Viðtal við konu frá Maríupól: Sátu á gólfinu og báðu bænir í sprengjuregni Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2022 20:00 Rafmagnslaust hefur verið í Maríupól síðan í byrjun mars. Ganna flúði borgina með foreldrum sínum, systur og mági. Ganna Kotelnikova Kona sem flúði Maríupól í Úkraínu, þar sem fólk býr við hryllilegar aðstæður eftir linnulausar árásir Rússa, segir skelfilegt að horfa upp á heimaborg sína sprengda í loft upp. Hún þurfti að sjá um alla matseld við opinn eld undir berum himni eftir að rafmagnslaust varð í borginni. Ganna Kotelnikova hefur búið í Maríupól alla sína ævi. Hún flúði borgina, ásamt foreldrum sínum, systur, mági og tveimur hundum, þegar flóttaleið opnaðist loks út úr borginni í síðustu viku. Hún lýsir því í samtali við fréttastofu að frá 2. mars hafi Maríupól verið rafmagns- vatns- og sambandslaus - og á endanum hafi gasið farið líka. Fólk hafi því þurft að safna eldiviði til að útbúa mat, sem var af skornum skammti. „Það var mjög erfitt að finna eldivið í borginni. Hvar sem hægt var að finna eldivið, jafnvel litlu sprekin af trjánum, þau voru notuð til að gera eld til matseldar. Við notuðum allan við sem við komumst í,“ segir Ganna. Matur lagaður við opinn eld úti á götu í Maríupól.Ganna Kotelnikova Í stöðugri hættu Það sé ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig það hafi verið að horfa á borgina sína sprengda í loft upp. „Við vorum augljóslega í stöðugri hættu. Við elduðum úti yfir opnum eldi. Smám saman lærðum við muninn á hljóðunum, þannig að þegar flugvél kom nálægt til að sprengja hlupum við og leituðum skjóls. Skildum allt eftir úti,“ segir Ganna. Eftir linnulausar árásir Rússa leituðu Ganna og fjölskylda skjóls í húsi við leikhúsið í Maríupól, sem var gjöreyðilagt í loftárás 16. mars. „Aðstæðurnar voru mjög skelfilegar. Við sátum á gólfinu og báðum bænir. Og allt lék á reiðiskjálfi.“ Áfram í Úkraínu Vinir Gönnu urðu eftir í Maríupól og hún hefur engu sambandi náð við þau. Sjálf eru Ganna og fjölskylda nú komin til borgarinnar Dnipro, þar sem ástandið er betra. „Nokkuð örugg. Á hverjum degi í Dnipro, borginni sem við erum í núna, heyrum við í loftvarnarflautum.“ Foreldrar Hönnu eru 83 ára og 88 ára og hún segir það ekki raunhæfan möguleika fyrir þau að yfirgefa landið. Fjölskyldan verði áfram í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Ganna Kotelnikova hefur búið í Maríupól alla sína ævi. Hún flúði borgina, ásamt foreldrum sínum, systur, mági og tveimur hundum, þegar flóttaleið opnaðist loks út úr borginni í síðustu viku. Hún lýsir því í samtali við fréttastofu að frá 2. mars hafi Maríupól verið rafmagns- vatns- og sambandslaus - og á endanum hafi gasið farið líka. Fólk hafi því þurft að safna eldiviði til að útbúa mat, sem var af skornum skammti. „Það var mjög erfitt að finna eldivið í borginni. Hvar sem hægt var að finna eldivið, jafnvel litlu sprekin af trjánum, þau voru notuð til að gera eld til matseldar. Við notuðum allan við sem við komumst í,“ segir Ganna. Matur lagaður við opinn eld úti á götu í Maríupól.Ganna Kotelnikova Í stöðugri hættu Það sé ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig það hafi verið að horfa á borgina sína sprengda í loft upp. „Við vorum augljóslega í stöðugri hættu. Við elduðum úti yfir opnum eldi. Smám saman lærðum við muninn á hljóðunum, þannig að þegar flugvél kom nálægt til að sprengja hlupum við og leituðum skjóls. Skildum allt eftir úti,“ segir Ganna. Eftir linnulausar árásir Rússa leituðu Ganna og fjölskylda skjóls í húsi við leikhúsið í Maríupól, sem var gjöreyðilagt í loftárás 16. mars. „Aðstæðurnar voru mjög skelfilegar. Við sátum á gólfinu og báðum bænir. Og allt lék á reiðiskjálfi.“ Áfram í Úkraínu Vinir Gönnu urðu eftir í Maríupól og hún hefur engu sambandi náð við þau. Sjálf eru Ganna og fjölskylda nú komin til borgarinnar Dnipro, þar sem ástandið er betra. „Nokkuð örugg. Á hverjum degi í Dnipro, borginni sem við erum í núna, heyrum við í loftvarnarflautum.“ Foreldrar Hönnu eru 83 ára og 88 ára og hún segir það ekki raunhæfan möguleika fyrir þau að yfirgefa landið. Fjölskyldan verði áfram í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira