Erna skrifaði á dögunum grein á Vísi undir heitinu Áminning um auðlindir.
„Hún hefur vakið töluverða athygli sem er mjög gaman því þá veit ég að þetta eru ekki bara áhyggjur í mér heldur lýsandi fyrir ástandið. Greinin er í raun um að við séu að missa stjórn á eigin athygli,“ segir Erna og er ástæðan stöðugt áreiti frá umhveri okkar, hlutum eins og fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og afþreyingarefni.
„Við þurfum að fara ákveða svolítið hverju við beinum athygli að. Okkur er kastað á eitthvað færiband og erum bara að gera það sem aðrir eru að gera.“
Eins og áður segir er Erna myndlistakona.
„Málverkin eru mín leið til að bregðast við yfirþyrmandi upplifun sem geta verið hvað sem er. Þetta getur verið smávægilegt augnablik í persónulega lífinu og eða stóraugnablik í alþjóðlegu samhengi.“
Erna segir að þegar hún er búin að koma málverki frá sér þá líði henni einfaldlega betur, eins og að ræða við sálfræðing. Verkin hennar seljast fyrir mörg hundruð þúsund krónur og þau fara öll.
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.