Innlent

Þrír flokkar vilja kjósa um á­fram­haldandi ESB-við­ræður fyrir árs­lok

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Logi Einarsson formaður Samfylkingar er flutningsmaður tillögunnar en að henni standa einnig þingflokkar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata.
Logi Einarsson formaður Samfylkingar er flutningsmaður tillögunnar en að henni standa einnig þingflokkar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata. vísir

Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður lögð fram á Alþingi í dag en þingfundur hófst núna klukkan þrjú.

Logi Einarsson formaður Samfylkingar er flutningsmaður tillögunnar en að henni standa einnig þingflokkar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata.

Samkvæmt tillögunni á þjóðaratkvæðagreiðsla að fara fram fyrir árslok. Fari atkvæðagreiðslan fram munu landsmenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort Ísland eigi að taka upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gerður verði aðildarsamningur sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar.

Samkvæmt könnun Gallup sem var birt fyrr í mánuðinum er tæpur helmingur landsmanna hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu en þriðjungur mótfallinn. Fleiri eru hlynntir aðild nú en síðast þegar spurt var fyrir átta árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×