Svekkjandi jafntefli hjá Inter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2022 18:55 Edin Džeko tókst ekki að þenja netmöskvana í dag. Mattia Ozbot/Getty Images Inter Milan þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrr í dag vann Napoli 2-1 sigur á Udinese. Inter Milan þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrr í dag vann Napoli 2-1 sigur á Udinese. Eftir markalausan fyrri hálfleik á San Siro í Mílanó voru það gestirnir sem brutu ísinn en miðjumaðurinn Lucas Torreira skoraði þá eftir aðeins fimm mínútna leik. Gestirnir héldu forystunni ekki lengi en aðeins fimm mínútum síðar tengdu vængbakverðir Inter-liðsins vel og sáu til þess að staðan var jöfn þegar 40 mínútur voru til leiksloka. Hægri vængbakvörðurinn Denzel Dumfries skoraði þá eftir sendingu vinstri vængbakvarðarins Ivan Perišić. Það var svo á 66. mínútu þegar heimamenn héldu að þeir væru að fá gullið tækifæri til að taka forystuna. Vítaspyrna dæmd en eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði hana betur var ákveðið að snúa dómnum við og staðan enn 1-1. Þannig var hún allt til leiksloka, lokatölur 1-1. Úrslitin sérstaklega slæm þar sem Napoli vann 2-1 heimasigur á Udinese fyrr í dag. Gerard Deulofeu kom gestunum í Udinese yfir en Viktor Osimhen skoraði tvívegis með skömmu millibili í síðari hálfleik og tryggði eins marks sigur Napoli. Napoli er því í 2. sæti sem stendur með 63 stig eftir að hafa spilað 30 leiki. Inter er með 60 stig eftir að hafa leikið leik minna. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Inter Milan þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrr í dag vann Napoli 2-1 sigur á Udinese. Eftir markalausan fyrri hálfleik á San Siro í Mílanó voru það gestirnir sem brutu ísinn en miðjumaðurinn Lucas Torreira skoraði þá eftir aðeins fimm mínútna leik. Gestirnir héldu forystunni ekki lengi en aðeins fimm mínútum síðar tengdu vængbakverðir Inter-liðsins vel og sáu til þess að staðan var jöfn þegar 40 mínútur voru til leiksloka. Hægri vængbakvörðurinn Denzel Dumfries skoraði þá eftir sendingu vinstri vængbakvarðarins Ivan Perišić. Það var svo á 66. mínútu þegar heimamenn héldu að þeir væru að fá gullið tækifæri til að taka forystuna. Vítaspyrna dæmd en eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði hana betur var ákveðið að snúa dómnum við og staðan enn 1-1. Þannig var hún allt til leiksloka, lokatölur 1-1. Úrslitin sérstaklega slæm þar sem Napoli vann 2-1 heimasigur á Udinese fyrr í dag. Gerard Deulofeu kom gestunum í Udinese yfir en Viktor Osimhen skoraði tvívegis með skömmu millibili í síðari hálfleik og tryggði eins marks sigur Napoli. Napoli er því í 2. sæti sem stendur með 63 stig eftir að hafa spilað 30 leiki. Inter er með 60 stig eftir að hafa leikið leik minna. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira