Biden segir Pútín „kominn út í horn“ og hann íhugi notkun efnavopna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2022 06:30 Biden hefur einnig varað við netárásum af hálfu Rússa, líkt og sést á tístinu í fréttinni. epa Falskar ásakanir Rússa um að Úkraína hafi verið að þróa og búi að lífefna- og efnavopnum er „augljóst merki“ um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hyggist beita slíkum vopnum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í gær. Hann sagði Pútín áður hafa beitt efnavopnum og að menn ættu að vera vakandi fyrir því sem væri handan við hornið. Biden sagði Rússlandsforseta meðvitaðan um þær alvarlegu afleiðingar sem notkun slíkra vopna myndi hafa í för með sér en útlistaði þær ekki. Biden sagði Pútín „kominn út í horn“ og umræða um að Bandaríkjamenn ættu lífefna- og efnavopna í Evrópu væri undirbúningur fyrir notkun Rússa á umræddum vopnum. The federal government is doing its part to get ready for potential Russian cyberattacks. We are prepared to help private sector companies with tools and expertise, but it is your decision as to the steps you ll take and your responsibility to take them.— President Biden (@POTUS) March 22, 2022 Rússar hafa ítrekað sakað Bandaríkjamenn og Úkraínumenn um að hafa staðið að þróun efna- og kjarnorkuvopna í Úkraínu. Þá hafa þeir sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að ráðast á eigin borgara til að geta kennt Rússum um. Þetta hafa þeir meðal annars gefið í skyn þegar þeir hafa sagst ekki ráðast á almenna borgara, þrátt fyrir mýmörg dæmi sem sanna hið gagnstæða. Bandarísk hernaðaryfirvöld segjast hafa óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu. Biden sagði í síðustu viku að Pútín væri „stríðsglæpamaður“ og „óþokki“, sem hefur valdið gríðarlegri reiði í Moskvu. Sendiherra Bandaríkjanna í borginni er sagður hafa verið kallaður á teppið vegna ummælanna og þá segjast Rússar nú velta því fyrir sér að slíta öllu stjórnmálasambandið við Bandaríkin. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, að því gefnu að fulltrúar ríkjanna hætti alveg að tala saman, en sérfræðingar eru sammála um mikilvægi þess að ákveðnum boðleiðum sé haldið opnum til að koma í veg fyrir misskilning sem gæti leitt til kjarnorkustríðs. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Vladimír Pútín Joe Biden Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í gær. Hann sagði Pútín áður hafa beitt efnavopnum og að menn ættu að vera vakandi fyrir því sem væri handan við hornið. Biden sagði Rússlandsforseta meðvitaðan um þær alvarlegu afleiðingar sem notkun slíkra vopna myndi hafa í för með sér en útlistaði þær ekki. Biden sagði Pútín „kominn út í horn“ og umræða um að Bandaríkjamenn ættu lífefna- og efnavopna í Evrópu væri undirbúningur fyrir notkun Rússa á umræddum vopnum. The federal government is doing its part to get ready for potential Russian cyberattacks. We are prepared to help private sector companies with tools and expertise, but it is your decision as to the steps you ll take and your responsibility to take them.— President Biden (@POTUS) March 22, 2022 Rússar hafa ítrekað sakað Bandaríkjamenn og Úkraínumenn um að hafa staðið að þróun efna- og kjarnorkuvopna í Úkraínu. Þá hafa þeir sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að ráðast á eigin borgara til að geta kennt Rússum um. Þetta hafa þeir meðal annars gefið í skyn þegar þeir hafa sagst ekki ráðast á almenna borgara, þrátt fyrir mýmörg dæmi sem sanna hið gagnstæða. Bandarísk hernaðaryfirvöld segjast hafa óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu. Biden sagði í síðustu viku að Pútín væri „stríðsglæpamaður“ og „óþokki“, sem hefur valdið gríðarlegri reiði í Moskvu. Sendiherra Bandaríkjanna í borginni er sagður hafa verið kallaður á teppið vegna ummælanna og þá segjast Rússar nú velta því fyrir sér að slíta öllu stjórnmálasambandið við Bandaríkin. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, að því gefnu að fulltrúar ríkjanna hætti alveg að tala saman, en sérfræðingar eru sammála um mikilvægi þess að ákveðnum boðleiðum sé haldið opnum til að koma í veg fyrir misskilning sem gæti leitt til kjarnorkustríðs.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Vladimír Pútín Joe Biden Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira