Skúli Sveinsson lögmaður segir víðtæka notkun rafrænna skilríkja bjóða hættunni heim. Samsett Dæmi eru um að rafræn skilríki eldri borgara hafi verið misnotuð til að tæma bankareikninga og taka lán í þeirra nafni. Skúli Sveinsson lögmaður hefur komið að tveimur slíkum málum á stuttum tíma og segir þau vekja upp spurningar um notkunargildi rafrænna skilríkja. „Þetta hafa verið tugir milljóna króna og þetta er bara aleiga fólks sem er hreinsuð út, allar peningalegar eignir sem það á.“ Einnig hafi verið stofnað til bankaviðskipta og sótt um lán hjá ótal fjármálastofnunum. Í báðum tilvikum eru fórnarlömbin í kringum áttrætt. Skúli segir að í öðru málinu sé hinn grunaði skyldmenni eldri borgarans og í hinu sé um að ræða starfsmann fyrirtækis sem sá um þrif og heimilisaðstoð. Málin hafa verið kærð til lögreglu þar sem þau eru til rannsóknar en Skúli bindur ekki miklar vonir við að peningarnir fáist nokkurn tíma til baka. „Þeir nást ekki aftur sennilega. Viðkomandi aðilar eru ekki borgunarmenn fyrir þessu. Það eru engar eignir til að ganga að hjá þessum einstaklingum og þeir munu ekki greiða þetta til baka jafnvel þó það liggi fyrir að þeir hafi gert þetta.“ Þó hafi lánastofnanirnar almennt verið tilbúnar til að fella nýju lánin niður. Bara spurning um vilja Til þess að nota rafræn skilríki þarf einstaklingur bæði að hafa aðgang að farsíma og þekkja svokallað PIN-númer sem fylgir skilríkjunum. „Ef það er einhver nákominn sem hefur aðgang að símanum þá getur verið lítið mál að komast yfir þetta PIN. Fullorðnir einstaklingar skrifa þetta líka kannski bara niður,“ segir Skúli. Einnig sé oft auðvelt að sjá hvaða númer fólk stimpli inn í síma sína þegar það nýtir rafræn skilríki. „Ef þú færð aðgang að þessu þá er bara spurning um hvort það sé vilji til að misnota þetta.“ Skúli segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því hversu auðvelt það sé orðið að framkvæma stórar fjárhagslegar aðgerðir og fá aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum án aðkomu annarra. Verði aldrei nógu öruggt Á meðan það hafi verið nokkuð ljóst í umræddum málum að viðkomandi gátu ekki undirgengist þessar lánaskuldbindingar á eigin spýtur megi spyrja sig hvort það hefði verið jafn auðvelt að fá lánin felld niður ef um væri að ræða yngri einstaklinga sem hefðu klárlega getuna til að sækja um lán. Jafnframt geldur Skúli varhug við þeirri vegferð stjórnvalda að gera þinglýsingar rafrænar. „Ef þær væru rafrænar þá gætu menn farið að veðsetja fasteignir til dæmis og taka mun hærri lán. Þetta er svolítið hrollvekjandi af því að það er bara svo auðvelt. Ef þú átt kærustu þá hefur þú aðgang að símanum hennar og veist örugglega PIN-ið hennar. Það þarf bara viljann. Þetta er einfaldlega ekki nógu öruggt og verður það aldrei vegna þess að ef þú ferð ekki á staðinn, sýnir skilríki, ritar nafnið þitt, líka að það sé smá fyrirhöfn að gera þetta, þá eru allar hraðahindranir og athuganir ekki lengur til staðar,“ segir Skúli. Lögreglumál Eldri borgarar Tækni Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið segir rafræn skilríki örugg Fjármálaráðuneytið segir rafræn skilríki, á korti og í farsíma, öruggustu almennu rafrænu auðkenninguna sem í boði séu hér á landi. 18. júní 2015 13:04 Hægt að misnota rafræn skilríki með „einbeittum brotavilja“ Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað að Neytendastofu beri að kanna á ný ábendingu um alvarlegan öryggisgalla í rafrænni skilríkjalausn Auðkennis ehf. 17. júní 2015 23:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Þetta hafa verið tugir milljóna króna og þetta er bara aleiga fólks sem er hreinsuð út, allar peningalegar eignir sem það á.“ Einnig hafi verið stofnað til bankaviðskipta og sótt um lán hjá ótal fjármálastofnunum. Í báðum tilvikum eru fórnarlömbin í kringum áttrætt. Skúli segir að í öðru málinu sé hinn grunaði skyldmenni eldri borgarans og í hinu sé um að ræða starfsmann fyrirtækis sem sá um þrif og heimilisaðstoð. Málin hafa verið kærð til lögreglu þar sem þau eru til rannsóknar en Skúli bindur ekki miklar vonir við að peningarnir fáist nokkurn tíma til baka. „Þeir nást ekki aftur sennilega. Viðkomandi aðilar eru ekki borgunarmenn fyrir þessu. Það eru engar eignir til að ganga að hjá þessum einstaklingum og þeir munu ekki greiða þetta til baka jafnvel þó það liggi fyrir að þeir hafi gert þetta.“ Þó hafi lánastofnanirnar almennt verið tilbúnar til að fella nýju lánin niður. Bara spurning um vilja Til þess að nota rafræn skilríki þarf einstaklingur bæði að hafa aðgang að farsíma og þekkja svokallað PIN-númer sem fylgir skilríkjunum. „Ef það er einhver nákominn sem hefur aðgang að símanum þá getur verið lítið mál að komast yfir þetta PIN. Fullorðnir einstaklingar skrifa þetta líka kannski bara niður,“ segir Skúli. Einnig sé oft auðvelt að sjá hvaða númer fólk stimpli inn í síma sína þegar það nýtir rafræn skilríki. „Ef þú færð aðgang að þessu þá er bara spurning um hvort það sé vilji til að misnota þetta.“ Skúli segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því hversu auðvelt það sé orðið að framkvæma stórar fjárhagslegar aðgerðir og fá aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum án aðkomu annarra. Verði aldrei nógu öruggt Á meðan það hafi verið nokkuð ljóst í umræddum málum að viðkomandi gátu ekki undirgengist þessar lánaskuldbindingar á eigin spýtur megi spyrja sig hvort það hefði verið jafn auðvelt að fá lánin felld niður ef um væri að ræða yngri einstaklinga sem hefðu klárlega getuna til að sækja um lán. Jafnframt geldur Skúli varhug við þeirri vegferð stjórnvalda að gera þinglýsingar rafrænar. „Ef þær væru rafrænar þá gætu menn farið að veðsetja fasteignir til dæmis og taka mun hærri lán. Þetta er svolítið hrollvekjandi af því að það er bara svo auðvelt. Ef þú átt kærustu þá hefur þú aðgang að símanum hennar og veist örugglega PIN-ið hennar. Það þarf bara viljann. Þetta er einfaldlega ekki nógu öruggt og verður það aldrei vegna þess að ef þú ferð ekki á staðinn, sýnir skilríki, ritar nafnið þitt, líka að það sé smá fyrirhöfn að gera þetta, þá eru allar hraðahindranir og athuganir ekki lengur til staðar,“ segir Skúli.
Lögreglumál Eldri borgarar Tækni Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið segir rafræn skilríki örugg Fjármálaráðuneytið segir rafræn skilríki, á korti og í farsíma, öruggustu almennu rafrænu auðkenninguna sem í boði séu hér á landi. 18. júní 2015 13:04 Hægt að misnota rafræn skilríki með „einbeittum brotavilja“ Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað að Neytendastofu beri að kanna á ný ábendingu um alvarlegan öryggisgalla í rafrænni skilríkjalausn Auðkennis ehf. 17. júní 2015 23:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fjármálaráðuneytið segir rafræn skilríki örugg Fjármálaráðuneytið segir rafræn skilríki, á korti og í farsíma, öruggustu almennu rafrænu auðkenninguna sem í boði séu hér á landi. 18. júní 2015 13:04
Hægt að misnota rafræn skilríki með „einbeittum brotavilja“ Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað að Neytendastofu beri að kanna á ný ábendingu um alvarlegan öryggisgalla í rafrænni skilríkjalausn Auðkennis ehf. 17. júní 2015 23:00