Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2022 11:01 Spá Watling hljómar eins og hrollvekja; saga um her sem fer frá borg til borgar og sveltir íbúa til undirgefni. AP/Rodrigo Abd Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. BBC hefur eftir Watling að þegar hersveitir sækja áfram gangi þær hratt á eldsneyti, skotfæri og vistir. „Og á meðan þeir hafa mikið af birgðum með sér þá geta þær sótt áfram en það kemur að því að þú þarft að bíða eftir nýjum birgðum,“ segir hann. Nýjar birgðir berist í skömmtum, sem geti drifið sveitirnar áfram en aðeins takmarkað. „Þá hægist á taktinum í aðgerðunum. Og það sem við erum að sjá núna eru umskipti frá því að Rússar voru að sjá mönnum fyrir birgðum á mörgum stöðum í sókninni inn í Úkraínu til þess að þeir eru núna að leggja áherslu á einn stað í einu.“ Watling segir Rússa nú leggja drög að því að umkringja Kænugarð en Maríupól sé helsta skotmarkið sem stendur. Þegar borgin falli, geti þeir einbeitt sér að næsta skotmarki. Markmiðið að valda hungursneyð Watling segist telja að Rússar muni freista þess að einangra borgirnar frá umheiminum, svelta borgarbúa þar til þeir gefast upp og halda svo áfram. Þannig sé fyrirsjáanlegt að átökin séu að fara í hægari fasa. Mat Watling rímar við það sem Dmytro Gurin, úkraínskur þingmaður frá Maríupól, sagði í morgun. Hann sagði að íbúar borgarinnar myndu ekki gefast upp en að Rússar myndu heldur ekki hleypa neyðaraðstoð inn í borgina. „Rússar opna ekki „mannúðarhlið“, hleypa neyðaraðstoð ekki inn í borgina,“ segir Gurin. „Það er núna ljóst að markmið Rússa er að valda hungursneyð til að efla stöðu sína í diplómatískum viðræðum og ef borgin gefst ekki upp, og hún mun ekki gefast upp, þá hleypa þeir fólki ekki burt,“ sagði Gurin. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
BBC hefur eftir Watling að þegar hersveitir sækja áfram gangi þær hratt á eldsneyti, skotfæri og vistir. „Og á meðan þeir hafa mikið af birgðum með sér þá geta þær sótt áfram en það kemur að því að þú þarft að bíða eftir nýjum birgðum,“ segir hann. Nýjar birgðir berist í skömmtum, sem geti drifið sveitirnar áfram en aðeins takmarkað. „Þá hægist á taktinum í aðgerðunum. Og það sem við erum að sjá núna eru umskipti frá því að Rússar voru að sjá mönnum fyrir birgðum á mörgum stöðum í sókninni inn í Úkraínu til þess að þeir eru núna að leggja áherslu á einn stað í einu.“ Watling segir Rússa nú leggja drög að því að umkringja Kænugarð en Maríupól sé helsta skotmarkið sem stendur. Þegar borgin falli, geti þeir einbeitt sér að næsta skotmarki. Markmiðið að valda hungursneyð Watling segist telja að Rússar muni freista þess að einangra borgirnar frá umheiminum, svelta borgarbúa þar til þeir gefast upp og halda svo áfram. Þannig sé fyrirsjáanlegt að átökin séu að fara í hægari fasa. Mat Watling rímar við það sem Dmytro Gurin, úkraínskur þingmaður frá Maríupól, sagði í morgun. Hann sagði að íbúar borgarinnar myndu ekki gefast upp en að Rússar myndu heldur ekki hleypa neyðaraðstoð inn í borgina. „Rússar opna ekki „mannúðarhlið“, hleypa neyðaraðstoð ekki inn í borgina,“ segir Gurin. „Það er núna ljóst að markmið Rússa er að valda hungursneyð til að efla stöðu sína í diplómatískum viðræðum og ef borgin gefst ekki upp, og hún mun ekki gefast upp, þá hleypa þeir fólki ekki burt,“ sagði Gurin.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira