Sara með rúmar tvær og hálfa milljón króna í mánaðarlaun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 10:01 Sara Björk Gunnarsdóttir er launahæst íslenskra fótboltakvenna. getty/Giorgio Perottino Aðeins fimmtán leikmenn í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eru með hærri laun en Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon og fyrirliði íslenska landsliðsins. Samkvæmt úttekt L´Équipe er Sara 16. launahæsti leikmaður frönsku deildarinnar ásamt samherja sínum hjá Lyon, Eugénie Le Sommer, og Marie-Antoinette Katoto, leikmanni Paris Saint-Germain. Í úttekt L´Équipe kemur fram að Sara sé með um átján þúsund evrur í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 2,5 milljónir íslenskra króna. Tólf leikmenn Lyon eru með hærri mánaðarlaun en Sara. Lyon og PSG eru langbestu og stærstu liðin í Frakklandi og það sést á listanum yfir launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar. Tuttugu efstu á launalistanum koma frá Lyon og PSG, fjórtán frá fyrrnefnda liðinu og sex frá því síðarnefnda. Wendie Renard, fyrirliði Lyon, og Kadidiatou Diani, leikmaður PSG, eru launahæstar í frönsku deildinni með 37 þúsund evrur í mánaðarlaun hvor. Norska markadrottningin Ada Hegerberg hjá Lyon kemur næst með 35 þúsund evrur í laun á mánuði. Tuttugu launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar samkvæmt L'Équipe Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur Eftir rúmlega árs fjarveru vegna barneigna sneri Sara aftur á völlinn þegar Lyon vann Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Lyon er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Sara og stöllur hennar sækja Juventus heim í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Langt frá körlunum Þótt Sara leiki með einu besta, ef ekki besta, kvennaliði í heimi eru laun hennar langt frá því að vera sambærileg við launahæstu atvinnumenn Íslands. Ef marka má úttekt L'Équipe eru árslaun Söru rúmlega 31 milljón króna. Til samanburðar voru árslaun Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton í fyrra um 750 milljónir króna, þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á þessu tímabili vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, var næstlaunahæstur íslenskra atvinnumanna með fimm hundruð milljónir króna í árslaun. Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Samkvæmt úttekt L´Équipe er Sara 16. launahæsti leikmaður frönsku deildarinnar ásamt samherja sínum hjá Lyon, Eugénie Le Sommer, og Marie-Antoinette Katoto, leikmanni Paris Saint-Germain. Í úttekt L´Équipe kemur fram að Sara sé með um átján þúsund evrur í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 2,5 milljónir íslenskra króna. Tólf leikmenn Lyon eru með hærri mánaðarlaun en Sara. Lyon og PSG eru langbestu og stærstu liðin í Frakklandi og það sést á listanum yfir launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar. Tuttugu efstu á launalistanum koma frá Lyon og PSG, fjórtán frá fyrrnefnda liðinu og sex frá því síðarnefnda. Wendie Renard, fyrirliði Lyon, og Kadidiatou Diani, leikmaður PSG, eru launahæstar í frönsku deildinni með 37 þúsund evrur í mánaðarlaun hvor. Norska markadrottningin Ada Hegerberg hjá Lyon kemur næst með 35 þúsund evrur í laun á mánuði. Tuttugu launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar samkvæmt L'Équipe Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur Eftir rúmlega árs fjarveru vegna barneigna sneri Sara aftur á völlinn þegar Lyon vann Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Lyon er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Sara og stöllur hennar sækja Juventus heim í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Langt frá körlunum Þótt Sara leiki með einu besta, ef ekki besta, kvennaliði í heimi eru laun hennar langt frá því að vera sambærileg við launahæstu atvinnumenn Íslands. Ef marka má úttekt L'Équipe eru árslaun Söru rúmlega 31 milljón króna. Til samanburðar voru árslaun Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton í fyrra um 750 milljónir króna, þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á þessu tímabili vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, var næstlaunahæstur íslenskra atvinnumanna með fimm hundruð milljónir króna í árslaun.
Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur
Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira