Til vinnuveitenda Kolbrún Stígsdóttir skrifar 21. mars 2022 08:01 Tilgangurinn með þessari grein er að upplýsa atvinnurekendur umstaðreyndir um endómetríósu og hversu mikil áhrif sjúkdómurinn hefur á líf einstaklinga með hann. Endómetríósa er krónískur, fjölkerfa og fjölgena sjúkdómur sem veldur margvíslegum einkennum. Sjúkdómurinn hefur mismikil áhrif á daglegt líf fólks. Helstu einkenni sjúkdómsins eru slæmir túrverkir, miklar blæðingar, ristilkrampar og orkuleysi, en það er mismundandi hvaða einkenni koma fram hjá hverjum og einum. Fullt af öðrum einkennum geta komið fram og þá fer það eftir því hvar endómetríósan er í líkamanum. Sjúkdómurinn lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að endómetríósu frumur eru ekki þær sömu og finnast í innra lagi legs þó áþekktar séu og hegðar sér á svipaðan hátt. Þessar frumur bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda bólgum. Blóðið sem kemur frá frumunum kemst ekki út úr líkamanum og þar með geta myndast blöðrur á þeim stöðum sem endómetríósa er til staðar. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra. Allt þetta getur valdið miklum sársauka. Einkenni endómetríósu eru einstaklingsbundin. Sumt fólk upplifir mikla sársauka á meðan aðrir eru á miklum blæðingum. Túrverkir okkar eiga lítið skylt við venjulega túrverki því við getum verið með túrverki á ótrúlegustu stöðum í líkamanum. Sumt fólk talar um að túrverkirnir séu eins og hríðaverkir, sumt fólk upplifir að það sé verið að stinga þau endalaust í kviðinn og sumt fólk upplifir verki sem tengjast vöðvaspennu. Einnig geta bólgur sem endómetríósan veldur klemmt taugar og valdið þar með miklum verkjum. Það getur verið erfitt að sitja, standa eða liggja. Vöðvar í líkamanum geta verið svo stífir að hreyfigetan er skert. Endómetríósan hefur líka gífurleg áhrif á meltingarfærin sem getur orsakað mikla ristilkrampa, hægðatregðu og niðurgang. Einnig fylgir sjúkdómnum mikið orkuleysi. Hvað getur þú gert sem vinnuveitandi? Mikilvægt er að opna möguleika á samtal við starfsmann þinn um veikindin og hvernig þau geta haft áhrif á frammistöðu. Með því eykst skilningurinn á hverju þið megið bæði búast við. Skilningurinn er mikilvægur til að tryggja vellíðan á vinnustaðnum. Þú getur aðlagað starfið að getu starfsmannsins með því að bjóða upp á sveigjanleika og tækifæri til að vinna heima þegar við á. Sýna endurteknum læknisheimsóknum og skammtímaveikindum skilning. Ef starfsmenn fá mat í vinnunni þá er mikilvægt að mæta þörfum fólks með endómetríósu því sumar matartegundir geta ýtt undir einkenni. Að vera með þægilega sófa og hitapoka getur hjálpað fólki með endómetríósu. Þá er hægt að leggjast út af á meðan beðið er eftir að verkjalyfin virki. Einnig geta hitapokar auðveldað fólki með endómetríósu að vinna sín verkefni ef vinna snýst um að sitja fyrir framan tölvuna. Það er margt hægt að gera til þess að auðvelda fólk með endómetríósu að vinna sína vinnu en það mikilvægasta er að hlusta á það og finna lausnir með því. Þegar veikindin eru farin að hafa veruleg áhrif á starfsgetuna er mikilvægt að ræða við starfsmanninn og sýna honum skilning. Það gæti verið gott að minnka starfshlutfallið og að starfsmaðurinn geti verið í veikindaleyfi á móti. Jafnvel þyrfti starfsmaðurinn kannski að fara í veikindaleyfi í nokkrar vikur á meðan verið er að vinna í hans málum hjá lækni. Að komast til læknis sem þekkir mjög vel inn á endómetríósu og afleiðingar hennar er nauðsynlegt. Hægt er að fara í aðgerðir sem gerir það að verkum að fólk nær að snúa sterkt aftur til vinnul og veikindadögum fækkar snarlega. Þó svo að sjúkdómurinn hafi veruleg áhrif á lífsgæðin og starfsgetuna þá þarf það ekki að vera varanlegt ástand því tækninni í aðgerðum hefur fleygt fram. Þá er sérstaklega mikilvægt að komast til færustu læknanna, en það getur því miður verið erfitt. Í dag eru margir með endómetríósu að borga allt upp í 1,2 milljónir úr eigin vasa fyrir aðgerðirnar sínar til þess að tryggja sér betri lífsgæði og geta tekið virkan þátt á vinnumarkaðnum. Eins og gefur að skilja er mikilvægt að vinnuveitendur þekki til sjúkdómsins og taki virkan þátt í að berjast fyrir bættri þjónustu. Við þurfum á ykkur að halda til að tryggja að frábæra starfsfólkið ykkar lendi ekki í því að þurfa að hætta að vinna. Ráðstefnan Endó: ekki bara slæmir túrverkir Þann 28. Mars næst komandi mun Samtökin halda ráðstefnu á Hilton Hóteli. Ég hvet alla sem hafa áhuga á að kynna sér sjúkdóminn til að kaupa sér miða á ráðstefnuna en hægt er að kaupa miða hér. Ráðstefnan er haldin til þess að auka skilning á því hversu flókinn sjúkdómurinn getur verið og hversu mikilvægt að bjóða upp á góða þjónustu. Frekari upplýsingar er að finna hér. Höfundurinn er formaður Samtaka um endómetríósu og greindist með endómetríósu 34 ára gömul eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í 21 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvenheilsa Vinnumarkaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Tilgangurinn með þessari grein er að upplýsa atvinnurekendur umstaðreyndir um endómetríósu og hversu mikil áhrif sjúkdómurinn hefur á líf einstaklinga með hann. Endómetríósa er krónískur, fjölkerfa og fjölgena sjúkdómur sem veldur margvíslegum einkennum. Sjúkdómurinn hefur mismikil áhrif á daglegt líf fólks. Helstu einkenni sjúkdómsins eru slæmir túrverkir, miklar blæðingar, ristilkrampar og orkuleysi, en það er mismundandi hvaða einkenni koma fram hjá hverjum og einum. Fullt af öðrum einkennum geta komið fram og þá fer það eftir því hvar endómetríósan er í líkamanum. Sjúkdómurinn lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að endómetríósu frumur eru ekki þær sömu og finnast í innra lagi legs þó áþekktar séu og hegðar sér á svipaðan hátt. Þessar frumur bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda bólgum. Blóðið sem kemur frá frumunum kemst ekki út úr líkamanum og þar með geta myndast blöðrur á þeim stöðum sem endómetríósa er til staðar. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra. Allt þetta getur valdið miklum sársauka. Einkenni endómetríósu eru einstaklingsbundin. Sumt fólk upplifir mikla sársauka á meðan aðrir eru á miklum blæðingum. Túrverkir okkar eiga lítið skylt við venjulega túrverki því við getum verið með túrverki á ótrúlegustu stöðum í líkamanum. Sumt fólk talar um að túrverkirnir séu eins og hríðaverkir, sumt fólk upplifir að það sé verið að stinga þau endalaust í kviðinn og sumt fólk upplifir verki sem tengjast vöðvaspennu. Einnig geta bólgur sem endómetríósan veldur klemmt taugar og valdið þar með miklum verkjum. Það getur verið erfitt að sitja, standa eða liggja. Vöðvar í líkamanum geta verið svo stífir að hreyfigetan er skert. Endómetríósan hefur líka gífurleg áhrif á meltingarfærin sem getur orsakað mikla ristilkrampa, hægðatregðu og niðurgang. Einnig fylgir sjúkdómnum mikið orkuleysi. Hvað getur þú gert sem vinnuveitandi? Mikilvægt er að opna möguleika á samtal við starfsmann þinn um veikindin og hvernig þau geta haft áhrif á frammistöðu. Með því eykst skilningurinn á hverju þið megið bæði búast við. Skilningurinn er mikilvægur til að tryggja vellíðan á vinnustaðnum. Þú getur aðlagað starfið að getu starfsmannsins með því að bjóða upp á sveigjanleika og tækifæri til að vinna heima þegar við á. Sýna endurteknum læknisheimsóknum og skammtímaveikindum skilning. Ef starfsmenn fá mat í vinnunni þá er mikilvægt að mæta þörfum fólks með endómetríósu því sumar matartegundir geta ýtt undir einkenni. Að vera með þægilega sófa og hitapoka getur hjálpað fólki með endómetríósu. Þá er hægt að leggjast út af á meðan beðið er eftir að verkjalyfin virki. Einnig geta hitapokar auðveldað fólki með endómetríósu að vinna sín verkefni ef vinna snýst um að sitja fyrir framan tölvuna. Það er margt hægt að gera til þess að auðvelda fólk með endómetríósu að vinna sína vinnu en það mikilvægasta er að hlusta á það og finna lausnir með því. Þegar veikindin eru farin að hafa veruleg áhrif á starfsgetuna er mikilvægt að ræða við starfsmanninn og sýna honum skilning. Það gæti verið gott að minnka starfshlutfallið og að starfsmaðurinn geti verið í veikindaleyfi á móti. Jafnvel þyrfti starfsmaðurinn kannski að fara í veikindaleyfi í nokkrar vikur á meðan verið er að vinna í hans málum hjá lækni. Að komast til læknis sem þekkir mjög vel inn á endómetríósu og afleiðingar hennar er nauðsynlegt. Hægt er að fara í aðgerðir sem gerir það að verkum að fólk nær að snúa sterkt aftur til vinnul og veikindadögum fækkar snarlega. Þó svo að sjúkdómurinn hafi veruleg áhrif á lífsgæðin og starfsgetuna þá þarf það ekki að vera varanlegt ástand því tækninni í aðgerðum hefur fleygt fram. Þá er sérstaklega mikilvægt að komast til færustu læknanna, en það getur því miður verið erfitt. Í dag eru margir með endómetríósu að borga allt upp í 1,2 milljónir úr eigin vasa fyrir aðgerðirnar sínar til þess að tryggja sér betri lífsgæði og geta tekið virkan þátt á vinnumarkaðnum. Eins og gefur að skilja er mikilvægt að vinnuveitendur þekki til sjúkdómsins og taki virkan þátt í að berjast fyrir bættri þjónustu. Við þurfum á ykkur að halda til að tryggja að frábæra starfsfólkið ykkar lendi ekki í því að þurfa að hætta að vinna. Ráðstefnan Endó: ekki bara slæmir túrverkir Þann 28. Mars næst komandi mun Samtökin halda ráðstefnu á Hilton Hóteli. Ég hvet alla sem hafa áhuga á að kynna sér sjúkdóminn til að kaupa sér miða á ráðstefnuna en hægt er að kaupa miða hér. Ráðstefnan er haldin til þess að auka skilning á því hversu flókinn sjúkdómurinn getur verið og hversu mikilvægt að bjóða upp á góða þjónustu. Frekari upplýsingar er að finna hér. Höfundurinn er formaður Samtaka um endómetríósu og greindist með endómetríósu 34 ára gömul eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í 21 ár.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun