Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2022 17:01 Vladimir Pútín, forseti Rússlands, á fjöldafundi í Moskvu í gær. EPA/RAMIL SITDIKOV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. Þetta segir Ibrahim Kalin, ráðgjafi og talsmaður Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í viðtali við New York Times. Erdogan, forseti Tyrklands, ræddi við bæði Pútín og Selenskí í síma í síðustu viku og Kalin hlustaði á bæði símtölin. Tyrkir eiga í góðum samskiptum við bæði Rússa og Úkraínumenn og hafa verið að miðla mála þeirra á milli. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vakt Vísis. Kalin segir að Pútín hafi sagt viðræður milli erindreka Rússlands og Úkraínu ekki nægjanlega langt komnar til að réttlæta fund með Selenskí. Hann segir einnig að Pútín vilji ekki lengur koma Selenskí frá völdum og segir rússneska forsetann hafa sætt sig við að sá úkraínski sé leiðtogi Úkraínumanna, hvort sem Pútín sjálfum líki það betur eða verr. Mögulega langt í fund Selenskí hefur ítrekað kallað eftir fundi með Pútín en án árangurs. „Ég hef trú á því að fundur muni fara fram þeirra á milli á einhverjum tímapunkti,“ sagði Kalin. Hann sagðist telja að Pútín vildi vera í sterkari stöðu og forðast það að virðast veikburða vegna slæms árangurs rússneska hersins, ef svo má að orði komast, eða vegna refsiaðgerða og viðskiptaþvingana. Kalin sagði að mögulega gæti það tekið langan tíma. Hann sagði að refsiaðgerðirnar hefðu líklegast mest áhrif á þankagang Pútíns. Erfiðustu kröfurnar eftir Viðræður áðurnefndra erindreka hafa ekki enn snúið að erfiðustu kröfum Rússa. Það er að Úkraínumenn viðurkenni eignarrétt Rússlands á Krímskaga og sjálfstæði Luhansk og Donetsk í Donbas-héraði. Kalin segir að Úkraínumenn vilji friðarsamkomulag sem fyrst en án þess að fórna fullveldi sínu eða landsvæði. Hann segir það geta orðið mjög erfitt að komast að niðurstöðu þar. Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014 en Kalin segir að sú innlimun verði líklega ekki samþykkt. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. 19. mars 2022 13:46 Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41 Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. 19. mars 2022 14:45 Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. 19. mars 2022 09:29 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sjá meira
Þetta segir Ibrahim Kalin, ráðgjafi og talsmaður Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í viðtali við New York Times. Erdogan, forseti Tyrklands, ræddi við bæði Pútín og Selenskí í síma í síðustu viku og Kalin hlustaði á bæði símtölin. Tyrkir eiga í góðum samskiptum við bæði Rússa og Úkraínumenn og hafa verið að miðla mála þeirra á milli. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vakt Vísis. Kalin segir að Pútín hafi sagt viðræður milli erindreka Rússlands og Úkraínu ekki nægjanlega langt komnar til að réttlæta fund með Selenskí. Hann segir einnig að Pútín vilji ekki lengur koma Selenskí frá völdum og segir rússneska forsetann hafa sætt sig við að sá úkraínski sé leiðtogi Úkraínumanna, hvort sem Pútín sjálfum líki það betur eða verr. Mögulega langt í fund Selenskí hefur ítrekað kallað eftir fundi með Pútín en án árangurs. „Ég hef trú á því að fundur muni fara fram þeirra á milli á einhverjum tímapunkti,“ sagði Kalin. Hann sagðist telja að Pútín vildi vera í sterkari stöðu og forðast það að virðast veikburða vegna slæms árangurs rússneska hersins, ef svo má að orði komast, eða vegna refsiaðgerða og viðskiptaþvingana. Kalin sagði að mögulega gæti það tekið langan tíma. Hann sagði að refsiaðgerðirnar hefðu líklegast mest áhrif á þankagang Pútíns. Erfiðustu kröfurnar eftir Viðræður áðurnefndra erindreka hafa ekki enn snúið að erfiðustu kröfum Rússa. Það er að Úkraínumenn viðurkenni eignarrétt Rússlands á Krímskaga og sjálfstæði Luhansk og Donetsk í Donbas-héraði. Kalin segir að Úkraínumenn vilji friðarsamkomulag sem fyrst en án þess að fórna fullveldi sínu eða landsvæði. Hann segir það geta orðið mjög erfitt að komast að niðurstöðu þar. Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014 en Kalin segir að sú innlimun verði líklega ekki samþykkt.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. 19. mars 2022 13:46 Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41 Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. 19. mars 2022 14:45 Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. 19. mars 2022 09:29 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sjá meira
„Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. 19. mars 2022 13:46
Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41
Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. 19. mars 2022 14:45
Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. 19. mars 2022 09:29