Þegar enginn er upplýstur Guðmundur Ragnarsson skrifar 19. mars 2022 16:30 Það er ánægjulegt að núverandi formaður VM, Guðmundur Helgi Þórarinsson, afhjúpi í grein sinni hvernig leyndin er hjá VM. Reyndar ásakar hann mig í leiðinni um rangfærslur. Allt sem ég hef sett fram hef ég fengið frá varamönnum í stjórn félagsins. Það þýðir að ef eitthvað er rangt hermt, þá hefur upplýsingum verið leynt fyrir þeim eins og ítrekað hefur verið bent á. Eins og ég er að upplifa hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá VM, þarf ekki að skálda neitt eða segja ósatt. Þvílík er óstjórnin og feluleikurinn. Varðandi stöðugildin þá gleymdi formaðurinn að geta þess í grein sinni að lögð hafi verið niður störf hjá VM og þau komin inn í 2F. Ef eitthvað sem ég hef sett fram er ekki rétt, þá hafa varamenn í stjórn VM sem hafa upplýst mig, ekki verið með réttar upplýsingar frekar en félagsmenn. Í greininni minnist formaður VM t.d. ekki á að búið er að úthýsa kjarasviðinu sem er mikilvægasta svið félagsins. Engin ástæða væri til að munnhöggvast um samvinnu eða sameiningu ef formaður VM væri búinn að kynna fyrir félagsmönnum samninginn sem hann skrifaði undir 30. nóvember 2021. Þá væru allir upplýstir og við værum að rökræða um kosti hans og galla eins á að gera. Eru allir að segja ósatt? Að skoðanir mínar og annarra um ýmislegt sem hefur verið að gerast í félaginu séu lygar er óásættanlegur málflutningur. Það er skoðun margra að lög félagsins hafi ítrekað verið brotin, það er okkar rökstudda skoðun en ekki lygi. Það er að koma í ljós núna sem meðal annars hefur verið sett fram áður varðandi fjármál félagsins þegar verið er að rýna ársreikninginn.Samkvæmt því sem ég var að heyra þá var að koma í ljós samkvæmt ársreikningi VM að nýja húsnæðið væri komið yfir 500 milljónir. Trúlega er það skýringin á því af hverju stjórnarmenn, sem kallað hafa eftir því að fá að vita hver kostnaðurinn við nýju húsakaupin er, hafi ekki fengið nein svör þótt ítrekað hafi verið kallað eftir þeim.Ég hef verið kallaður lygari fyrir það að benda á að ekki eru til heimildir fyrir öllum þessum útgjöldum samkvæmt lögum félagsins. Stjórnarmenn hafa líka verið að kalla eftir því hvort til séu heimildir fyrir þessum útgjöldum án þess að fá svör, enda þær ekki til.Samvinna á réttum forsendumGuðmundi Helga Þórarinssyni er tíðrætt um samvinnu hinna ýmsu félaga eins og hann hafi verið að finna upp hjólið. Hann ætti að rifja það upp að á meðan ég var formaður VM fóru öll iðnaðarfélögin í fyrsta skipti í sameiginlega kjarasamninga. Hann ætti líka að rifja það upp hvernig það endaði og hver gekk út úr því samstarfi áður en til verkfalls kom, trúlega af því að það félag átti ekki krónu í verkfallssjóði.Sjómenn fóru í fyrsta skipti saman í síðustu kjarasamningagerð og verkfallsaðgerðir. Hver var það sem kom því á að Sjómannafélag Íslands fengi að vera við borðið? Það var ekki Guðmundur Helgi Þórarinsson. Félag skipstjórnarmanna var ekki með í þessum aðgerðum. Af fenginni reynslu hefur það verið málflutningur minn að allt svona samstarf og sameiningar þurfi að vinna mjög vel og gefa sér tíma í það. Þess vegna væri ástæða fyrir Guðmund Helga Þórarinsson að rifja það upp þegar við vorum að skoða rekstur FIT til að átta okkur á því hvernig þeir gátu undirboðið okkur í félagsgjöldum og hver skoðun hans var á því þá.Hvað í samningnum má ekki upplýsa?Það hefur verið ótrúlegt að taka þátt í þessari kosningabaráttu og að hún skuli snúast að stórum hluta um samning um félag sem heitir 2F, sem mér skilst að sé komið með nítján starfsmenn. Félagsmenn VM mega ekki sjá samninginn eða vita hverjar skuldbindingar VM eru inn í þetta félag. Engin framtíðarsýn hefur verið gerð fyrir VM eftir þessar breytingar sem auðvitað er ekki hægt meðan þessu er haldið leyndu fyrir félagsmönnum VM. Slíkur feluleikur á ekki heima í nútíma stéttarfélagi.Eiga félagsmenn VM sem eiga félagið að sætta sig við svona vinnubrögð? Ég segi nei.Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei.Með félagskveðju,Guðmundur Ragnarsson,Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að núverandi formaður VM, Guðmundur Helgi Þórarinsson, afhjúpi í grein sinni hvernig leyndin er hjá VM. Reyndar ásakar hann mig í leiðinni um rangfærslur. Allt sem ég hef sett fram hef ég fengið frá varamönnum í stjórn félagsins. Það þýðir að ef eitthvað er rangt hermt, þá hefur upplýsingum verið leynt fyrir þeim eins og ítrekað hefur verið bent á. Eins og ég er að upplifa hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá VM, þarf ekki að skálda neitt eða segja ósatt. Þvílík er óstjórnin og feluleikurinn. Varðandi stöðugildin þá gleymdi formaðurinn að geta þess í grein sinni að lögð hafi verið niður störf hjá VM og þau komin inn í 2F. Ef eitthvað sem ég hef sett fram er ekki rétt, þá hafa varamenn í stjórn VM sem hafa upplýst mig, ekki verið með réttar upplýsingar frekar en félagsmenn. Í greininni minnist formaður VM t.d. ekki á að búið er að úthýsa kjarasviðinu sem er mikilvægasta svið félagsins. Engin ástæða væri til að munnhöggvast um samvinnu eða sameiningu ef formaður VM væri búinn að kynna fyrir félagsmönnum samninginn sem hann skrifaði undir 30. nóvember 2021. Þá væru allir upplýstir og við værum að rökræða um kosti hans og galla eins á að gera. Eru allir að segja ósatt? Að skoðanir mínar og annarra um ýmislegt sem hefur verið að gerast í félaginu séu lygar er óásættanlegur málflutningur. Það er skoðun margra að lög félagsins hafi ítrekað verið brotin, það er okkar rökstudda skoðun en ekki lygi. Það er að koma í ljós núna sem meðal annars hefur verið sett fram áður varðandi fjármál félagsins þegar verið er að rýna ársreikninginn.Samkvæmt því sem ég var að heyra þá var að koma í ljós samkvæmt ársreikningi VM að nýja húsnæðið væri komið yfir 500 milljónir. Trúlega er það skýringin á því af hverju stjórnarmenn, sem kallað hafa eftir því að fá að vita hver kostnaðurinn við nýju húsakaupin er, hafi ekki fengið nein svör þótt ítrekað hafi verið kallað eftir þeim.Ég hef verið kallaður lygari fyrir það að benda á að ekki eru til heimildir fyrir öllum þessum útgjöldum samkvæmt lögum félagsins. Stjórnarmenn hafa líka verið að kalla eftir því hvort til séu heimildir fyrir þessum útgjöldum án þess að fá svör, enda þær ekki til.Samvinna á réttum forsendumGuðmundi Helga Þórarinssyni er tíðrætt um samvinnu hinna ýmsu félaga eins og hann hafi verið að finna upp hjólið. Hann ætti að rifja það upp að á meðan ég var formaður VM fóru öll iðnaðarfélögin í fyrsta skipti í sameiginlega kjarasamninga. Hann ætti líka að rifja það upp hvernig það endaði og hver gekk út úr því samstarfi áður en til verkfalls kom, trúlega af því að það félag átti ekki krónu í verkfallssjóði.Sjómenn fóru í fyrsta skipti saman í síðustu kjarasamningagerð og verkfallsaðgerðir. Hver var það sem kom því á að Sjómannafélag Íslands fengi að vera við borðið? Það var ekki Guðmundur Helgi Þórarinsson. Félag skipstjórnarmanna var ekki með í þessum aðgerðum. Af fenginni reynslu hefur það verið málflutningur minn að allt svona samstarf og sameiningar þurfi að vinna mjög vel og gefa sér tíma í það. Þess vegna væri ástæða fyrir Guðmund Helga Þórarinsson að rifja það upp þegar við vorum að skoða rekstur FIT til að átta okkur á því hvernig þeir gátu undirboðið okkur í félagsgjöldum og hver skoðun hans var á því þá.Hvað í samningnum má ekki upplýsa?Það hefur verið ótrúlegt að taka þátt í þessari kosningabaráttu og að hún skuli snúast að stórum hluta um samning um félag sem heitir 2F, sem mér skilst að sé komið með nítján starfsmenn. Félagsmenn VM mega ekki sjá samninginn eða vita hverjar skuldbindingar VM eru inn í þetta félag. Engin framtíðarsýn hefur verið gerð fyrir VM eftir þessar breytingar sem auðvitað er ekki hægt meðan þessu er haldið leyndu fyrir félagsmönnum VM. Slíkur feluleikur á ekki heima í nútíma stéttarfélagi.Eiga félagsmenn VM sem eiga félagið að sætta sig við svona vinnubrögð? Ég segi nei.Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei.Með félagskveðju,Guðmundur Ragnarsson,Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun