„Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2022 10:01 Lovísa Thompson skorar eitt af fimmtán mörkum sínum í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Lovísa Thompson átti sannkallaðan leik upp á tíu þegar Valur vann ÍBV í Olís deild kvenna um helgina. Hún fékk líka gott pláss í Seinni bylgjunni þar sem umferðin var gerð upp. „Mér dettur eitt í hug sem gæti hafa verið smá vandamál fyrir ÍBV. Lovísa Thompson. Þetta er leikur á heimsmælikvarða,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Lovísa skoraði fimmtán mörk í leiknum og þurfti bara sautján skot til að ná því. Hún var einnig með sjö sköpuð færi fyrir liðsfélagana og var síðan með sjö stopp í vörninni. „Þetta var rosalegur leikur hjá henni,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Bara einn þáttur um hana „Það er svo margt sem mig langar að segja að ég gæti haft einn þátt bara um hana,“ sagði Svava Kristín. „Þetta er örugglega tuttugu mínútna atriði ef við ætlum að sýna allt,“ skaut Sigurlaug inn í. „Hún var frábær í sextíu mínútur,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún var örugglega alveg óþolandi fyrir ÍBV. Hún var frábær í leiknum að öllu leyti. Hún var frábær í sextíu mínútur en það sem gerist þarna í lokin er að Saga fer í gang og það var það sem Valur þurfti,“ sagði Sigurlaug. Þvílíkur leikmaður sem kom til baka „Lovísa tekur sér pásu frá handbolta fyrir áramót. Kemur svo aftur inn eftir áramót og vá, þvílíkur leikmaður sem kom til baka,“ sagði Svava. „Ég veit ekkert um hennar mál þannig en ég held að það sé mikilvægt að fólk hlusti á sjálfan sig. Hún var greinilega að meta sjálfa sig rétt. Þetta er greinilega pása sem hún þurfti því hún er búin að vera frábær,“ sagði Sigurlaug. Rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn „Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun. Það er líka þrýstingur á þig alls staðar því ertu ekki bara best á landinu. Ég held að við getum sagt að Lovísa sé besti leikmaðurinn okkar. Þetta er rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Lið lifa alveg af án þín og það er gott að skoða hvað sé best fyrir mig hverju sinni,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um frammistöðu Lovísu í leiknum sem og um pásuna sem hún tók sér fyrir áramót. Klippa: Seinni bylgjan: Stórleikur Lovísu Thompson á móti ÍBV Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
„Mér dettur eitt í hug sem gæti hafa verið smá vandamál fyrir ÍBV. Lovísa Thompson. Þetta er leikur á heimsmælikvarða,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Lovísa skoraði fimmtán mörk í leiknum og þurfti bara sautján skot til að ná því. Hún var einnig með sjö sköpuð færi fyrir liðsfélagana og var síðan með sjö stopp í vörninni. „Þetta var rosalegur leikur hjá henni,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Bara einn þáttur um hana „Það er svo margt sem mig langar að segja að ég gæti haft einn þátt bara um hana,“ sagði Svava Kristín. „Þetta er örugglega tuttugu mínútna atriði ef við ætlum að sýna allt,“ skaut Sigurlaug inn í. „Hún var frábær í sextíu mínútur,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún var örugglega alveg óþolandi fyrir ÍBV. Hún var frábær í leiknum að öllu leyti. Hún var frábær í sextíu mínútur en það sem gerist þarna í lokin er að Saga fer í gang og það var það sem Valur þurfti,“ sagði Sigurlaug. Þvílíkur leikmaður sem kom til baka „Lovísa tekur sér pásu frá handbolta fyrir áramót. Kemur svo aftur inn eftir áramót og vá, þvílíkur leikmaður sem kom til baka,“ sagði Svava. „Ég veit ekkert um hennar mál þannig en ég held að það sé mikilvægt að fólk hlusti á sjálfan sig. Hún var greinilega að meta sjálfa sig rétt. Þetta er greinilega pása sem hún þurfti því hún er búin að vera frábær,“ sagði Sigurlaug. Rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn „Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun. Það er líka þrýstingur á þig alls staðar því ertu ekki bara best á landinu. Ég held að við getum sagt að Lovísa sé besti leikmaðurinn okkar. Þetta er rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Lið lifa alveg af án þín og það er gott að skoða hvað sé best fyrir mig hverju sinni,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um frammistöðu Lovísu í leiknum sem og um pásuna sem hún tók sér fyrir áramót. Klippa: Seinni bylgjan: Stórleikur Lovísu Thompson á móti ÍBV
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira