Í tilkynningu frá spítalanum segir að enn sé þó mikið um veikindi meðal starfsmanna. 178 séu fjarverandi vegna covid og inflúensan einnig farin að höggva skörð í hópinn.
Um fjórtán hundruð greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær.
Alls hefur 91 látist með Covid-19 hér á landi frá því faraldurinn kom upp í febrúar 2020. Meirihlutinn hefur látist á þessu ári.