Þrír undir þrítugu látist af völdum Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2022 16:08 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þótt dauðsföll vegna Covid-19 séu fleiri á undanförnum vikum en í fyrri bylgjum, er dánarhlutfall þeirra sem greinast lægra en í fyrri bylgjum í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19. Þrír einstaklingar undir þrítugu hafa látist af völdum Covid-19 og þar af eitt barn á þriðja aldursári. Bráðabirgðagögn sýna að dánartíðni vegna Covid-19 það sem af er árinu 2022 er 15 fyrir hverja 100 þúsund íbúa en var um eða undir 5 á hverja 100 þúsund í fyrri bylgjum. Embætti landlæknis Þetta segir sóttvarnalæknir en í fyrstu þremur bylgjum faraldursins létust um 0,5% af þeim sem greindust smitaðir. Eftir að delta afbrigðið varð allsráðandi sumarið 2021 og síðan ómikron afbrigðið frá desember 2021 hefur dánarhlutfallið verið 10 til 15 sinnum lægra eða um 0,03 til 0,04%. Að mati Þórólfs Guðnasonar má vafalaust þakka útbreiddum bólusetningum að stórum hluta fyrir þessa lækkun. Í samantekt sem birtist á vef embættis landlæknis kemur fram að flest andlát hafi orðið meðal einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti en það sé þó ekki algilt. Þáttur Covid-19 sýkinga í andlátunum geti því verið óljós í sumum tilvikum. 56 dauðsföll tilkynnt á þessu ári Frá upphafi faraldursins á Íslandi hafa 93 dauðsföll verið tilkynnt til sóttvarnalæknis sem tengjast sýkingu af völdum Covid-19. Á þessu ári hafa 56 dauðsföll verið tilkynnt sem Þórólfur segir afleiðingu mikillar útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Flest andlát hafi verið meðal 70 ára og eldri eða 47 talsins á þessu ári. Á sama tíma hafa þrír undir þrítugu látist og þar af eitt barn á þriðja aldursári. „Þegar skoðaður er heildarfjöldi allra dauðsfalla undanfarinna ára eftir vikum þá kemur í ljós að nokkur fjölgun varð á dauðsföllum í viku 3, 8 og 9 á þessu ári miðað við undanfarin ár einkum meðal 70 ára og eldri. Ekki er hægt að fullyrða að þessi aukning sé að öllu leyti vegna COVID-19. Fjöldi andláta hjá öldruðum helst í hendur við mikla útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu þ.á.m. meðal aldraðra. Hins vegar er ljóst að bólusetningar draga úr alvarlegum veikindum og þar með dauðsföllum,“ skrifar sóttvarnalæknir. Útbreiðsla og fjöldi Covid-19 sýkinga sé mun meiri nú en fyrri ár og þannig hafi smit náð til viðkvæmra hópa, til dæmis eldra fólks og þeirra sem hafa undirliggjandi sjúkdóma eða eru á ónæmisbælandi lyfjum. Embætti landlæknis Gefið út skilgreiningu á Covid-andláti Aðeins þau andlát sem læknar meta að Covid-19 hafi valdið, stuðlað að eða á einhvern hátt átt þátt í andlátinu á að tilkynna til sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir sendi nýlega dreifibréf um skilgreiningu á andláti vegna Covid-19 til að auðvelda læknum að aðskilja tilvik þar sem dánarorsök var önnur þótt viðkomandi hafi nýlega haft Covid-19. Greint var frá því febrúar að Sjúkrahúsið á Akureyri hafi dregið til baka tilkynningu um að sjúklingur hafi látist þar af völdum Covid-19. Í leiðréttingunni sagði að í ljósi áðurnefndra skilgreininga landlæknisembættisins og yfirferðar sjúkraskrárgagna í framhaldi af því hafi stjórnendur komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að skilgreina dauðsfallið sem andlát af völdum Covid-19. Til að dauðsfall sé skilgreint vegna Covid-19 mega ekki líða meira en 28 dagar frá greiningu og ekki á að vera tímabil algjörs bata af Covid-19 á milli veikinda og andláts. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Bráðabirgðagögn sýna að dánartíðni vegna Covid-19 það sem af er árinu 2022 er 15 fyrir hverja 100 þúsund íbúa en var um eða undir 5 á hverja 100 þúsund í fyrri bylgjum. Embætti landlæknis Þetta segir sóttvarnalæknir en í fyrstu þremur bylgjum faraldursins létust um 0,5% af þeim sem greindust smitaðir. Eftir að delta afbrigðið varð allsráðandi sumarið 2021 og síðan ómikron afbrigðið frá desember 2021 hefur dánarhlutfallið verið 10 til 15 sinnum lægra eða um 0,03 til 0,04%. Að mati Þórólfs Guðnasonar má vafalaust þakka útbreiddum bólusetningum að stórum hluta fyrir þessa lækkun. Í samantekt sem birtist á vef embættis landlæknis kemur fram að flest andlát hafi orðið meðal einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti en það sé þó ekki algilt. Þáttur Covid-19 sýkinga í andlátunum geti því verið óljós í sumum tilvikum. 56 dauðsföll tilkynnt á þessu ári Frá upphafi faraldursins á Íslandi hafa 93 dauðsföll verið tilkynnt til sóttvarnalæknis sem tengjast sýkingu af völdum Covid-19. Á þessu ári hafa 56 dauðsföll verið tilkynnt sem Þórólfur segir afleiðingu mikillar útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Flest andlát hafi verið meðal 70 ára og eldri eða 47 talsins á þessu ári. Á sama tíma hafa þrír undir þrítugu látist og þar af eitt barn á þriðja aldursári. „Þegar skoðaður er heildarfjöldi allra dauðsfalla undanfarinna ára eftir vikum þá kemur í ljós að nokkur fjölgun varð á dauðsföllum í viku 3, 8 og 9 á þessu ári miðað við undanfarin ár einkum meðal 70 ára og eldri. Ekki er hægt að fullyrða að þessi aukning sé að öllu leyti vegna COVID-19. Fjöldi andláta hjá öldruðum helst í hendur við mikla útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu þ.á.m. meðal aldraðra. Hins vegar er ljóst að bólusetningar draga úr alvarlegum veikindum og þar með dauðsföllum,“ skrifar sóttvarnalæknir. Útbreiðsla og fjöldi Covid-19 sýkinga sé mun meiri nú en fyrri ár og þannig hafi smit náð til viðkvæmra hópa, til dæmis eldra fólks og þeirra sem hafa undirliggjandi sjúkdóma eða eru á ónæmisbælandi lyfjum. Embætti landlæknis Gefið út skilgreiningu á Covid-andláti Aðeins þau andlát sem læknar meta að Covid-19 hafi valdið, stuðlað að eða á einhvern hátt átt þátt í andlátinu á að tilkynna til sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir sendi nýlega dreifibréf um skilgreiningu á andláti vegna Covid-19 til að auðvelda læknum að aðskilja tilvik þar sem dánarorsök var önnur þótt viðkomandi hafi nýlega haft Covid-19. Greint var frá því febrúar að Sjúkrahúsið á Akureyri hafi dregið til baka tilkynningu um að sjúklingur hafi látist þar af völdum Covid-19. Í leiðréttingunni sagði að í ljósi áðurnefndra skilgreininga landlæknisembættisins og yfirferðar sjúkraskrárgagna í framhaldi af því hafi stjórnendur komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að skilgreina dauðsfallið sem andlát af völdum Covid-19. Til að dauðsfall sé skilgreint vegna Covid-19 mega ekki líða meira en 28 dagar frá greiningu og ekki á að vera tímabil algjörs bata af Covid-19 á milli veikinda og andláts.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira